Við leitum að barngóðum einstaklingi í þjálfarateymi okkar. Gerum kröfu um sjálfstæð vinnubrögð og reynslu af fimleikum. Um hlutastarf er að ræða og er vinnutími hluti úr degi 3-4 daga vikunnar. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir skal senda á fimleikarumfg@gmail.com
Forsölu á bikarleikinn lýkur í dag kl. 13:00
Nú fer hver bókstaflega að verða síðastur að tryggja sér miða á bikarleikinn í kvöld í forsölu. Enn eru til nokkrir miðar hér í Grindavík og verður forsala á þeim til kl. 13:00. Hægt er að næla sér í miða niðri í Olís, hjá honum Gauta sem er alltaf svo vinalegur við veginn, eða heima hjá Ásu að Glæsilvöllum 9. …
Aðalfundur knattspyrnudeildar UMFG
Aðalfundur knattspyrnudeildar UMFG verður haldinn fimmtudaginn 23. febrúar 2017. Kl: 20:00 í félagsheimili knattspyrnudeildar að Austurvegi 3 (Gulahúsinu) Dagskrá : Venjuleg aðalfundarstörf. Iðkendur, foreldrar, velunnarar og aðrir áhugamenn um knattspyrnu eru hvattir til að mæta. Stjórn knattspyrnudeildar UMFG.
Carolina Ana Trindade Coruche Mendes til liðs við Grindavík
Meistaraflokkar kvenna heldur áfram að styrkja sig fyrir komandi sumar í Pepsi-deildinni. Carolina Ana Trindade Coruche Mendes er mætt til Grindavíkur en Carolina er landsliðskona frá Portúgal og hefur spilað 35 landsleiki og skorað í þeim 8 mörk. Hún er miðjumaður/framherji og spilaði síðast með Djurgården í Svíþjóð, en þar áður í Rússlandi og á Ítalíu. Carolina spilaði sinn fyrst leik fyrir …
Miðasala á bikarleikinn í íþróttahúsinu frá 18:00-21:00
Forsala miða á undanúrslitaleikinn í Maltbikarnum annað kvöld er nú í fullum gangi. UMFG heldur eftir öllum hagnaði af miðum sem seldir verða hér í heimabyggð og því mikilvægt fyrir deildina að selja sem mest. Stjórnin stefnir að sjálfsögðu að því að klára miðana sem við fengum og verður miðasala í íþróttahúsinu í kvöld frá 18:00 til 21:00. Áfram Grindavík!
Dagur Kár helsáttur í Grindavík
Dagur Kár Jónsson, leikmaður Grindavíkur í körfuboltanum, er í viðtali við Morgunblaðið í dag. Hann segir að hann sé afar sáttur í Grindavík og það hafi verið hárrétt ákvörðun fyrir hann að koma hingað, en Dagur er uppalinn í Stjörnunni. Af mbl.is: Hárrétt ákvörðun að fara til Grindavíkur „Ég kann afar vel við mig hjá Grindavíkurliðinu. Allir hafa tekið mér …
Knattspyrnunámskeið helgina 17. – 19. febrúar
Með stolti kynnum við til sögunnar knattspyrnuskóla knattspyrnudeildar UMFG og Jóa útherja 2017 fyrir 5.- 3. flokk stráka og stelpna. Mikil áhersla er lögð á að einstaklingurinn fái að njóta sín í knattspyrnuskólanum. Unnið er í litlum hópum og er markmiðið að hver og einn fá góða innsýn í æfingaheim þeirra sem hafa atvinnu af því að stunda knattspyrnu. Skólinn …
Páll Axel Vilbergsson tekur við kvennaliðinu
Þjálfaraskipti hafa orðið í annað sinn á þessu tímabili hjá meistaraflokki kvenna í körfuboltanum en um helgina var tilkynnt að Páll Axel Vilbergsson hefði tekið við þjálfun liðsins. Fráfarandi þjálfari, Bjarni Magnússon, hefur verið frá vegna veikinda síðan um jól og alls óvíst hvenær hann getur komið til starfa á ný. Palla til aðstoðar verður einn af reyndari leikmönnum liðsins, …
Bikarvikan hafin – verslum miða í heimabyggð!
Enn eitt árið er Grindavík komið í Höllina. Framundan er bikarhelgi, sem hefst strax á fimmtudaginn með undanúrslitaleikjum og svo er stóri dagurinn á laugardaginn. Við Grindvíkingar ætlum okkur að sjálfsögðu alla leið og til þess að það takist þurfum við að styðja okkar menn til sigurs. Stjórnin ætlar sér að selja alla miða sem við höfum fengið í okkar …
Öruggur sigur á ÍR í gær
Grindvíkingar tóku á móti vængbrotnum ÍR-ingum í Mustad höllinni í gær. Sumir áttu sennilega von á því að mótlætið myndi þjappa gestunum saman en þeir náðu sér aldrei almennilega á strik og þá hittu okkar menn afar vel fyrir utan og sigurinn í raun aldrei í hættu, lokatölur 94-79. Stjörnulið karfan.is var á staðnum í gærkvöldi: Andstæðingur Grindvíkinga í kvöld …