Aðalfundur deilda innan UMFG mánudaginn 20. mars

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Ungmannafélag Grindavíkur ákvað á stjórnarfundi sem að haldinn var 17. janúar 2017 að halda sameiginlegan aðalfund fyrir eftirtaldar deildir innan UMFG. Deildirnar eru Taekwondo, Judó, Fimleikadeild, Sunddeild og skotdeild. Fundurinn verður haldinn mánudaginn 20. mars 2017 kl 20:00 í Gjánni sal íþróttamiðstöðvarinnar.  Dagskrá fundarins er: 1. Skýrsla judódeildar og reikningar deildarinnar2. Skýrsla Taekwondo og reikningar deildarinnar 3. Skýrsla Fimleikadeildar og …

Stelpurnar aftur á sigurbraut!

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Eftir langa eyðimerkurgöngu lönduðu stelpurnar fyrsta sigri ársins í gær þegar þær lögðu granna okkar úr Njarðvík, 73-72. Angela Rodriguez var loksins komin í búning í gær eftir endalausar leikheimildarflækjur og munaði um minna fyrir Grindavík. Hún skoraði fyrstu körfu leiksins og kom okkar konum á bragðið, sem leiddu í hálfleik, 46-30. Gestirnir frá Njarðvík ákváðu þó að vakna í …

Lokaumferð Dominos deildar karla í kvöld, Skallagrímsmenn í heimsókn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Lokaumferð Domino’s deildar karla verður leikin í kvöld og geta Grindvíkingar tryggt sér 4. sætið og heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar með sigri á nýliðum Skallagríms í Mustad-höllinni. Nýliðarnir sitja í 11. sæti og eru þegar fallnir en vilja eflaust enda sína þátttöku í deildinni með látum og munu ekki láta sigurinn af hendi baráttulaust. Leikurinn hefst kl. 19:15 og …

Judo námskeið fyrir 3-5 ára börn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Judó

Nú eru að byrja aftur æfingar fyrir 3-5 ára börn í Judo og mun námskeiðið hefjast þann 22.mars kl 16:00 í Gjánni, sal íþróttamiðstöðvarinnar. Námskeiðið mun standa í 6 vikur og verður á miðvikudögum kl 16:00. Kosta þessir tveir mánuðir 8.000.- kr Skráningar fara fram í skráningakerfi UMFG   

Grindavík lagði Skallagrím og tryggði sér 4. sætið

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík tryggði sér í kvöld 4. sætið í Domino’s deild karla með nokkuð auðveldum sigri á Skallagrími. Gestirnir höfðu að engu að keppa en þeir voru þegar fallnir úr deildinni. Leikurinn varð því aldrei sérlega spennandi þrátt fyrir að vera nokkuð jafn á köflum. Grindvíkingar voru einfaldlega allan tímann skrefi framar og kláruðu leikinn örugglega, 101-89. Grindavík mætir Þór frá …

Dagur Kár sökkti Stólunum með flautuþristi

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar sóttu rándýran sigur norður á Sauðárkrók í gær þegar þeir lögðu lið Tindastóls í miklum spennuleik. Heimamenn jöfnuðu leikinn úr vítaskoti þegar 4 sekúndur voru til leiksloka, Grindavík tók ekki leikhlé, Dagur geystist upp völlinn og setti niður magnað þriggja stiga skot úr erfiðu færi, spjaldið ofan í! Hægt er að horfa á leikinn í heild sinni og sjá …

Mjúkir Grindvíkingar steinlágu gegn stinnum Stjörnumönnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík tapaði tveimur dýrmætum stigum í baráttunni um 4. sætið í Domion’s deild karla í gær þegar þeir töpuðu heima gegn Stjörnunni, lokatölur 77-96 í Mustad-höllinni. Karfan.is gerði leiknum ítarlega skil: Byrjunarlið Stjörnunnar með 89 stig í sigri á Grindavík Stjarnan sótti tvö stig í Mustad-höllina í kvöld með 77-96 útisigri á Grindavík. Heimamenn hótuðu í þriðja leikhluta að gera …

12 fulltrúar frá Grindavík í yngri landsliðum KKÍ í sumar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Þjálfarar og aðstoðarþjálfarar yngri landsliða KKÍ tilkynntu í gær um leikmannahópa þeirra liða sem taka þátt í landsliðsverkefnunum sumarið 2017. Alls eru 35 leikmenn frá Suðurnesjum og þar af 12 frá Grindavík. U15 liðin fara á Copenhagen Invitational mótið í Danmörku í júní. U16 og U18 liðin fara fyrst á NM í Finnlandi, einnig í júní, og svo fer hvert …