Ungmennafélag Grindavíkur

Grindavík á toppnum í 1. deild kvenna, viđtal viđ fyrirliđann í Víkurfréttum

Árangur Grindavíkurkvenna í fótboltanum í sumar hefur vakið athygli út fyrir bæjarmörkin enda liðið enn taplaust á toppi síns riðils með 20 stig af 24 mögulegum. Næsti leikur liðsins er útileikur gegn Fram á morgun, þriðjudag, kl. 20:00. Víkurfréttir fjölluðu um liðið í síðasta tölublaði og tóku fyrirliðann, Bentínu Frímannsdóttur, tali.

>> MEIRA
Grindavík á toppnum í 1. deild kvenna, viđtal viđ fyrirliđann í Víkurfréttum
Sigurvegarar Costa Blanca Cup heiđrađir

Sigurvegarar Costa Blanca Cup heiđrađir

Í hálfleik í leik Grindavíkur og Hauka í gær voru leikmenn 3. flokks kvenna heiðraðir en þessi glæsilegi hópur fór með sigur af hólmi á Costa Blanca mótinu á Spáni á dögunum. Það voru þeir Róbert Ragnarson bæjarstjóri og Grétar Valur Schmidt formaður ungmennaráðs sem færðu stelpunum þakklætisvott frá UMFG og bæjarbúum. Við óskum þessum efnilegu stúlkum til hamingju með árangurinn. Það er björt framtíð í grindvískum fótbolta.

>> MEIRA
Glötuđ stig á Grindavíkurvelli í gćr

Glötuđ stig á Grindavíkurvelli í gćr

Grindvíkingar tóku á móti Haukum á Grindavíkurvelli í gær í leik sem þróaðist heldur dapurlega fyrir heimamenn. Eftir góða byrjun þar sem Alex og Jósef komu okkar mönnum 2-0 yfir fór að fjara hægt og rólega undan leik okkar manna. Tomislav Misura fékk fínt færi til að breyta stöðunni í 3-0 en brenndi af og þriðja markið í leiknum var Hauka. Staðan 2-1 í hálfleik og eftir góða byrjun á leiknum virtust Grindvíkingar ekki líklegir til að bæta við mörkum meðan Haukar voru að spila vel sín á milli.

>> MEIRA
Mikilvćgur leikur á Grindavíkurvelli í kvöld - Haukar koma í heimsókn

Mikilvćgur leikur á Grindavíkurvelli í kvöld - Haukar koma í heimsókn

Í kvöld fer fram afar mikilvægur leikur á Grindavíkurvelli þar sem Grindavík mun taka á móti Haukum í 1. deild karla í knattspyrnu. Mikill stígandi hefur verið í leik Grindavíkurliðsins í undanförnum leikjum og stigin safnast hratt í sarpinn. Má segja að í kvöld sé komið að ögurstundu þar sem skorið verður úr um hvort að liðið muni blanda sér í toppbaráttuna fyrir lokasprettinn eða sitja eftir um miðju deild.

>> MEIRA
Tvö mörk beint úr hornspyrnu á móti sama liđinu

Tvö mörk beint úr hornspyrnu á móti sama liđinu

Eins og við greindum frá á mánudaginn þá skoraði Jósef Kristinn Jósefsson mark gegn Fjarðabyggð núna um helgina beint úr aukaspyrnu. Slík mörk eru ekki mjög algeng en á Fótbolta.net í gær var það rifjað upp að þetta er í annað skiptið í ár sem Jósef skorar slíkt mark og það gegn sama liði!

>> MEIRA