Íslandsmót unglinga verður haldið á Húsatóftavelli um helgina og leikið á 18 holum. Allir bestu ungu kylfingar landsins (14-21 árs) munu mæta til leiks í Grindavík. Völlurinn verður lokaður frá föstudagsmorgni og fram yfir hádegi á sunnudag. Við viljum minna á vinavellina í nágrenninu GS – GSG og GVS. Eins eru Akranes, Borgarnes og Selfoss á góðum kjörum fyrir félagsmenn …
Grindavík – ÍBV á sunnudaginn
Grindavík tekur á móti ÍBV á Grindavíkurvelli á sunnudaginn kl. 17:00. Eyjamenn mæta sjóðheitir til leiks eftir góðan sigur á KR í síðasta leik og verður því eflaust um hörkuleik að ræða. Stuðningsmenn Grindavíkur munu hita upp í Gjánni frá kl. 15:30 þar sem hamborgar og fleiri veitingar verða til sölu.
Fimm leikmenn Grindavíkur í U15 ára landsliði stúlkna
Grindvíkingar eiga fimm glæsilega fulltrúa í U15 ára landsliði stúlkna sem leikur á hinu árlega Copenhagen-Invitational mótinu í Farum í Danmörku, en mótið hófst í dag. Grindavík átti raunar sex fulltrúa í liðinu en Anna Margrét Lucic Jónsdóttir varð fyrir því óhappi að puttabrotna rétt fyrir mót og heltist því úr lestinni á lokasprettinum. Hún fylgdi liðinu þó út og var hluti …
Ingvi Þór verður fulltrúi Grindavíkur á EM U20
U20 ára landslið karla í körfubolta mun í sumar taka þátt í einu stærsta verkefni yngri landsliða Íslands frá upphafi þegar liðið leikur í lokakeppni Evrópumóts U20 landsliða í A-deild í fyrsta sinn. Ingvi Þór Guðmundsson verður fulltrúi Grindavíkur í landsliðshópnum en Ingvi er á yngra ári landsliðsins. Frá verkefninu er greint á vef kki.is: Búið er að velja lokahóp …
Martin og Hildur heimsækja sumaræfingar körfuboltans í dag
Landsliðsfólkið þau Martin Hermansson og Hildur Björg Kjartansdóttir koma í heimsókn á sumaræfingar körfuboltans í Grindavík í dag, fimmtudaginn 15. júní. Þau ferðast um landið í sumar og heimsækja félögin sem eru að standa fyrir sumaræfingum. Martin Hermannsson er orðinn einn allra besti körfuboltamaður sem þjóðin á. Martin spilaði sitt fyrsta tímabil í atvinnumennskunni í vetur í Frakklandi og stóð …
Grindavík gerði jafntefli við Íslandsmeistara FH
Grindvíkingar tóku á móti Íslandsmeisturum FH í hörkuleik á Grindavíkurvelli í gær þar sem lokatölur urðu 1-1. Grindvíkingar hafa verið að glíma við töluverð meiðsli í upphafi sumars en þau virtust þó ekki hafa mikil áhrif á leikskipulag liðsins sem ríghélt í þessum leik. FH-ingar komust lítt áfram gegn vel skipulagðri vörn Grindavíkur og sköpuðu sér fá afgerandi færi. Grindvíkingar …
Grindavík – FH í kvöld, hamborgarar fyrir leik og Jói Útherji á staðnum
Grindavík tekur á móti FH á Grindavíkurvelli í kvöld og hefst leikurinn kl. 20:00. Fyrir leik geta stuðningsmenn hitað upp í Gjánni þar sem hamborgarar og með því verða til sölu. Þá verður Jói Útherji einnig á staðnum og hægt verður að kaupa Grindavíkurtreyjur hjá honum. Mætum á völlinn og styðjum strákana til sigurs!
Daníel Leó framlengir við Álasund FK
Grindvíkingurinn og varnarmaðurinn knái, Daníel Leó Grétarsson, skrifaði á dögunum undir nýjan samning við lið sitt, Álasund FK. Daníel hefur leikið með liðinu í norsku úrvalsdeildinni frá sumrinu 2015 og er því á sínu þriðja tímabili með liðinu. Hann hefur verið fastamaður í liðinu í ár þar sem hann hefur leikið 11 af 12 leikjum liðsins. Daníel á að baki …
Lalli leggur skóna á hilluna
Þau tíðindi bárust nú í hádeginu að Þorleifur Ólafsson, eða Lalli eins og við þekkjum hann flest, hafi ákveðið að leggja skóna góðu á hilluna. Lalli á langan og farsælan feril að baki með Grindavík en hann lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki tímabilið 2000-2001. Lalli lyfti tveimur Íslandsmeistaratitlum á loft sem fyrirliði Grindavíkur og tvisvar stóð Grindavík uppi sem …
Kvennahlaup ÍSÍ 18. júní – skráning stendur yfir í íþróttamiðstöðinni
Kvennahlaup ÍSÍ í Grindavík verður sunnudaginn 18. júní kl. 11:00. Skráning stendur yfir í íþróttamiðstöðinni og þar er hægt að kaupa boli.