Ungmennafélag Grindavíkur

Drög ađ dagskrá Dominosdeildanna klár

Körfuknattleikssamband Íslands hefur gefið út drög að keppnisdagskrá næsta veturs. Tímabilið hefst í Grindavík þann 14. október þegar stelpurnar taka á móti KR. Strákarnir hefja leik daginn eftir, þann 15. október þegar þeir rúlla eftir Suðurstrandarveginum og heimsækja nýliðana í FSu. Sýnd veiði þar á ferð en alls ekki gefin.

>> MEIRA
Drög ađ dagskrá Dominosdeildanna klár
Rýr uppskera Grindvíkinga í Ólafsvík um helgina

Rýr uppskera Grindvíkinga í Ólafsvík um helgina

Grindvíkingum tókst ekki að sækja gull í greipar Víkings í Ólafsvík um helgina þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þrjú lið Grindvíkinga léku á Ólafsvíkurvelli um helgina, meistaraflokkur karla, 2. flokkur karla og meistaraflokkur kvenna, og snéru liðin heim með 2 stig í farteskinu af 9 mögulegum.

>> MEIRA
Sundnámskeiđ hefjast mánudaginn 29. júní

Sundnámskeiđ hefjast mánudaginn 29. júní

Sundnámskeið byrjar mánudaginn 29. júní og stendur í 4 vikur (síðasti dagurinn er 23. júlí). Það verða 2 æfingar á viku. Hjá yngri leikskólabörnunum (2010) verða æfingarnar mánudaga og miðvikudaga og svo þriðjudaga og fimmtudaga.

>> MEIRA
Jónsmessumót GG er í dag

Jónsmessumót GG er í dag

Jónsmessumót Golfklúbbs Grindavíkur verður haldið í dag, föstudaginn 26. júní. Mótið hefst klukkan 19:00 en mælt er með því að kylfingar mæti hálftíma fyrr, skrái sig til leiks og gefi upp forgjöf. Miðað við auglýsinguna frá klúbbnum verður líf og fjör á Húsatóftarvelli í kvöld.

>> MEIRA
Stelpurnar enn taplausar

Stelpurnar enn taplausar

Grindavík tók á móti Álftanesi í 1. deild kvenna í knattspyrnu í gær en stelpurnar hafa farið hreint ótrúlega af stað í sumar og eru enn taplausar, bæði í deild og bikar. Eftir þægilegan stórsigur gegn Hvíta Riddaranum í síðasta leik 0-10 mættu stelpurnar öllu meiri mótspyrnu í gær en náðu þó að knýja fram sigur að lokum, 2-1.

>> MEIRA