Ungmennafélag Grindavíkur

Grindavík heimsćkir Selfoss á eftir

Grindvíkingar freista þess að sækja 3 stig á Selfoss í kvöld í Inkasso-deildinni og komast þannig einu skrefi nær sæti í Pepsi-deildinni að ári. Grindavík er í efsta sæti deildarinnar með 37 stig en KA er aðeins einu stigi á eftir. Fyrri leik þessara liða lauk með 1-1 jafntefli þar sem gestirnir frá Selfossi jöfnuðu í uppbótartíma. Grindavík hefur ekki tapað leik síðan 12. júní og ætla ekki að breyta því í kvöld. Við hvetjum Grindvíkinga til að renna eftir Suðurstrandarveginum góða og styðja strákana til sigurs. Leikurinn hefst kl. 18:00

>> MEIRA
Grindavík heimsćkir Selfoss á eftir
Daníel Leó í U21 landsliđinu

Daníel Leó í U21 landsliđinu

Grindvíkingur Daníel Leó Grétarsson, sem leikur með liði Álasunds í norsku úrvalsdeildinni, hefur verið valinn í U21 landslið Íslands sem leikur tvo leiki í undankeppni EM í september. Fyrri leikurinn er gegn Norður Írum þann 2. september og sá seinni gegn Frökkum þann 6. september. Daníel á 4 leiki að baki með U21 liðinu og 10 leiki með U19

>> MEIRA
Grindvíkingar enn taplausir á heimavelli - Pepsideildin innan seilingar

Grindvíkingar enn taplausir á heimavelli - Pepsideildin innan seilingar

Grindvíkingar lönduðu enn einum heimasigrinum í Inkasso-deildinni um helgina þegar þeir lögðu HK, 4-0. Úrslitin gefa kannski ekki alveg rétta mynd af leiknum sem einkenndist af mikilli baráttu en okkar menn settu þrjú mörk á síðustu tíu mínútunum og lokuðu leiknum með glæsibrag. Grindavík er því áfram efst í deildinni með 37 stig, einu stigi á undan KA mönnum en 11 stigum á undan Keflavík sem situr í 3. sætinu. 

>> MEIRA
Grindavíkurkonur tryggđu sér efsta sćtiđ í B-riđli

Grindavíkurkonur tryggđu sér efsta sćtiđ í B-riđli

Grindavíkurkonur gerðu góð ferð í Mosfellsbæ í gær þar sem þær lögðu heimakonur í Aftureldingu, 1-4. Lauren Brennan skoraði tvö mörk fyrir Grindavík og þær Anna Þórun Guðmundsdóttir og Linda Eshun skoruðu sitt markið hvor. Þessa úrslit þýða að Grindavík hefur tryggt sér efsta sætið í B-riðli þegar ein umferð er eftir, en þær mæta liði Augnabliks í lokaumferðinni föstudaginn 26. ágúst.

>> MEIRA
Skvísu-leikfimi í Gym heilsu

Skvísu-leikfimi í Gym heilsu

Birgitta Káradóttir mun bjóða uppá skvísu-leikfimi í Gym Heilsu í haust ef næg þáttaka fæst. Námskeiðið er í 6 vikur, tvisvar sinnum í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 19:45-20:45.

>> MEIRA