Ungmennafélag Grindavíkur

Íslandsmeistararnir fóru illa með Grindvíkinga

KR-ingar mættu í heimsókn í Mustad höllina í gær og sýndu að það er engin tilviljun að þeir eru ríkjandi Íslandsmeistarar. Grindvíkingar héngu í þeim í byrjun en hægt og bítandi tóku KR leikinn algjörlega yfir og enduðu á að rúlla algjörlega yfir okkar menn sem áttu fá svör við leik KR-inga á báðum endum vallarins. Lokatölur urðu 73-93.

>> MEIRA
Íslandsmeistararnir fóru illa með Grindvíkinga
Opið hús hjá Judodeildinni um helgina

Opið hús hjá Judodeildinni um helgina

Judodeild UMFG verður með opið hús helgina 28. - 29. nóvember 2015 í Gjánni í íþróttamiðstöðinni. Deildin fær góða gesti í heimsókn frá Judofélagi Reykjavíkur og munu 6-11 ára krakkar sem æfa judo með félaginu koma í heimsókn og byrja þau að æfa og keppa eftir hádegi á laugardeginum.

Á sunnudegi byrja svo æfingar kl 10:00 að morgni. Allir velkomnir að koma við og sjá/hitta þjálfara og krakkana við æfingar.

>> MEIRA
Arnór Breki Atlason semur við Grindavík

Arnór Breki Atlason semur við Grindavík

Arnór Breki Atlason hefur skrifað undir 2 ára saming við Grindavík. Arnór er ungur og efnilegur leikmaður sem kemur frá Keflavík, en hann er fæddur árið 1999.

Meðfylgjandi mynd var tekin við undirskrift samningins.

 

>> MEIRA
Góður sigur í Þorlákshöfn

Góður sigur í Þorlákshöfn

Grindvíkingar gerðu góða ferð eftir Suðurstrandarveginum á föstudagskvöldið þegar þeir sóttu sigur til Þorlákshafnar. Eric Wise var öflugur undir körfunni gegn hávaxnasta leikmanni deildarinnar, Ragga Nat, og skoraði 30 stig. Lokatölur leikins urðu 74-84 Grindvíkingum í vil. Karfan.is fjallaði um leikinn:

>> MEIRA
Jólasýning fimleikadeildar UMFG á laugardaginn

Jólasýning fimleikadeildar UMFG á laugardaginn

Jólasýning Fimleikadeildar UMFG verður haldin laugardaginn 21. nóvember næstkomandi. Í ár samanstendur sýningin af iðkendum úr 1.-10. bekk. Sýningin hefst kl. 13:00 og stendur til 14:00. Íþróttahúsið opnar 12:45 fyrir gesti. Miðverð er: 1.000 kr. fyrir fullorðna, 250 kr. fyrir 6-16 ára og frítt fyrir 5 ára og yngri í fylgd með fullorðnum.

>> MEIRA