Karlalið Grindavíkur hefur samið við nýjan erlendan leikmann, Rodney Alexander. Hinn nýji leikmaður er íslenskum körfuknattleiksunnendum sennilega vel kunnur en hann lék með ÍR-ingum í lok móts 2012 og sýndi oft á tíðum glæsileg tilþrif en Rodney er mikill háloftafugl, með gríðarlega stökkkraft og næmt auga fyrir troðslum. Liðsfélagar hans í háskólaboltanum kölluðu hann gjarnan ,,flight”, eða ,,flugið”, sökum þess …
Leikjaskrá körfunnar 2014-15 komin á netið og herrakvöld á föstudaginn
Leikjaskrá körfuknattleiksdeildar Grindavíkur fyrir veturinn 2014-15 hefur nú verið dreift inn á öll heimili í Grindavík en nú er hún einnig aðgengileg á netinu. Hægt er að nálgast hana með því að smella hér. Næstu leikir Grindavíkurliðanna eru báðir á útivelli. Stelpurnar sækja Keflavík heim í kvöld og strákarnir KR á morgun. Það vill svo skemmtilega til að þetta eru …
Laufléttur kanalaus sigur í bikarnum – Þorsteinn Finnbogason með stórleik
Tvö grindvísk lið léku í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar um helgina. ÍG menn tóku á móti Tindastóli hér í Röstinni en 2. deildarlið ÍG átti sennilega aldrei möguleika gegn úrvalsdeildarliði Stólanna og enduðu leikar 72-99, gestunum í vil. Úrvalsdeildarlið Grindavíkur heimsótti lið KV í kennaraháskólann, en KV leikur með ÍG í 2. deild. Það var svipað uppá teningnum, KV sáu aldrei …
Heimasigur í spennuleik
Það var sannkallaður naglbítur í Röstinni í gærkvöldi þegar heimamenn tóku á móti Þór Þorlákshöfn. Gestirnir unnu góðan sigur í síðustu umferð á Keflavík meðan heimamenn steinlágu í Garðabænum í leik sem þeir vilja sennilega gleyma sem fyrst. Sverrir Þór gerði töluverðar breytingar á sínu liði fyrir þennan leik. Grindvíkingar eru enn að stilla saman strengi og aðlaga leikstíl sinn …
Tap hjá stelpunum gegn Snæfelli
Grindavík tók á móti Snæfelli í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í gærkvöldi. Fyrir leikinn bárust slæmar fréttir af leikmönnum okkar stúlkna, en þá kom í ljós að María Ben var ekki með liðinu vegna vinnu og Rachel Tecca hafði meiðst á æfingu og tvísýnt með hennar þátttöku í leiknum. Þær stöllur hafa verið stigahæstu leikmenn liðsins í upphafi tímabils og …
Siggi Þorsteins í viðtali í Morgunblaðinu
Karlalið Grindavíkur tekur á móti Þór úr Þorlákshöfn í Dominosdeild karla í kvöld. Gengi liðsins framan af móti hefur verið upp og ofan, enda enn verið að slípa til ný leikkerfi og áherslur eftir skyndilegt brotthvarf Sigurðar Þorsteinssonar nokkrum dögum fyrir móti. Í Morgunblaðinu birtist á dögunum viðtal við Sigurð, sem nú leikur með Solna Vikings í sænsku úrvalsdeildinni. Við …
Páll Axel með þúsundasta þristinn
Grindvíkingurinn Páll Axel Vilbergsson varð á dögunum fyrsti leikmaðurinn í sögu íslensku úrvalsdeildarinnar í körfubolta til að skora yfir 1.000 þriggja stiga körfur á ferlinum. Páll Axel, sem er 36 ára, leikur í dag með Skallagrími í Borgarnesi en bróðurpartinn af þessum körfum skoraði Palli í Grindavíkurbúning. Vísir.is greindi frá því að Palli hefði nú alls leikið 109 leiki þar …
Grindvíkingum slátrað í Ásgarði
Grindvíkingar fóru enga frægðarför í Garðabæinn í gærkvöldi þegar þeir sóttu Stjörnumenn heim í Dominosdeild karla. Lokatölur urðu 103-78 en okkar menn köstuðu leiknum algjörlega frá sér í þriðja leikhluta sem tapaðist 30-10. Um tíma var staðan í honum 27-4. Það gekk bókstaflega ekkert upp hjá Grindavík og leikurinn í raun tapaður fyrir síðasta fjórðung. Á karfan.is má lesa ágæta …
Tveggja turna tal hjá Grindavík
Grindavíkurstúlkur halda áfram á beinu brautinni í Dominosdeild kvenna en í gær unnu þær mjög sannfærandi sigur á kanalausu liði KR, 47-71. Þær Rachel Tecca og María Ben voru mjög atkvæðamiklar í liði Grindvíkinga og fyrirsögn karfan.is var nokkuð fyrirsjáanleg en vissulega sönn; ,,Tveggja turna tal”, en þær stöllur hreinlega áttu teiginn í gær. Við endurbirtum hér með góðfúslegu leyfi …
Einstefna í 4. leikhluta og öruggur heimasigur staðreynd gegn Skallagrími
Skallagrímsmenn heimsóttu okkur Grindvíkinga í Röstina í gærkvöldi. Fyrirfram hefðu flestir búist við að heimamenn gætu tekið þennan leik með vinstri en Borgnesingar sýndu það að þeir eru sýnd veiði en ekki gefin en eftir því sem leið á leikinn dró í sundur með liðunum og Grindvíkingar lönduðu öruggum 31 stigs sigri, 106-75. Við endurbirtum hér pistil sem fréttaritari grindavik.is …