Ungmennafélag Grindavíkur

Búningasala hjá körfuboltanum á mánudaginn

Sala á búningum hjá körfuknattleiksdeildinni verður mánudaginn 3. október, frá kl. 18:00-19:00 í Gjánni.
Búningurinn kostar 10.000 kr. og sokkar eru einnig seldir og kosta 1.000 kr. Athugið að staðgreiða þarf vörurnar við pöntun. Þá vekjum við athygli á að stuðningsmenn Grindavíkur geta keypt stakar treyjur í fullorðinsstærðum en treyjurnar kosta 5.000 kr. Kjörið tækifæri til að græja sig upp gulan og glaðan fyrir veturinn!

>> MEIRA
Búningasala hjá körfuboltanum á mánudaginn
Jón Axel verđur númer 3 í alţjóđlegu liđi Davidson

Jón Axel verđur númer 3 í alţjóđlegu liđi Davidson

Karfan.is birti fyrir helgi skemmtilega frétt um fjölþjóðlegt lið Davidson háskólans en eins og alþjóð veit leikur Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson með liðinu í vetur og væntanlega næstkomandi ár. Jón Axel mun leika í treyju númer 3 í stað númer 9 sem var hans númer hjá Grindavík. Í samtali við karfan.is sagði Jón Axel að það væri einföld ástæða fyrir þessu númeri, Allen Iverson.

>> MEIRA
Kristijan Jajalo og William Daniels áfram međ Grindavík

Kristijan Jajalo og William Daniels áfram međ Grindavík

Grindvíkingar eru þegar farnir að huga að leikmannamálum fyrir Pepsi-deildina á næsta ári. Tveir erlendir leikmenn hafa framlengt samninga sína við liðið, en það eru Kristijan Jajalo markvörður og sóknarmaðurinn William Daniels. Báðir skrifuðu þeir undir tveggja ára samninga við liðið.

>> MEIRA
Sjávarréttahlađborđ sunddeildarinnar á föstudagskvöldiđ

Sjávarréttahlađborđ sunddeildarinnar á föstudagskvöldiđ

Sjávarréttahlaðborð sunddeildar UMFG verður haldið í Gjánni í íþróttamiðstöðinni næstkomandi föstudag, þann 30. september. Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00. Forsala fer fram í aðstöðu UMFG í íþróttamiðstöðinni fimmtudaginn 29. september milli kl. 18:00 og 20:00 og kostar miðinn aðeins 5.500 kr. í forsölu en 6.000 kr. við innganginn.

>> MEIRA
Úrslitaleikur 1. deildar kvenna á Grindavíkurvelli á morgun, ţriđjudag

Úrslitaleikur 1. deildar kvenna á Grindavíkurvelli á morgun, ţriđjudag

Leikið verður til úrslita í 1. deild kvenna í knattspyrnu á Grindavíkurvelli á morgun, þriðjudaginn 27. september, klukkan 16:00. Grindavík mætir þar liði Hauka en bæði liðin hafa þegar tryggt sér sæti í Pepsi-deildinni að ári. 

Tilvalið að skella sér á völlinn strax eftir vinnu og hvetja stelpurnar áfram til sigurs.

Áfram Grindavík!

>> MEIRA