Nýtt stuđningsmannalag - Vígiđ

 • Íţróttafréttir
 • 22. janúar 2018

Vígið er nýjasta stuðningslag Grindavík en það kemur úr smiðju Sigurbjörns Daða Dagbjartssonar. Sibbi fékk margar af stærstu kanónum íslensku tónlistarsenunnar með sér í lið en það er Voice stjarnan Ellert Jóhannsson sem syngur. Myndbandið við lagið er ekki síðra en lagið sjálf, en það var Egill Birgisson sem safnaði saman mögnuðum klippum úr grindvískri íþróttasögu og klippti saman í þetta skemmtilega myndband.

Myndbandið við lagið má sjá með því að smella hér

Umfjöllun um lagið af Facebook-síðu Sigurbjörns:

Ótrúlega þakklátur fyrir að geta gert þetta og fá þetta frábæra fólk til að vinna með mér að þessu.
Þetta barst í tal á milli okkar Gauta bró fyrir ca 2 árum og man ég eftir mér úti á ballarhafi í snapi (á vakt en ekkert að gera), tók gítarinn fram og kom upp með þessa lagahugmynd. Textinn fæddist tiltölulega fljótt en svo leið og beið.... Upprunanlega átti þetta að vera lag fyrir körfuna og hét lagið fyrst "Röstin er vígið". Húsið heitir ekki lengur Röstin og samstarf við fótboltann orðið miklu meira og betra og þar sem ekkert í textanum vísaði beint í körfubolta, þá var lítið mál að láta lagið ganga fyrir báðar greinar og fékk ég aðstoð frá Nökkva Má Jónssyni vini mínum en hann á fyrstu línuna í viðlaginu.

Ákvörðun tekin sl. haust að láta slag standa og er ég stjórn kkd. Umfg þakklátur fyrir það en karfan borgar brúsann. Ég vildi ekki gera þetta nema ég fengi einhvern góðan til að útsetja með mér og taka upp. Vignir Snær Vigfússon úr Írafár varð fyrir valinu og get ég varla hrósað manninum meira! Þvílíkur öðlingur fyrir utan hvað hann er fær í sínu fagi, ekki síst sem gítarleikari en hann spilar ryðmagítarinn.

Annan gítarsnilling fékk ég í sólókaflana, Tommi Gunn Grindvíkingur en eins og margir vita þá er þar undrabarn á ferð! Tommi hefur einbeitt sér meira að dagvinnunni undanfarin ca 20 ár og væri gaman að vita hvar hann væri staddur í gítarheiminum ef hann hefði bara einbeitt sér að honum!

Einhvern tíma hefði ég sjálfur ætlað mér sönginn en batnandi mönnum er best að lifa :) Eins og Egill Ólafsson Stuðmaður orðaði það forðum eftir að ég fékk að syngja "Fljúgðu" með Stuðmönnum í Festi; "þarna er efni í góðan karaokee-söngvara" hehehehe. Ellert H Johannsson er frábær rokksöngvari og sýnir það svo sannarlega hér. Þar sem ég er höfundur lagsins þá náði ég að troða mér í bakraddirnar :)

Ég hef áður haft orð á því hversu frábært það er fyrir mig að geta fengið meðlimi minnar fyrstu uppáhalds hljómsveitar til að mynda ryðmadúettinn en þeir félagar Ingólfur Sigurðsson og Jakob Smári Magnússon úr Síðan skein sól sjá um trommur og bassa. Snillingar!! Eins og ég minntist á þegar upptökur hófust á afmælisdaginn minn, 8.des: gæti Biff Henderstick frá USA hringt í Peter Chriss og Gene Simmons úr Kiss í sömu erindagjörðum?? ;)

Þórir Úlfarsson sér um hljómborð og píanó og þar fer greinilega mikill fagmaður líka!

Addi 800 sá um mix og masteringu.

Að sjálfsögðu var leitað til Egill Birgisson varðandi myndbandið og á eitthvað eftir að eiga við það svo þetta er ekki endanleg útgáfa.

Vígið

Leikdagur er fagur runninn upp
Flöggum flaggað, spennan magnast, ei fer burt
Fagurgul við hópumst stúkun´ í
Strengir stilltir, raddbönd þanin, áfram Grindavík

Inn á völlinn gulur mætir her
Með blik í auga, blóð á tönnum, beittur er
Skjálfti á beinum, smár á taugum fer
Mótherjinn er vonlítill og enga glufu sér

Heimavöllinn verjum hér er sigurkrafan rík
Gul og glöð við görgum, öskrum ÁFRAM GRINDAVÍK
Sameinuð við verjumst, berjumst, sigrum þennan leik
Andstæðinginn hræðumst ekki erum hvergi smeyk

Við ávalt munum stefna toppinn á
Þar við eigum heima, ýtum öðrum frá
Titilinn við bjóðum velkominn
Í gulri paradís er heimavöllurinn

Heimavöllinn verjum hér er sigurkrafan rík........

 

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Íţróttafréttir / 18. júní 2018

Skrifađ undir samninga viđ tíu leikmenn

Íţróttafréttir / 14. júní 2018

Rútuferđ Stinningskalda í Grafarvoginn í kvöld

Íţróttafréttir / 6. júní 2018

Sumarćfingar í körfu - Ćfingatafla

Íţróttafréttir / 4. júní 2018

Grindavík tekur á móti Fylki í kvöld

Íţróttafréttir / 4. júní 2018

Dósasöfnun 3. flokks drengja í dag

Íţróttafréttir / 31. maí 2018

Hjólareiđanámskeiđ UMFG hefst í dag

Íţróttafréttir / 31. maí 2018

Grindavík úr leik í Mjólkurbikar karla

Íţróttafréttir / 30. maí 2018

Saltfiskveisla og hamborgarar fyrir leik í kvöld

Íţróttafréttir / 22. maí 2018

Lokahóf yngri flokka á morgun, miđvikudag

Íţróttafréttir / 16. maí 2018

Stelpurnar bíđa enn eftir stigunum

Knattspyrna / 15. maí 2018

Sito í Grindavík

Íţróttafréttir / 15. maí 2018

Grindavík Íslandsmeistarar í 10. fl. kvenna

Íţróttafréttir / 14. maí 2018

Grindavík og KR skildu jöfn á Grindavíkurvelli

Íţróttafréttir / 8. maí 2018

Leik Grindavíkur og KR flýtt, leikiđ á laugardag

Íţróttafréttir / 8. maí 2018

Grindavík vann grannaslaginn viđ Keflavík

Íţróttafréttir / 7. maí 2018

Grindavík Íslandsmeistarar í 9. flokki

Nýjustu fréttir

Grindin býđur á völlinn annađ kvöld

 • Íţróttafréttir
 • 18. júní 2018

Blikar tóku öll stigin í rigningunni í Grindavík

 • Íţróttafréttir
 • 11. júní 2018

Stelpurnar fyrstar í 8-liđa úrslit bikarsins

 • Íţróttafréttir
 • 4. júní 2018

Knattspyrnuskóli UMFG 2018

 • Íţróttafréttir
 • 4. júní 2018

Grindavík og Selfoss skildu jöfn í gćr

 • Íţróttafréttir
 • 30. maí 2018

Ólöf Helga tekur viđ Íslandsmeisturum Hauka

 • Íţróttafréttir
 • 28. maí 2018