Ungmennafélag Grindavíkur

Sterkur útisigur í gćr gegn Stólunum í Síkinu

Grindavíkingar heimsóttu Sauðárkrók í gær þar sem spútniklið Dominosdeildar karla, Tindastóll, tók á móti þeim. Fyrir þennan leik höfðu Stólarnir ekki tapað leik á heimavelli í deildinni í vetur og sátu í 2. sæti deildarinnar. Liðin höfðu mæst tvisvar áður í vetur og Stólarnir farið með sigur af hólmi í bæði skiptin. Fyrir leikinn var því ljóst að okkar menn þyrftu að taka á honum stóra sínum til að eiga möguleika í þessum leik.

>> MEIRA
Sterkur útisigur í gćr gegn Stólunum í Síkinu
Ingibjörg klár í nćsta leik

Ingibjörg klár í nćsta leik

Ingi­björg Jak­obs­dótt­ir, bakvörður í bikar­meist­araliði Grinda­vík­ur í körfu­bolta, var ein þeirra sem runnu á dúkn­um í Laug­ar­dals­höll­inni um síðustu helgi. Ingi­björg fór meidd af velli um tíma í úr­slita­leikn­um gegn Kefla­vík en tókst þó að koma aft­ur inn á og ljúka leikn­um þar sem Grinda­vík fagnaði sigri, 68:61.

>> MEIRA
Grindavík - Hamar verđur leikinn núna á laugardaginn

Grindavík - Hamar verđur leikinn núna á laugardaginn

Körfuknattleikssamband Íslands hefur gefið út nýjan leiktíma fyrir leik Grindavíkur og Hamars í Dominosdeild kvenna sem frestað var í gær. Leikurinn mun fara fram núna á laugardaginn, þann 28. febrúar, kl. 16:00.

>> MEIRA
Leik Grindavíkur og Hamars frestađ

Leik Grindavíkur og Hamars frestađ

Bikarmeistararnir okkar fá aðeins lengri hvíld eftir leikinn á laugardaginn þar sem leik Grindavíkur og Hamars sem fara átti fram í Röstinni í kvöld hefur verið frestað vegna veðurs. Nýr leiktími verður auglýstur síðar.

>> MEIRA
Systurnar Petrúnella og Hrund slógu eign sinni á Laugardalshöllina um helgina

Systurnar Petrúnella og Hrund slógu eign sinni á Laugardalshöllina um helgina

Systurnar Petrúnella og Hrund Skúladætur voru í aðalhlutverkum í bikarsigrum helgarinnar, en þær voru báðar valdar Lykilmenn úrslitaleikjanna í Powerade bikarnum annars vegar og í 9. flokki hins vegar. Petrúnella átti fantagóðan leik á báðum endum vallarins sem hún kórónaði með vörðu skoti í lokin sem slökkti endanlega í Keflvíkingum. Hrund lék á alls oddi sóknarlega og setti 6 þrista í 11 tilraunum og þar á meðal þristinn sem tryggði framlenginguna.

>> MEIRA