Skrifað undir fjóra leikmannasamninga í gær

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Í gærkvöldi skrifuðu fjórir leikmenn undir samninga við lið Grindavíkur í meistaraflokki karla. Hlynur Hreinsson skrifaði undir eins árs samning um að spila með liðinu en hann kemur frá FSu þar sem hann hefur verið lykilmaður undanfarin ár. Grindvíkingurinn Nökkvi Harðarson hefur ákveðið að koma aftur heim eftir dvöl hjá Vestra þar sem hann var meðal annars fyrirliði liðsins á síðasta …

Jafnt hjá Grindavík og HK/Víkingi

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík og HK/Víkingur skildu jöfn á Grindavíkurvelli á þriðjudaginn, en lokatölur urðu 1-1. Báðum liðum gekk illa að nýta færin sín í leiknum og engin mörk litu dagsins ljós eftir 31. mínútu þegar Rio Hardy jafnaði leikinn. Þar fóru 2 mikilvæg stig í súginn hjá Grindavík en liðið eru að berjast í neðri hluta Pepsi-deildarinnar, Grindavík í 7. sæti með …

Skrifað undir samninga við tíu leikmenn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Nú á dögunum skrifuðu tíu grindvískir leikmenn undir saminga við meistaraflokk kvenna í körfunni, en allar skrifuðu þær undir tveggja ára samninga. Níu af þessum leikmönnum léku allar með liðinu í fyrra en einn „nýr“ leikmaður skrifaði einnig undir samning, Erna Rún Magnúsdóttir. Erna hefur spilað með Þór á Akureyri undanfarin ár en er flutt heim og komin í gult aftur. Óskum þeim öllum innilega …

Grindin býður á völlinn annað kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Annað kvöld er fyrsti leikurinn í Pepsi-deildinni hjá stelpunum eftir langt landsleikjahlé. Liðið brá sér í æfingaferð í fríinu og nú er fyrir höndum mikilvægur leikur fyrir þær á morgun á Grindavíkurvelli gegn liði HK/Víkings. Mótherjarnir sitja í 9. sæti deildarinnar með 3 stig á meðan við erum í 7. sæti með 4 stig. Þarna er því um „6 stiga leik“ að ræða …

Sam Hewson tryggði Grindvíkingum öll stigin í Grafarvogi

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar fóru með öll stigin úr Grafarvoginum í gær en það var Sam Hewson sem tryggði okkar mönnum sigurinn með þrumufleyg rétt fyrir leikslok. Leikurinn var ansi tíðindalítill framan af en Grindvíkingar voru agaðir í öllum sínum aðgerðum og uppskáru að lokum þrjú stig. Sigurinn þýðir að Grindavík er áfram í toppbaráttu í Pepsi-deild karla, með 17 stig í 3. …

Rútuferð Stinningskalda í Grafarvoginn í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar sækja Fjölnismenn heim í Grafarvoginn í kvöld í Pepsi-deild karla og hefst leikurinn kl. 19:15. Athygli er vakin á að sérstakt tilboðsverð er á leikinn í kvöld fyrir áhorfendur sem eru 30 ára og yngri, eða 1.000 kr. Rútuferð verður í boði á leikinn fyrir stuðningsmenn Grindavíkur og er það Stinningskaldi sem skipuleggur ferðina. Brottför er frá Gula húsinu …

Blikar tóku öll stigin í rigningunni í Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar áttu ekki góðan leik gegn Breiðibliki hér í Grindavík á laugardaginn, en gestirnir fóru með öll 3 stigin með sér heim. Lokatölur leikins urðu 0-2 gestunum í vil en mörkin létu bíða eftir sér fram á 62. mínútu þegar Sveinn Aron Guðjohnsen kom Blikum á bragðið og skömmu seinna innsiglaði Gísli Eyjólfsson sigur þeirra. Aðstæður til knattspyrnuiðkunnar hafa oft …

Sumaræfingar í körfu – Æfingatafla

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Sumaræfingar á vegum Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur hefjast mánudaginn 11. júní með afreksæfingum fyrir verðandi 7. bekk og eldri. Æfingarnar eru frá kl 17:00-18:00. Frítt er á sumaræfingar. Einnig býður körfuknattleiksdeildin uppá styrktaræfingar fyrir verðandi 9. bekk og eldri. Styrktaræfingar fara fram í Gym heilsu kl 18:15 á þriðjudögum og fimmtudögum. Iðkendur verða að eiga líkamsræktarkort. Þeir iðkendur sem ekki eiga geta …

Grindvíkingar einir á toppi Pepsi-deildarinnar eftir 2-1 sigur á Fylki

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar sitja einir á toppi Pepsi-deildar karla með 14 stig eftir góðan þolinmæðis 2-1 sigur á Fylki í gær. Gestirnir komust yfir snemma í leiknum eftir nokkurn sofandahátt í vörn Grindavíkur og eftir það var leikurinn ansi dragðdaufur alveg fram að hléi. Eitthvað hefur Óli Stefán sagt uppbyggilegt við sína menn í klefanum í hálfleik því það var eins og …

Knattspyrnuskóli UMFG 2018

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Knattspyrnuskóli UMFG verður starfræktur í sumar. Námskeiðin eru opin öllum iðkendum á aldrinum 6-14 ára, bæði piltum og stúlkum. Verð á námskeiði er 2500.- kr  Um er að ræða 6 vikna námskeið í júní og ágúst. Á námskeiðunum verður iðkendum skipt upp eftir aldri og getu þannig að allir fái verkefni við sitt hæfi. Námskeiðin eru: 4. júní – 8. …