Hin efnilega Viktoría Líf Steinþórsdóttir er gengin til liðs við Stjörnuna í Garðabæ. Viktoría, sem fædd er árið 2000, hefur látið rækilega að sér kveða með U15 og U16 ára landsliðum Íslands síðastliðin ár og var einnig farin að banka hressilega á dyrnar hjá meistaraflokki síðastliðinn vetur. Hún er nú flutt á höfuðborgarsvæðið til þess að stunda nám og mun …
Ný æfingatafla hjá körfuknattleiksdeild
ATH ný tafla komin fyrir körfuknattleiksdeildina http://www.umfg.is/umfg/karfaaefingar
Körfuboltaæfingar hefjast á morgun, 1. september
Æfingar hjá yngri flokkum hjá körfuknattleiksdeild UMFG hefjast á morgun, fimmtudaginn 1. september. Æfingatöflur allra flokka og þjálfara má sjá hér að neðan: Leikskólaæfingar (4-5 ára drengir og stúlkur)Þjálfari: Sandra DöggÞriðjudagar 17:30-18:00 1.og 2. bekkur drengirÞjálfari: Jóhann Árni ÓlafssonMiðvikudagar 14:10-15:00Föstudagar 13:20-14:00 1.og 2. bekkur stúlkurÞjálfari: Sandra DöggÞriðjudagar 14:20-15:00Fimmtudagar 14:20-15:00 3.og 4. bekkur drengirÞjálfari: Ólöf Helga Mánudagar 14:30-15:30Miðvikudagar 14:00-15:00Laugardagar 14:00-15:00 3.og …
Körfuknattleiksdeild æfingatöflur
Æfingatöflur körfuknattleiksdeildarinnar eru komnar á síðu deildarinnar http://www.umfg.is/umfg/karfaaefingar Æfingar munu hefjast þann 01.sept 2016
Björn Steinar þjálfar stelpurnar í vetur – lykilleikmenn áfram með liðinu
Það er okkur mikið gleðiefni að tilkynna að Björn Steinar Brynjólfsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna til næstu 2ja ára. Bjössi einsog hann er alltaf kallaður, hefur þjálfað yngri flokka hjá félaginu ásamt því að spila með meistaraflokk karla í mörg ár. Bjössi er að stíga sín fyrstu skref sem aðalþjálfari meistaraflokks en hann aðstoðaði Jóa með karlaliðið á …
Unglingalandsmót UMFÍ
Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið að þessu sinni í Borgarnesi og hefst það 28.júlí og stendur til 31.júlí, búið er að opna fyrir skráningar og lýkur henni 23.júlí. Við minnum alla þá á sem ætla sér að fara á landsmótið að UMFG greiðir 3000.- kr. til baka af keppnisgjaldinu. Senda þarf einungis tölvupóst á umfg@umfg.is með afriti af greiðslunni fyrir hvert …
Sumaræfingar körfuboltans á fullu
Sumaræfingar hjá körfuboltanum eru í fullum gangi og ganga mjög vel. Mæting hefur verið góð hjá eldri iðkendum en mætti vera betri hjá þeim yngri. Við hvetjum alla krakka til þess að kikja á körfuboltaæfingar í sumar og þá sérstaklega 6-11 ára. Það er ókeypis að æfa í allt sumar. 6-10 ára æfingar á þriðjudögum og fimmtudögum kl 15:00. 11-18 …
Grindavíkurstúlkur í stóru hlutverki hjá U16 landsliðinu
Þessa dagana stendur yfir í Finnlandi Norðurlandamót unglingalandsliða í körfuknattleik. Lokaumferðin fer fram í dag en Grindavík á þrjá fulltrúa í U16 ára liði kvenna. Þær Hrund Skúladóttir, Sigrún Elfa Ágústsdóttir og Viktoría Líf Steinsþórsdóttir hafa allar verið atkvæðamiklar á mótinu, en Hrund er næst stigahæsti leikmaður liðsins með 16,3 stig að meðaltali í leik, og 3. stigahæsti leikmaður mótsins. …
Ingvi og U18 landsliðið leika til úrslita í dag
Ingvi Þór Guðmundsson hefur verið í stóru hlutverki með U18 ára landsliði Íslands á Norðurlandamótinu í Finnlandi en hann er næst stigahæsti leikmaður liðsins með 15,8 stig í leik og leiðir liðið í stoðsendingum með 4,3 að meðaltali í leik. Liðinu hefur gengið vel á mótinu en strákarnir töpuðu sínum fyrsta leik í gær í jöfnum leik gegn Eistum sem …
Sigrún Sjöfn yfirgefur Grindavík – heldur heim í Borgarnes
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, sem gekk til liðs við Grindavík síðastliðið haust, mun ekki leika með liðinu næsta vetur. Karfan.is greindi frá þessum tíðindum í dag en Sigrún hefur samið við sitt uppeldisfélag, Skallgrím, og mun leika með nýliðunum í úrvalsdeildinni á komandi vetri. Sigrún var einn af lykilmönnum Grindavíkur á liðnum vetri og var valin besti leikmaður liðsins á lokahófinu. …