Ungmennafélag Grindavíkur

Sjö ungar og efnilegar skrifuđu undir samninga um helgina

Sjö ungir og efnilegir leikmenn undirrituðu samninga við meistaraflokk kvenna í knattspyrnu í Grindavík um helgina. Allar eru stelpurnar uppaldar hjá Grindavík og bíður þeirra mikil áskorun í sumar þar sem liðið leikur á ný í efstu deild eftir langt hlé.

>> MEIRA
Sjö ungar og efnilegar skrifuđu undir samninga um helgina
Grindavík setti ţristamet í Ljónagryfjunni

Grindavík setti ţristamet í Ljónagryfjunni

Grindavíkurkonur lyftu sér upp af botni Domino's deildar kvenna um helgina með öruggum og góðum sigri á Njarðvík á útivelli, 59-85. Grindavík setti 16 þrista í leiknum sem er það mesta sem skorað hefur verið í einum leik í deildinni í vetur. Þá héldur þær ofurkonunni Carmen Tyson-Thomas algjörlega í skefjum, en hún setti aðeins 19 stig í stað þeirra tæplega 40 sem hún hefur verið að skora að meðaltali í vetur.

>> MEIRA
Allir leikmenn 9. og 10. flokks kvenna valdir í landsliđsćfingahóp

Allir leikmenn 9. og 10. flokks kvenna valdir í landsliđsćfingahóp

Í gær tilkynntu landsliðsþjálfarar KKÍ hjá U15, U16 og U18 ára liðunum hvaða leikmenn eiga að mæta til æfinga milli jóla og nýárs fyrir komandi landsliðsverkefni. Alls eru 177 leikmenn boðaðir frá 19 félögum KKÍ að þessu sinni, þar af 17 frá Grindavík. Er skemmst frá því að segja að allir leikmenn 9. og 10. flokks kvenna voru boðaðir á þessar landsliðsæfingar.

Endanlegt val á landsliðum Íslands verður svo þann 28. febrúar þegar 12 manna lið í hverjum flokki fyrir sumarið verða tilkynnt.

>> MEIRA
Feigđarför í Ásgarđ

Feigđarför í Ásgarđ

Eftir taplausan nóvember í Domino's deildinni var strákunum kippt aftur niður á jörðina í Ásgarði í gær þegar þeir töpuðu fyrir Stjörnunni, 75-64. Það má sannarlega kalla þetta varnarsigur hjá Stjörnumönnum en Grindavík átti í stökustu vandræðum með að koma stigum á töfluna í gær og skotnýtingin var afleit, 19% fyrir utan og 27% heilt yfir. 

>> MEIRA
Tap gegn Skallagrími í jöfnum leik

Tap gegn Skallagrími í jöfnum leik

Grindavík mistókst að koma sér aftur á beinu brautina í Domino's deild kvenna í gærkvöldi þegar Skallagrímur kom í heimsókn. Leikurinn var jafn og spennandi framan af en í stöðunni 58-58 þegar 5 mínútur voru til leiksloka fjaraði undan sóknarleik Grindavíkurkvenna og Skallagrímur vann leikinn að lokum, 61-72.

>> MEIRA