Ungmennafélag Grindavíkur

Stórt tap á Hlíđarenda

Grindavíkurkonur heimsóttu Val á Hlíðarenda í gær í leik sem leit út fyrir að ætla að verða spennandi í byrjun en enda með stórum sigri Valskvenna. Eftir fyrsta leikhlutann var staðan 15-15 en eftir það settu Valskonur í lás og kafsigldu Grindavík algjörlega. Lokatölur 103-63 og 40 stiga tap staðreynd.

>> MEIRA
Stórt tap á Hlíđarenda
Sundmaraţon nćstu helgi

Sundmaraţon nćstu helgi

Sunddeild UMFG hefur ákveðið að halda sundmaraþon næstkomandi helgi, eða dagana 28. - 30. október, og mun það hefjast kl 14:00 næsta föstudag og enda á sunnudaginn kl 14:00. Það er öllum velkomið að koma við og sýna stuðning og fá sér jafnvel kaffi og hvetja krakkana um helgina. Að þessu sinni verður áheitum safnað til styrkja Jóhannes Hilmar Gíslason sem glímir við sjaldgæfan hrörnunarsjúkdóm.

>> MEIRA
Óli Stefán og Jankó áfram međ Grindavík

Óli Stefán og Jankó áfram međ Grindavík

Þær fréttir bárust í gær frá knattspyrnudeild UMFG að þeir Óli Stefán Flóventsson og Milan Stefán Jankovic muni halda áfram sem þjálfarar Grindavíkur og þjálfa liðið saman í Pepsi-deildinni að ári. Þeir félagar stýrðu liðinu upp úr Inkasso-deildinni í sumar og var eftir því tekið hvað liðið spilaði skemmtilegan bolta en Grindavík skoraði liða mest í deildinni í sumar, 50 mörk í 22 leikjum. 

>> MEIRA
Viđtal viđ Jón Axel í Morgunblađinu í dag

Viđtal viđ Jón Axel í Morgunblađinu í dag

Í Morgunblaðinu í dag er nokkuð ítarlegt viðtal við körfuknattleiksmanninn unga, Jón Axel Guðmundsson, en hann hélt í víking í haust til Bandaríkjanna þar sem hann mun leika körfubolta með Davidson-skólanum. Skólinn er einn af sterkustu skólunum í háskólaboltanum vestra og ljóst að spennandi tímar eru framundan hjá Jóni. Jón er spenntur fyrir vetrinum og þeirri áskorun að spila fyrir einn af bestu skólunum en NBA stjarnan Stephen Curry lék með skólanum á sínum tíma.

>> MEIRA
KR tók Grindavík í kennslustund

KR tók Grindavík í kennslustund

Eftir að hafa byrjað tímabilið á fljúgandi siglingu þá brotlentu Grindvíkingar harkalega í DHL-höllinni í gær. Íslandsmeistarar KR völtuðu hreinlega yfir okkar menn sem sáu aldrei til sólar en lokatölur urðu 87-62. 

>> MEIRA