UngmennafÚlag GrindavÝkur

11 grindvÝskir sigrar Ý r÷­

Grindvíkingar unnu góðan sigur á Stjörnunni í gær í Dominosdeild karla og hafa grindvísku liðin nú unnið samanlagt 11 leiki í röð í deildum og bikar. Umtalsverð batamerki hafa sést á leik liðsins í síðustu leikjum. Að endurheimta Jón Axel hefur reynst Grindvíkingum happadrjúgt og þá er Jóhann Árni að finna sitt gamla form á ný en hann virkaði ferskur í leiknum í gær og setti 15 stig.

>> MEIRA
11 grindvÝskir sigrar Ý r÷­
Sjßlfbo­ali­ar ß knattspyrnunßmskei­

Sjßlfbo­ali­ar ß knattspyrnunßmskei­

Óskað er eftir sjálfboðaliðum, foreldrum og forráðamönnum.

Vegna mikillar eftirspurnar á knattspyrnunámskeiðið sem haldið verður 30.janúar-01.febrúar vantar sjálfboðaliða til að standa vaktir á námskeiðinu. Vaktirnar eru af ýmsu tagi t.d aðstoð í mötuneyti, gæslu í sundlaug/íþróttahúsi og fylgd milli staða.

Ef þið sjáið ykkur fært um að aðstoða þá látið Ægi vita aegir@umfg.is eða hafið samband við knattspyrnudeild í síma 426-8605

 

>> MEIRA
Afrekssamningur 3.flokks UMFG

Afrekssamningur 3.flokks UMFG

Á Þriðjudaginn 20.janúar 2015 komu saman á sal skólans drengir og stúlkur í 3.flokk knattspyrnudeildar UMFG til þess  að skrifa undir afrekssamning við deildina.
Afrekssamningur þessi felur í sér að krökkunum er kennt þau grunngildi sem koma til með að hjálpa þeim í lífinu.
Leikmönnum verður boðið upp á aukaæfingar, fræðslu, hvatningu og annað sem hjálpar þeim að bæta sig í framtíðinni.
Á móti skuldbinda krakkarnir sig til þess að tileinka sér gott líferni og að neyta ekki áfengis, tópaks og annara vímuefna.

Samningarnir voru undirritaðir við hátíðlega athöfn og voru það foreldar/forráðamenn barnanna og svo iðkendur sem skrifuðu undir og fyrir hönd knattspyrnudeildarinnar voru þeir Jónas Þórhallsson formaður og Grétar Valur Schmidt formaður unglingaráðs sem skrifuðu undir samningana.
Þjálfarar drengjanna er Óli Stefán Floventsson og þjálfari stúlknanna er Ægir Viktorsson.

>> MEIRA
Haukar lag­ir Ý anna­ sinn, n˙ Ý deildinni

Haukar lag­ir Ý anna­ sinn, n˙ Ý deildinni

Grindavíkurstúlkur heimsóttu Hauka í Dominosdeild kvenna í gærkvöldi og sóttu góðan sigur á Ásvellina. Sigrarnir hafa því hlaðist upp hver á fætur öðrum í deildinni og eru Haukar og Grindavík nú bæði með 22 stig í 3. og 4. sæti. Karfan.is fjallaði um leikinn:

>> MEIRA
Yfirlřsing frß form÷nnum knattspyrnu- og k÷rfuknattleiksdeildar

Yfirlřsing frß form÷nnum knattspyrnu- og k÷rfuknattleiksdeildar

Að gefnu tilefni viljum við formenn knattspyrnu og körfuknattleiksdeildar leiðrétta þann misskilning sem virðist vera í gangi um að selt verði sér inná ballið á þorrablótinu. En það er alveg skýrt af okkar hálfu og það verður ekki gert. Ástæðan er einfaldlega sú að við hugsum ballið eingöngu fyrir matargesti. En við viljum líka hvetja fólk til þess hjálpa okkur að gera þetta blót okkar Grindvíkinga enn stærra.

>> MEIRA