Hér að neðan eru vinningashafar og vinningskráin í Nafnalukku meistaraflokks kvenna. Vinningum verður komið til vinningshafa á allra næstu dögum. Þakka stelpurnar öllum sem styrktu þær með kaupum á miðum og vonandi eru allir með sól í hjarta hvort sem þeir unnu eða ekki. Við minnum í leiðinni á gríðarlega mikilvægan leik sem er gegn KR a heimavelli á miðvikudaginn kl …
Fýluferð til Vestmannaeyja
Grindvíkingar sóttu ekki gull í greipar Eyjamanna í gær þegar þeir steinlágu 3-0. Grindvíkingar áttu ekki góðan dag, hvorki varnar né sóknarlega og heimamenn fengu nokkur kjörin færi til að bæta við mörkum, en til allrar lukku fyrir okkar menn varð sú ekki raunin. Þrjú stig í gær hefðu lyft liðinu upp í 3. sæti en þess í stað höldum við …
8-liða úrslit í Mjólkurbikarnum á föstudaginn
Þá er komið að 8-liða úrslitum í Mjólkurbikarnum hjá stelpunum okkar, á útivelli gegn Val. Leikurinn fer fram á morgun, föstudag, kl. 19:15. Það hallar svolítið á okkur í tölfræði síðustu viðureigna milli þessar liða en eins og við Grindvíkingar vitum þá getur allt gerst og sérstaklega þegar bikarkeppnin er annars vegar. Við hvetjum okkar stuðningsfólk að leggja leið sína …
Stelpurnar sóttu stig til Eyja
Grindavíkurkonur sóttu 1 stig til Vestmannaeyja í gær þegar liðið gerði jafntefli við ÍBV, lokatölur 1-1. Hin enska Rio Hardy hélt áfram að bæta á markareikning sinn og skoraði sitt 4 mark í jafnmörgum leikjum í deildinni. Viviane Domingues, markvörður Grindavíkur, var valin besti leikmaður vallarins af lýsanda Fótbolta.net en hún varði nokkrum sinnum glæsilega og batt saman örugga vörn Grindavíkur …
Skrifað undir fjóra leikmannasamninga í gær
Í gærkvöldi skrifuðu fjórir leikmenn undir samninga við lið Grindavíkur í meistaraflokki karla. Hlynur Hreinsson skrifaði undir eins árs samning um að spila með liðinu en hann kemur frá FSu þar sem hann hefur verið lykilmaður undanfarin ár. Grindvíkingurinn Nökkvi Harðarson hefur ákveðið að koma aftur heim eftir dvöl hjá Vestra þar sem hann var meðal annars fyrirliði liðsins á síðasta …
Jafnt hjá Grindavík og HK/Víkingi
Grindavík og HK/Víkingur skildu jöfn á Grindavíkurvelli á þriðjudaginn, en lokatölur urðu 1-1. Báðum liðum gekk illa að nýta færin sín í leiknum og engin mörk litu dagsins ljós eftir 31. mínútu þegar Rio Hardy jafnaði leikinn. Þar fóru 2 mikilvæg stig í súginn hjá Grindavík en liðið eru að berjast í neðri hluta Pepsi-deildarinnar, Grindavík í 7. sæti með …
Skrifað undir samninga við tíu leikmenn
Nú á dögunum skrifuðu tíu grindvískir leikmenn undir saminga við meistaraflokk kvenna í körfunni, en allar skrifuðu þær undir tveggja ára samninga. Níu af þessum leikmönnum léku allar með liðinu í fyrra en einn „nýr“ leikmaður skrifaði einnig undir samning, Erna Rún Magnúsdóttir. Erna hefur spilað með Þór á Akureyri undanfarin ár en er flutt heim og komin í gult aftur. Óskum þeim öllum innilega …
Grindin býður á völlinn annað kvöld
Annað kvöld er fyrsti leikurinn í Pepsi-deildinni hjá stelpunum eftir langt landsleikjahlé. Liðið brá sér í æfingaferð í fríinu og nú er fyrir höndum mikilvægur leikur fyrir þær á morgun á Grindavíkurvelli gegn liði HK/Víkings. Mótherjarnir sitja í 9. sæti deildarinnar með 3 stig á meðan við erum í 7. sæti með 4 stig. Þarna er því um „6 stiga leik“ að ræða …
Sam Hewson tryggði Grindvíkingum öll stigin í Grafarvogi
Grindvíkingar fóru með öll stigin úr Grafarvoginum í gær en það var Sam Hewson sem tryggði okkar mönnum sigurinn með þrumufleyg rétt fyrir leikslok. Leikurinn var ansi tíðindalítill framan af en Grindvíkingar voru agaðir í öllum sínum aðgerðum og uppskáru að lokum þrjú stig. Sigurinn þýðir að Grindavík er áfram í toppbaráttu í Pepsi-deild karla, með 17 stig í 3. …
Rútuferð Stinningskalda í Grafarvoginn í kvöld
Grindvíkingar sækja Fjölnismenn heim í Grafarvoginn í kvöld í Pepsi-deild karla og hefst leikurinn kl. 19:15. Athygli er vakin á að sérstakt tilboðsverð er á leikinn í kvöld fyrir áhorfendur sem eru 30 ára og yngri, eða 1.000 kr. Rútuferð verður í boði á leikinn fyrir stuðningsmenn Grindavíkur og er það Stinningskaldi sem skipuleggur ferðina. Brottför er frá Gula húsinu …