Ungmennafélag Grindavíkur

Fimm ungir Grindvíkingar í yngri landsliđum í körfubolta

Þrátt fyrir að tímabilið hafi tekið ótímabæran enda hjá meistaraflokkum Grindavíkur í körfubolta þá er engu að síður bjart fyrir framtíð körfuboltans í Grindavík. Bikar- og Íslandsmeistaratitlar voru ófáir á tímabilinu og á dögunum bárust þær fréttir að fimm leikmenn hefðu verið valdir í hópa yngri landsliða sem keppa á Norðurlandamótinu í Svíþjóð og Copenhagen Invitational-mótinu í Kaupmannahöfn á vordögum.

>> MEIRA
Fimm ungir Grindvíkingar í yngri landsliđum í körfubolta
Sylvía Sól sigrađi ţrígangsmót Sóta

Sylvía Sól sigrađi ţrígangsmót Sóta

Ungir grindvískir íþróttamenn halda áfram að gera það gott en Sylvía Sól Magnúsdóttir, hestakona úr Brimfaxa, gerði sér lítið fyrir og varð í 1. sæti í flokki 17 ára og yngri á opna þrígangsmóti Sóta 11. apríl síðastliðinn. Góður afmælisdagur hjá Sylvíu en þessi efnilegi knapi fagnaði jafnframt 15 ára afmæli sínu þennan sama dag. Við óskum Sylvíu til hamingju með þennan árangur.

>> MEIRA
Körfuboltavertíđin á enda í efstu deild, Snćfell sendu stelpurnar í sumarfrí

Körfuboltavertíđin á enda í efstu deild, Snćfell sendu stelpurnar í sumarfrí

Grindavíkurstúlkur luku keppni í Dominosdeild kvenna í gærkvöldi þega þær töpuðu á heimavelli fyrir Snæfelli og þar með viðureigninni 3-1. Grindavík náði sér aldrei almennilega á strik í leiknum nema rétt í byrjun og sigur gestanna var í raun aldrei í hættu.

>> MEIRA
Dröfn Einarsdóttir valin í U17 ára landsliđiđ í knattspyrnu

Dröfn Einarsdóttir valin í U17 ára landsliđiđ í knattspyrnu

Dröfn Einarsdóttir, leikmaður meistaraflokks kvenna í knattspyrnu, hefur verið valin í U17 hóp kvenna sem leikur á undirbúningsmóti UEFA í Færeyjum en leikið verður dagana 23. - 26. apríl. Mótherjarnir verða, auk heimamanna, Wales og Norður Írland. Dröfn sem fædd er 1999 lék 13 leiki í 1. deildinni í fyrra og skoraði tvö mörk. Óskum við þessari efnilegu knattspyrnukonu til hamingju með landsliðssætið.

>> MEIRA
Jóhann Ólafs og Gummi Braga taka viđ liđi meistaraflokks karla

Jóhann Ólafs og Gummi Braga taka viđ liđi meistaraflokks karla

Körfuknattleiksdeild UMFG kynnti í dag til leiks nýjan þjálfara og aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla. Þessa tvo heiðursmenn þarf auðvitað ekki að kynna fyrir neinum Grindvíkingi, en Jóhann Ólafsson verður aðalþjálfari liðsins og honum til aðstoðar verður Guðmundur Bragason. Jóhann hefur undanfarin ár verið aðstoðarþjálfari liðsins og færir sig því um einn rass á bekknum. Þá er Guðmundur ekki ókunnur þjálfun Grindavíkurliðsins en hann var spilandi þjálfari leiktíðina 93-94 og svo aftur 98-99.

>> MEIRA