Ungmennafélag Grindavíkur

Sigri fagnađ á Ásvöllum

Grindavíkurpiltar sýndu sparihliðarnar á erfiðum útivelli á Ásvöllum í gærkvöldi þegar þeir lögðu Hauka að velli 4-0. Grindavík er því enn í 2. sæti og framundan er æsispennandi barátta þar sem hart verður barist um tvö efstu sætin sem gefa sæti í Pepsideildinni. 

>> MEIRA
Sigri fagnađ á Ásvöllum
Grindavíkurstrákar á erfiđum útivelli í kvöld

Grindavíkurstrákar á erfiđum útivelli í kvöld

Seinni umferð Inkassodeildar karla í knattspyrnu hefst í kvöld þegar Grindavík sækir Hauka heim á gervigrasvellinum að Ásvöllum í Hafnarfirði kl. 19:15. Mikið er í húfi, hver leikur er nánast úrslitaleikur í harðri toppbaráttu. Grindavík er í 2. sæti með 21 stig en síðan koma þrjú lið sem narta í hælana. Haukar eru í 9. sæti með 11 stig en liðið er feikisterkt á  heimavelli þar sem það hefur m.a. annað unnið topplið KA. Talsverð meiðsli hrjá Grindavíkurliðið, Magnús Björgvinsson og Marko Valdimar Stefánsson eru meiddir og verða ekki með og nokkrir aðrir eru tæpir. En breiddin er góð í Grindavíkurliðinu og því reynir á gæði hópsins í kvöld. Grindvíkingar eru hvattir til þess að fjölmenna á Ásvelli í kvöld. 

 

>> MEIRA
361 áhorfandi sá Grindavík vinna nágrannaslaginn

361 áhorfandi sá Grindavík vinna nágrannaslaginn

Grindavíkurstelpur lögðu granna sína í Keflavík 2-1 í hörku leik í B-riðli 1. deildarinnar á Grindavíkurvelli í gærkvöldi. Alls varð 361 áhorfandi vitni að sigrinum sem er aldeilis glæsileg mæting. Sérstakir gestir á leiknum voru leikmenn 5., 6. og 7. flokks stúlkna.

>> MEIRA
Pylsupartý fyrir nágrannaslaginn

Pylsupartý fyrir nágrannaslaginn

Það verður svakalegur nárannaslagur í B-riðli 1. deildar kvenna á Grindavíkurvelli í kvöld þegar Grindavík tekur á móti Keflavík. Fyrir leik eða frá kl. 19 verður boðið upp á grillaðar pylsur. Sérstakir heiðursgestir á leiknum verða fótboltastelpurnar sem kepptu á Símamótinu um síðustu helgi. Grindvíkingar eru hvattir til að fjölmenna á Grindavíkurvöll og styðja stelpurnar. Grindavík er á toppnum með 17 stig en Keflavík í 4. sæti með 10 stig. 

 

>> MEIRA
GG mćtir toppliđinu

GG mćtir toppliđinu

GG tekur á móti toppliði ÍH í B-riðli 4. deildar karla í Grindavík í kvöld. GG er með 9 stig í riðlinum eftir 7 umferðir en ÍH trónir á toppnum með 16 stig. Ókeypis er á völlinn. Með GG leika margar gamlar kempur úr Grindavíkurliðinu eins og Scott Ramsey, Ray Anthony Jónsson að ógleymdum Vilmundi Þór Jónassyni fyrirliða.

 

>> MEIRA