Aðalfundur Íþróttabandalags Suðurnesja verður haldinn fimmtudaginn 23. febrúar í Gjánni í íþróttamiðstöðinni í Grindavík kl 20:00 Dagskrá: 1. Setning fundar.2. Kosning fundarstjóra og ritara.3. Skýrsla stjórnar.4. Lagðir fram reikningar til samþykktar5. Kosning formanns ÍS6. Kosið í stjórn ÍS7. Formenn félaga fara yfir starfið hjá sínum félögum8. Önnur mál. Stjórnin.
Tveir nýir leikmenn til Grindavíkur – sambabolti í sumar?
Það bætist hratt í hópinn hjá stelpunum fyrir komandi sumar í Pepsi-deild kvenna en í gær tilkynnti knattspyrnudeildin að gengið hefði verið frá samningum við þær Thaisa de Moraes Rosa Moreno og Rilany Aguiar da Silva en þær stöllur reynslumiklir leikmenn og eru báðar ættaðar frá Brasilíu. Þær vinkonur hafa meðal annars spilað með Tyresjö FF í Svíþjóð árið 2014 …
Grindavík bikarmeistari í 9. flokki stúlkna
Grindavík landaði bikarmeistaratitli núna fyrr í kvöld þegar stelpurnar í 9. flokki lögðu nágranna sína úr Keflavík í hörkuspennandi leik, 36-33. Leikurinn var hnífjafn allan tímann og hvorugt liðið náði að byggja upp mikla forystu. Í upphafi 4. leiklhluta náði Grindavík 3 stiga forystu og þar við sat. Bikarinn í höfn og sætur sigur á nágrönnum okkar úr Keflavík staðreynd. …
Bikardraumurinn úti þetta árið
Bikardraumurinn er úti þetta árið eftir tap gegn Þórsurum í Laugardalshöllinni í gær. Slakur varnarleikur og enn slakari þriðji leikhluti gerði það að verkum að Grindavík var að elta allan leikinn þangað til í blálokin. Grindvíkingar girtu í brók undir lokin og áttu gott áhlaup og jafnaði Lewis Clinch leikinn með tveimur stórum þristum í röð, staðan 98-98. Það reyndust …
Fimleikadeild UMFG auglýsir eftir þjálfara
Við leitum að barngóðum einstaklingi í þjálfarateymi okkar. Gerum kröfu um sjálfstæð vinnubrögð og reynslu af fimleikum. Um hlutastarf er að ræða og er vinnutími hluti úr degi 3-4 daga vikunnar. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir skal senda á fimleikarumfg@gmail.com
Forsölu á bikarleikinn lýkur í dag kl. 13:00
Nú fer hver bókstaflega að verða síðastur að tryggja sér miða á bikarleikinn í kvöld í forsölu. Enn eru til nokkrir miðar hér í Grindavík og verður forsala á þeim til kl. 13:00. Hægt er að næla sér í miða niðri í Olís, hjá honum Gauta sem er alltaf svo vinalegur við veginn, eða heima hjá Ásu að Glæsilvöllum 9. …
Aðalfundur knattspyrnudeildar UMFG
Aðalfundur knattspyrnudeildar UMFG verður haldinn fimmtudaginn 23. febrúar 2017. Kl: 20:00 í félagsheimili knattspyrnudeildar að Austurvegi 3 (Gulahúsinu) Dagskrá : Venjuleg aðalfundarstörf. Iðkendur, foreldrar, velunnarar og aðrir áhugamenn um knattspyrnu eru hvattir til að mæta. Stjórn knattspyrnudeildar UMFG.
Carolina Ana Trindade Coruche Mendes til liðs við Grindavík
Meistaraflokkar kvenna heldur áfram að styrkja sig fyrir komandi sumar í Pepsi-deildinni. Carolina Ana Trindade Coruche Mendes er mætt til Grindavíkur en Carolina er landsliðskona frá Portúgal og hefur spilað 35 landsleiki og skorað í þeim 8 mörk. Hún er miðjumaður/framherji og spilaði síðast með Djurgården í Svíþjóð, en þar áður í Rússlandi og á Ítalíu. Carolina spilaði sinn fyrst leik fyrir …
Miðasala á bikarleikinn í íþróttahúsinu frá 18:00-21:00
Forsala miða á undanúrslitaleikinn í Maltbikarnum annað kvöld er nú í fullum gangi. UMFG heldur eftir öllum hagnaði af miðum sem seldir verða hér í heimabyggð og því mikilvægt fyrir deildina að selja sem mest. Stjórnin stefnir að sjálfsögðu að því að klára miðana sem við fengum og verður miðasala í íþróttahúsinu í kvöld frá 18:00 til 21:00. Áfram Grindavík!
Dagur Kár helsáttur í Grindavík
Dagur Kár Jónsson, leikmaður Grindavíkur í körfuboltanum, er í viðtali við Morgunblaðið í dag. Hann segir að hann sé afar sáttur í Grindavík og það hafi verið hárrétt ákvörðun fyrir hann að koma hingað, en Dagur er uppalinn í Stjörnunni. Af mbl.is: Hárrétt ákvörðun að fara til Grindavíkur „Ég kann afar vel við mig hjá Grindavíkurliðinu. Allir hafa tekið mér …