Ungmennafélag Grindavíkur

Stelpurnar steinlágu gegn Keflavík

Grindavíkurkonur heimsóttu Keflavík um helgina þar sem Keflvíkingar náðu heldur betur að hefna fyrir bikarúrslitaleikinn og unnu nokkuð öruggan sigur 82-54. Á sama tíma unnu Valsstúlkur sinn leik og annað kvöld er því hreinn úrslitaleikur í boði þar sem Valsstúlkur heimsækja Röstina í síðustu umferð deildarinnar. Sigurvegarinn í þeim leik mun væntanlega tryggja sér 4. sætið í deildinni og síðasta sætið í úrslitakeppninni.

>> MEIRA
Stelpurnar steinlágu gegn Keflavík
Snćfellskonur tryggđu sér deildarmeistaratitilinn í Röstinni

Snćfellskonur tryggđu sér deildarmeistaratitilinn í Röstinni

Grindavíkurkonur tóku á móti Snæfelli í gær, en fyrir leikinn sátu gestirnir í efsta sæti deildarinnar og deildarmeistaratitillinn innan seilingar. Skemmst er frá því að segja að okkar konur sáu aldrei til sólar í þessum leik og töpuðu leiknum stórt, 60-88. Slæmur skellur á heimavelli er ekki góður fyrirboði fyrir komandi úrslitakeppni, en það er ekki ólíklegt að þessi lið mætist í henni. Vonandi verður þetta tap þó frekar til að vekja Grindvíkinga og þær koma tvíefldar til baka næst þegar þessi lið mætast, tilbúnar að ná fram hefndum.

>> MEIRA
Grátlegt tap gegn KR og stađan í einvíginu 0-2

Grátlegt tap gegn KR og stađan í einvíginu 0-2

Grindvíkingar fóru illa að ráði sínu þegar þeir tóku á móti KR í 2. leik liðanna í 8-liða úrslitum Dominosdeildar karla í gær. Okkar menn fóru heldur brösulega af stað en hrukku svo í gang í 2. leikluta og voru á tímabili komnir með 18 stiga forskot á Íslandsmeistarana. Í 4. leikhluta gekk hins vegar lítið upp og Grindvíkingar skoruðu aðeins 10 stig gegn 27 stigum gestanna sem unnu leikinn að lokum, 77-81.

>> MEIRA
Hörmuleg skotnýting felldi Grindvíkinga í fyrsta leik

Hörmuleg skotnýting felldi Grindvíkinga í fyrsta leik

Grindvíkingar heimsóttu KR í fyrsta leik sínum í úrslitakeppni Dominosdeildarinnar 2015. Lokatölur urðu 71-65 í leik sem þótti ekki sérlega áferðarfallegur. Okkar menn voru að hitta afleitlega og mesta furða hvað þeir náðu að halda í við KR-inga. Gott áhlaup í loka leikhlutanum kom okkar mönnum í góðan séns í lokin en KR-ingar voru sterkari á lokasprettinum og gerðu útum leikinn.

>> MEIRA
Tap gegn Snćfelli og 8. sćtiđ stađreynd

Tap gegn Snćfelli og 8. sćtiđ stađreynd

Grindvíkingar heimsóttu Snæfell í síðustu umferð Dominosdeildar karla síðastliðið fimmtudagskvöld. Fyrir leikinn voru okkar menn loksins búnir að tryggja sæti í úrslitakeppninni en sigur í þessum leik hefði getað skutlað liðinu upp um nokkur sæti í töflunni. Það var því að miklu að keppa fyrir okkar menn en Snæfellingar voru fastir í 9. sætinu og voru því aðeins að spila uppá stoltið.

>> MEIRA