Dregið var í Maltbikarnum í höfuðstöðvum KKÍ í dag og voru bæði Grindavíkurliðin í pottinum. Er skemmst frá því að segja að bæði lið fá grannaslag þar sem strákarnir heimsækja Ljónagryfjuna í Njarðvík og stelpurnar fá Keflavík í heimsókn. Ekki er búið að raða leikjum niður á keppnisdaga en leikið verður dagana 4.-6. nóvember Liðin sem mætast í 16 liða …
Krílatímar í júdó
Miðvikudaginn 11. október kl 16:00-16:45, ætlum við að fara af stað með Krílajúdó. Um er að ræða 6 vikna júdó námskeið fyrir börn á leikskólaaldri. Þetta eru léttar og skemmtilegar æfingar þar sem áherslan er á að börnin læri undirstöðuatriði íþróttarinnar gegnum leik. Við hvetjum foreldra til að mæta með börnum sínum og kynna sér júdó. Skráning fer fram í …
Grindavík lagði Hauka
Grindavík lagði Hauka að velli í Domino’s deild karla fyrir helgi, 90-80. Leikurinn var mjög jafn og spennandi og það var ekki fyrr en rétt í blálokin sem Grindavík náði að slíta sig almennilega frá gestum og sigla sigrinum í höfn. Hinn 19 ára Ingvi Þór Guðmundsson var drjúgur fyrir Grindavík á lokasprettinum, en hann varð stigahæstur leikmanna liðsins, með …
Óli Stefán Flóventsson áfram með Grindavík
Óli Stefán Flóventsson, þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu, skrifaði í gær undir nýjan tveggja ára samning við liðið. Töluvert hafði verið fjallað um óvissu með framtíð Óla hjá liðinu í fjölmiðlum en hann og stjórn knattspyrnudeildarinnar náðu saman um helgina eftir góðar viðræður. Það er því ljóst að Óli mun halda áfram að byggja ofan á þann góða árangur sem …
Andri Rúnar að öllum líkindum á förum frá Grindavík
Andri Rúnar Bjarnason, markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar og besti leikmaður hennar sem og Grindavíkur, er að öllum líkindum á leið í atvinnumennsku erlendis. Samningur hans við Grindavík er útrunninn og sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, að hann reiknaði ekki með öðru en að Andri myndi reyna fyrir sér á erlendri grundu. „Ég reikna með því að hann sé á förum,“ …
Grindavíkurkonur einar á toppnum eftir sigur á ÍR
Grindavíkurkonur eru enn með fullt hús stiga eftir góðan sigur á ÍR í Breiðholtinu á laugardaginn, 67-72. Um fyrsta heimaleik ÍR í 12 ár var að ræða og ljóst að þær ætluðu sér sigur í þessum leik. Það mátti ekki miklu muna undir lokin, sérstaklega þegar Embla Kristínardóttir fór meidd af velli. Hún harkaði þó af sér síðustu mínúturnar og …
Leikjaskrá körfuknattleiksdeildarinnar komin út
Leikjaskrá Körfuknattleiksdeildar UMFG var borin út í gær og ættu öll hús í Grindavík að vera komin með eintak. Ef þitt hús fékk ekki leikjaskrá, þá þætti okkur vænt um að vita af því og því máttu hafa samband við Sigurbjörn í síma 892-8189 eða email: sigurbjornd@gmail.comEf þú fékkst ekki eintak og vilt nálgast, þá er það hægt í afgreiðslu …
Aðalfundur Hestamannafélagsins Brimfaxa verður 26. október
Aðalfundur Brimfaxa verður haldinn fimmtudaginn 26. október 2017 kl. 19:00 í reiðhöllinni.Dagkrá fundar: Venjuleg aðalfundarstörf.Stjórnin.
Grindavík lagði Fjölni
Grindavík byrjað baráttuna í 1. deild kvenna af krafti en stelpurnar unnu sinn annan leik í jafn mörgum tilraunum á laugardaginn þegar þær lögðu Fjölni hér í Grindavík, 68-63. Bæði lið bíða eftir sínum erlendu leikmönnum en það var Embla Kristínardóttir sem dró vagninn fyrir Grindavík annan leikinn í röð. Hún nældi í svokallaða tröllatvennu, skoraði 27 stig og tók …
Grindavík lagði Þór í háspennuleik
Grindavík hafði sigur í fyrsta leik vetrarins í Domino’s deildinni þetta haustið þegar liðið lagði nágranna okkar frá Þorlákshöfn með 1 stigi, 106-105. Leiknum hafði verið frestað vegna magakveisu sem herjaði á lið gestanna en það var þó ekki að sjá á leik þeirra í gær. Svokallaður haustbragur var á þessum leik en sigurinn gefur engu að síður góð fyrirheit …