Pétur Rúðrik og Páll Árni í pílulandsliðið

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindvíkingarnir Pétur Rúðrik Guðmundsson og Páll Árni Pétursson hafa báðir tryggt sér sæti í landsliðinu í pílukasti en 4 karlar og 4 konur taka þátt fyrir Íslands hönd á WDF heimsmeistaramótinu sem haldið verður í Rúmeníu 7-12 október 2019. Spilað var í Reykjavík og var sýnt beint frá mótinu á YouTube síðu Live Darts Iceland. Á pílukastsvefnum dart.is kemur fram að frá …

Fótboltasumarið komið á fullt hjá Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Fótboltasumarið hófst nú í lok apríl þegar Grindvíkingar tóku á móti Breiðabliki í Pepsí Max-deild karla. Grindavík hefur nú spilað þrjá leiki í deildinni, gert tvö jafntefli og tapað einum leik. Það var í fyrsta leik sumarsins sem Grindavík tapaði fyrir Breiðablik á heimavelli 0-2.  Annar leikur sumarsins var síðan á móti Stjörnunni í Garðabænum sem lauk  með 1-1 jafntefli.  Guðmundur Steinn …

Hrund og Jóhann Árni best

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Lokahóf KKÍ fór fram í hádeginu á föstudag þar sem tímabilin í efstu tveimur deildum Íslandsmótsins voru gerð upp. Grindavík sigraði 1. deild kvenna þetta árið eftir úrslitaeinvígi við Fjölni sem varð þó deildarmeistari. Liðið hefur því endurheimt sæti sitt í efstu deild að ári. Verðlaunin í 1. deild kvenna dreifðust eftirfarandi. Besti ungi leikmaðurinn Vilborg Jónsdóttir · Njarðvík Besti erlendi …

Unglingaráð körfuknattleiksdeildar UMFG óskar eftir liðsauka

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Óskað er eftir áhugasömu og drífandi fólki til að starfa í unglingaráði körfuknattleiksdeildar Grindavíkur. Hlutverk ráðsins er m.a. að stuðla að markvissu og faglegu starfi yngri flokka deildarinnar. Áhugasamir geta haft samband við eftirtalda aðila; Kjartan Adolfsson ka@grindavik.is Tracy og Andrew Horne horne@simnet.is Laufey Birgisdóttir laufey@hss.is Steingrímur Kjartansson steingrimur@svg.is Kristjana Jónsdóttir kristjanajons@icloud.com

Fyrsti leikur Grindavíkur í Pepsi Max-deildinni á morgun

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík mætir Breiðabliki á morgun í sínum fyrsta leik í Pepsi Max-deildinni þetta fótboltasumar. Leikurinn hefst kl. 14:00 en stuðningsmenn ætla að hittast um kl. 13:00 á Salthúsinu og hita upp stemninguna, allir velkomnir.  Túfa þjálfari meistaraflokks mun mæta og fara yfir uppstillingu liðsins en einnig fer fram sala árskorta. Einstaklingskort kostar 12.000 krónur og hjónakort 18.000 krónur. Frítt er …

Björgvin Hafþór nýr liðsmaður Grindavíkur í körfuknattleik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Björgvin Hafþór Ríkharðsson hefur samið við Grindavík um að leika með liðinu á næsta tímabili. Björgvin hefur einnig leikið með Fjölni, ÍR og Tindastól á sínum ferli við góðan orðstýr en Björgvin kemur frá Skallagrím þar sem hann lék á þessari leiktíð. Grindavík er á fullu þessa dagana að safna liði fyrir baráttuna í Dominos deild karla á næsta tímabili. Samningur Björgvins við Grindavík …

Nettó styrkir Knattspyrnudeild Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur skrifaði í morgun undir samstarfssamning til tveggja ára við matvöruverslunina Nettó. Fram kemur í fréttatilkynningu deildarinnar að þetta sé stærsti samningur sem Nettó hefur gert við deildina.”Við erum þeim mjög þakklátir fyrir þeirra framlag til knattspyrnunnar í Grindavík.“   Á meðfylgjandi mynd eru f.v. Brynja verslunarstjóri Nettó í Grindavík, Gunnar Már formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur og  Hallur Geir, rekstrartjóri Nettó.

Jón Axel reynir við nýliðaval NBA deildarinnar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Jón Axel Guðmundsson tilkynnti rétt fyrir páska að hann ætli að gefa kost á sér í nýliðavali NBA deildarinnar í körfubolta í sumar. Jón Axel hefur farið á kostum með Davidson háskólanum frá Norður-Karólínu í bandaríska háskólaboltanum í vetur en hann er aðeins 22 ára gamall, fæddur árið 1996 og spilaði með Grindavíkurliðinu í körfubolta árin 2011-2016 þegar hann hélt …

Grindavík aftur í úrvaldsdeild kvenna eftir sigur á Fjölni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík er aftur komið í deild þeirra bestu í kvennakörfunni eftir að liðið tryggði sér í gærkvöld sæti í Dominos deildinni næsta tímabil. Liðið vann Fjölni í þriðja leik úrslitaeinvígis liðanna og sló þar með Grafarvogsliðið úr leik. Karfan.is fjallaði um úrslit gærkvöldsins á vef sínum og birti skemmtilega myndaseríu af liðinu.  Fjölnir varð deildarmeistari í 1. deild kvenna en lið Grindavíkur var sterkara …

Grindavík komið í 2-0 eftir spennuleik á heimavelli

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík komst í 2-0 í úrslitaviðureign sinni á móti Fjölni en annar leikur liðanna fór fram á heimavelli í gærkveldi. Óhætt að segja leikurinn hafi verið æsispennandi og lokatölur urðu 81 stig gegn 79. Liðin mætast í þriðja sinn á miðvikudaginn kemur og getur Grindavík tryggt sér sæti í Dominosdeildinni í haust með sigri.   Leikurinn í gær var í járnum frá byrjun til …