Ungmennafélag Grindavíkur

Rúm vika í Inkasso-deildina

Grindvíkingar hefja leik í Inkasso-deildinni næstkomandi föstudag, þann 6. maí, þegar Haukar heimsækja Grindavíkurvöll. Af því tilefni hefur Stinningskaldi boðað til stuðningsmannafundar á Bryggjunni annað kvöld þar sem farið verður yfir stöðuna fyrir komandi sumar og stilltir saman strengir. 

>> MEIRA
Rúm vika í Inkasso-deildina
Stórleikur á Grindavíkurvelli 30. apríl, GG - KFS

Stórleikur á Grindavíkurvelli 30. apríl, GG - KFS

Það verður sannkallaður stórleikur á Grindavíkurvelli núna á laugardaginn, 30. apríl, en þá leika GG menn sinn fyrsta alvöru keppnisleik síðan að liðið var endurvakið í haust. GG mætir til leiks í 4. deild karla í ár sem og í Borgunarbikarnum en þessi leikur er einmitt í bikarnum. Andstæðingarnir eru lið KFS frá Vestmannaeyjum og hefst leikurinn kl. 14:00. 

>> MEIRA
Daníel Guđni til Njarđvíkur - tekur viđ ţjálfun meistaraflokks karla

Daníel Guđni til Njarđvíkur - tekur viđ ţjálfun meistaraflokks karla

Þau risatíðindi bárust úr körfuboltaheimum á dögunum að Njarðvíkingar hefðu ráðið Daníel Guðna Guðmundsson til að þjálfa meistaraflokk karla á næsta tímabili. Daníel er uppalinn Njarðvíkingur en hann hefur leikið með Grindavík síðan 2012 og síðastliðið haust tók hann við þjálfun meistaraflokks kvenna. Daníel hlaut því eldskírn sína sem þjálfari í efstu deild í vetur en fer nú eins og hann orðaði það sjálfur, úr djúpu lauginni í dýpri laug.

>> MEIRA
Sigurđur áfram formađur - Nýjar siđareglur

Sigurđur áfram formađur - Nýjar siđareglur

Stjórn UMFG var endurkjörin á aðalfundi félagsins í gærkvöldi sem haldinn var í Gjánni. Sigurður Enoksson verður áfram formaður og með í honum stjórn þeir Rúnar Sigurjónsson, Kjartan Adolfsson, Bjarni Már Svavarsson og Guðmundur Bragason. Rekstur aðalstjórnar gekk vel og var samkvæmt áætlun, einnig gengur rekstur einstakra deilda vel. Starf UMFG á síðasta ári gekk vel en bylting varð í aðstöðu félagsins þegar það fékk aðgang að glæsilegri félagsaðstöðu í Gjánni. 

>> MEIRA
Grindvíkingar Íslandsmeistarar í minni bolta stúlkna

Grindvíkingar Íslandsmeistarar í minni bolta stúlkna

Grindvíkingar fögnuðu Íslandsmeistaratitli um helgina þegar stelpurnar í minni bolta (stelpur fæddar 2004-2005) sigruðu Keflvíkinga í úrslitaleik um titilinn. Jafn var á öllum tölum að loknum venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar. Þá var aftur jafnt og því réðust úrslitin með gullkörfu, lokatölur 18-20. Til hamingju með titilinn stelpur!

>> MEIRA