Ungmennafélag Grindavíkur

Úrslit úr töltmóti Brimfaxa

Töltmót Brimfaxa fór fram síðastliðinn föstudag í nýrri og glæsilegri reiðhöll félagsins. 32 keppendur voru mættir til leiks en alls var keppt í 6 flokkum. Ljósmyndari heimasíðunnar var á staðnum og smellti af nokkrum myndum en þær má sjá á Facebook-síðu bæjarins.

>> MEIRA
Úrslit úr töltmóti Brimfaxa
5 mörk og toppsćtiđ

5 mörk og toppsćtiđ

Grindvíkingar tóku Leiknismenn frá Fáskrúðsfirði í kennslustund á Grindavíkurvelli á laugardaginn en 5 mörk litu dagsins ljós áður en leikurinn var allur. Grindavíkur hefur því unnið 3 fyrstu leiki sumarsins og situr í toppsæti deildarinnar með fullt hús stiga. Vonandi gefur þetta góða start vísbendingu um það sem koma skal í sumar.

>> MEIRA
GG opnuđu leiktímabiliđ međ sigri

GG opnuđu leiktímabiliđ međ sigri

Upprisa knattspyrnuliðsins GG fer vel af stað en liðið lék sinn fyrsta deildarleik í gær, gegn KB hér á Grindavíkurvelli. Skemmst er frá því að segja að GG unnu góðan sigur, 4-1, en báðir þjálfarar liðsins voru á meðal markaskorara. Í liði GG eru margir reynsluboltar úr fótboltanum, en þó enginn reynslumeiri en Gunnar Ingi Valgeirsson, sem lék sinn 395. deildarleik í gær. Það er því ljóst að met Mark Duffield er í hættu, en Mark lék alls 400 deildarleiki á sínum ferli.

>> MEIRA
Grindvíkingar komnir međ markvörđ og einn sóknarmann til

Grindvíkingar komnir međ markvörđ og einn sóknarmann til

Grindvíkingar hafa verið með allar klær úti á leikmannamarkaðnum síðustu daga. Eins og við greindum frá á dögunum var markvörðurinn Anton Ari kallaður til baka úr láni af Valsmönnum en hinn ungi og efnilegi Hlynur Örn Hlöðversson er kominn til liðsins í láni frá Blikum til að leysa hann af hólmi. Þá er sóknarmaðurinn Andri Rúnar Bjarnason einnig kominn til Grindavíkur en hann kemur á lánssamningi frá Víkingi R.

>> MEIRA
Gróttukonur straujađar í opnunarleiknum

Gróttukonur straujađar í opnunarleiknum

Grindavíkurkonur fengu heldur betur fljúgandi start í B-riðli 1. deildar kvenna  þegar þær tóku lið Gróttu í létta kennslustund á Grindavíkurvelli í gær. Leikurinn fór rólega af stað og bæði lið gerðu sig líkleg til að skora en Grindvíkingar voru fyrri til að brjóta ísinn þegar Sashana Pete Campbell skoraði á 28. mínútu. Brustu þá allar flóðgáttir við mark Gróttu og Grindavík skoraði 8 mörk í viðbót áður en flautað var til leiksloka. 

>> MEIRA