Grátlegt tap gegn Keflavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavíkurkonur fóru aftur af stað eftir jólafrí í gær og við fyrstu sýn virtust þær ætla að fara af stað með trukki. Grindvíkingar létu þristunum rigna (8 í fyrsta leikhluta) og leiddu leikinn 45-34 í hálfleik. En í þriðja leikhluta gekk allt á afturfótunum og Keflvíkingar komust aftur inn í leikinn og leiddu fyrir lokaátökin, 57-62. Fjórði leikhluti var nokkuð …

Nágrannaslagur af bestu gerð í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Keppni í Domins-deild kvenna á nýju ári hefst í kvöld en þá mætast í Suðurnesjaglímu Grindavík og Keflavík og fer viðureign liðanna fram í Mustad-höllinni hér í Grindavík kl. 19:15. Grindavík er í 3. sæti deildarinnar með 12 stig en Keflavík í 4. sæti með 10 stig. Keflavík vann fyrstu viðureign liðanna í deildinni 72-64 en þá mættust liðin á …

Lilja valin dugnaðarforkur fyrri hluta Dominosdeildarinnar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Nú í hádeginu voru úrvalslið Dominos deildanna á fyrri hluta keppnistímabilsins 2015-2016 kynnt. Grindvíkingar nældu þar í ein verðlaun en Lilja Ósk Sigmarsdóttir var valin “Dugnaðarforkurinn” í Dominosdeild kvenna. Lilja er vel að titlinum komin en hún hefur drifið félaga sína áfram trekk í trekk í vetur og oftar en ekki leitt liðið í fráköstum og baráttu inná vellinum. Til …

Stelpurnar taka á móti flöskum og dósum í Endurvinnslunni í dag

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Enn geta þeir sem vilja styrkja kvennaliðið okkar í körfunni látið þær hafa dósir og flöskur sem ekki náðist að taka í gær þegar gengið var í hús og safna. Þeir sem vilja geta farið með flöskur og dósir í Endurvinnslumóttökuna hjá Sigga í dag á milli 17 og 18:30 og þurfa bara að taka fram að þetta eigi að …

Jón Axel og Petrúnella íþróttafólk ársins 2015

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Körfuknattleiksfólkið Petrúnella Skúladóttir og Jón Axel Guðmundsson voru kjörin íþróttamaður og íþróttakona Grindavíkur 2015 við hátíðlega athöfn í Gjánni á gamlársdag. Petrúnella var lykilmaður í bikarmeistaraliði Grindavíkur síðasta vor og Jón Axel lykilmaður í U20 ára landsliði Íslands í körfubolta og hjá meistaraflokki Grindavíkur. Allar deildir UMFG og Golfklúbbur Grindavíkur tilnefndu íþróttamenn og íþróttakonur ársins úr sínum röðum. Valnefndin samanstendur …

Dósasöfnun meistaraflokks kvenna 3. janúar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Er allt fullt af flöskum og dósum eftir hátíðarnar? Nennirðu ekki að flokka og telja og fara með þær í endurvinnsluna? Ekki örvænta, því meistaraflokkur kvenna er til í að aðstoða þig! Sunnudaginn 3. janúar ætla stúlkurnar að ganga hér hús úr húsi og safna þeim flöskum sem fólk vill láta af hendi. Þessi söfnun er stór liður í fjáröflun …

Grindavík semur við Chuck Garcia

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar hafa gengið frá samningum við nýjan erlendan leikmann sem mun leysa Eric Wise af hólmi eftir áramót. Sá nýji heitir Chuck Garcia og er 27 ára kraftframherji, 208 cm á hæð og rétt rúm 100 kg samkvæmt nýjustu mælingum. Garcia lék á sínum tíma með Aron Broussard, fyrrum leikmanni Grindavík, í Seattle háskólanum, en hann hvarf frá námi og …

Hilmir, Hinrik og Jón Axel í U20 æfingahópnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Finnur Freyr Stefánsson hefur valið 28 manna æfingahóp fyrir U20 lið karla í körfubolta næsta sumar. Verkefnin eru Norðurlandamót 26. – 31. júní og svo Evrópumót 16. – 24.júlí. Grindvíkingar eiga þrjá fulltrúa í hópnum, þá Hilmi Kristjánsson, Hinrik Guðbjartsson og Jón Axel Guðmundsson. 28 manna æfingahópur er eftirfarandi í stafrófsröð: Bergþór Ægir Ríkharðsson – Fjölnir Breki Gylfason – Breiðablik …

Svekkjandi tap í Hólminum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavíkurkonur léku sinn síðasta leik á árinu 2015 í gær þegar þær heimsóttu Snæfell í Stykkishólmi. Leikurinn var nokkuð jafn í byrjun en síðan sigu heimakonur hægt og bítandi fram úr og unnu að lokum nokkuð öruggan 16 stiga sigur, 78-62. Grindavík var með nánast fullskipað lið eftir meiðslahrinu. Helga og Petrúnella voru báðar með en Björg er þó enn …

Björn Steinar í þjálfarateymi meistaraflokks karla

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Eins og við greindum frá á dögunum þurfti Guðmundur Bragason að segja starfi sínu sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla lausu á dögunum sökum anna í vinnu. Eftirmaður hans er fundinn og hefur þegar hafið störf en það er annar reynslubolti úr körfunni, Björn Steinar Brynjólfsson. Stjórn körfuknattleiksdeildar UMFG sendi frá sér fréttatilkynningu um málið í gær: Kæra stuðningsfólk. Eins og þið …