Ungmennafélag Grindavíkur

Stórleikur á Grindavíkurvelli í kvöld, toppliđ Víkings í heimsókn

Það verður sannkallaður stórleikur á Grindavíkurvelli í kvöld og í raun hálfgerður úrslitaleikur fyrir Grindvíkinga. Topplið 1. deildar karla í knattspyrnu, Víkingur frá Ólafsvík, kemur í heimsókn en með sigri í kvöld verða Grindvíkingar aðeins 4 stigum frá úrvalsdeildarsæti. Það má í raun segja að allt sumarið sé undir í þessum leik.

>> MEIRA
Stórleikur á Grindavíkurvelli í kvöld, toppliđ Víkings í heimsókn
Uppskeruhátíđ yngri flokka knattspyrnudeildar

Uppskeruhátíđ yngri flokka knattspyrnudeildar

Uppskeruhátíð 8., 7., 6., og 5. flokks karla og kvenna í knattspyrnu verður haldin laugardaginn 5. september frá kl. 14:00 - 15:00 í Hópinu.

>> MEIRA
Umspilsleikur á Grindavíkurvelli í dag

Umspilsleikur á Grindavíkurvelli í dag

Nú er sumarið að klárast hjá yngri flokkunum og komið að úrslitakeppnum flokkanna. Fjórði flokkur kvenna þarf að leika auka leik um sæti í úrslitakeppni A-liða við Fylki og fer leikurinn fram í dag, mánudaginn 31. ágúst og hefst klukkan 17:00 á Grindavíkurvelli.
Hvetjum við ykkur til að mæta og hvetja stelpurnar.

>> MEIRA
Jafntefli gegn Augnabliki í Fífunni

Jafntefli gegn Augnabliki í Fífunni

Grindavíkurkonur hófu leik í úrslitakeppni 1. deildar kvenna á laugardaginn þegar þær heimsóttu lið Augnabliks í Fífuna í Kópavogi. Leikurinn var nokkuð fjörugur og fjögur mörk litu dagsins ljós, tvö frá hvoru liði. Seinni leikurinn fer fram hér í Grindavík á miðvikudaginn kl. 17:30 og hvetjum við bæjarbúa til að fjölmenna á völlinn og hvetja okkar konur til sigurs.

>> MEIRA