Ungmennafélag Grindavíkur

Siggi Ţorsteins í viđtali í Morgunblađinu

Karlalið Grindavíkur tekur á móti Þór úr Þorlákshöfn í Dominosdeild karla í kvöld. Gengi liðsins framan af móti hefur verið upp og ofan, enda enn verið að slípa til ný leikkerfi og áherslur eftir skyndilegt brotthvarf Sigurðar Þorsteinssonar nokkrum dögum fyrir móti. Í Morgunblaðinu birtist á dögunum viðtal við Sigurð, sem nú leikur með Solna Vikings í sænsku úrvalsdeildinni.

>> MEIRA
Siggi Ţorsteins í viđtali í Morgunblađinu
Tap hjá stelpunum gegn Snćfelli

Tap hjá stelpunum gegn Snćfelli

Grindavík tók á móti Snæfelli í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í gærkvöldi. Fyrir leikinn bárust slæmar fréttir af leikmönnum okkar stúlkna, en þá kom í ljós að María Ben var ekki með liðinu vegna vinnu og Rachel Tecca hafði meiðst á æfingu og tvísýnt með hennar þátttöku í leiknum. Þær stöllur hafa verið stigahæstu leikmenn liðsins í upphafi tímabils og ljóst að þeirra skarð yrði vandfyllt.

>> MEIRA
Páll Axel međ ţúsundasta ţristinn

Páll Axel međ ţúsundasta ţristinn

Grindvíkingurinn Páll Axel Vilbergsson varð á dögunum fyrsti leikmaðurinn í sögu íslensku úrvalsdeildarinnar í körfubolta til að skora yfir 1.000 þriggja stiga körfur á ferlinum. Páll Axel, sem er 36 ára, leikur í dag með Skallagrími í Borgarnesi en bróðurpartinn af þessum körfum skoraði Palli í Grindavíkurbúning.

>> MEIRA
Flott námskeiđ hjá Ólínu og Eddu

Flott námskeiđ hjá Ólínu og Eddu

Síðastliðinn laugardag héldu þær Ólína Viðarsdóttir og Edda Garðarsdóttir námskeið fyrir 3. og 4. flokk kvenna hér í Grindavík. Námskeiðið var vel sótt og mættu 27 stelpur. Stelpurnar tóku allar virkan þátt í námskeiðinu og stóðu sig með prýði en landsliðskonurnar fyrrverandi töluðu um að framtíðin í kvennaboltanum í Grindavík væri björt.

>> MEIRA
Góđur árangur Grindvíkinga á júdómóti í Bretlandi - Gunnar međ gull

Góđur árangur Grindvíkinga á júdómóti í Bretlandi - Gunnar međ gull

Fyrr í mánuðinum sögðum við frá því að nokkrir fílelfdir grindvískir júdókappar væru á leið í víking til Bretlandseyja . Mótið fór fram núna um helgina og skemmst er frá því að segja að okkar menn stóðu sig allir með prýði, þó enginn betur en Gunnar Jóhannsson sem vann gull í sínum flokki.

>> MEIRA