Lokaumferð Domino’s deildar karla verður leikin í kvöld og geta Grindvíkingar tryggt sér 4. sætið og heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar með sigri á nýliðum Skallagríms í Mustad-höllinni. Nýliðarnir sitja í 11. sæti og eru þegar fallnir en vilja eflaust enda sína þátttöku í deildinni með látum og munu ekki láta sigurinn af hendi baráttulaust. Leikurinn hefst kl. 19:15 og …
Grindavík lagði Skallagrím og tryggði sér 4. sætið
Grindavík tryggði sér í kvöld 4. sætið í Domino’s deild karla með nokkuð auðveldum sigri á Skallagrími. Gestirnir höfðu að engu að keppa en þeir voru þegar fallnir úr deildinni. Leikurinn varð því aldrei sérlega spennandi þrátt fyrir að vera nokkuð jafn á köflum. Grindvíkingar voru einfaldlega allan tímann skrefi framar og kláruðu leikinn örugglega, 101-89. Grindavík mætir Þór frá …
Dagur Kár sökkti Stólunum með flautuþristi
Grindvíkingar sóttu rándýran sigur norður á Sauðárkrók í gær þegar þeir lögðu lið Tindastóls í miklum spennuleik. Heimamenn jöfnuðu leikinn úr vítaskoti þegar 4 sekúndur voru til leiksloka, Grindavík tók ekki leikhlé, Dagur geystist upp völlinn og setti niður magnað þriggja stiga skot úr erfiðu færi, spjaldið ofan í! Hægt er að horfa á leikinn í heild sinni og sjá …
Aðalfundur UMFG 27. mars
Aðalfundur UMFG verður haldinn mánudaginn 27.mars kl 20:00 í Gjánni við Austurveg 1-3 í Grindavík. Dagskrá: Hefðbundin aðalfundarstörf.
Mjúkir Grindvíkingar steinlágu gegn stinnum Stjörnumönnum
Grindavík tapaði tveimur dýrmætum stigum í baráttunni um 4. sætið í Domion’s deild karla í gær þegar þeir töpuðu heima gegn Stjörnunni, lokatölur 77-96 í Mustad-höllinni. Karfan.is gerði leiknum ítarlega skil: Byrjunarlið Stjörnunnar með 89 stig í sigri á Grindavík Stjarnan sótti tvö stig í Mustad-höllina í kvöld með 77-96 útisigri á Grindavík. Heimamenn hótuðu í þriðja leikhluta að gera …
12 fulltrúar frá Grindavík í yngri landsliðum KKÍ í sumar
Þjálfarar og aðstoðarþjálfarar yngri landsliða KKÍ tilkynntu í gær um leikmannahópa þeirra liða sem taka þátt í landsliðsverkefnunum sumarið 2017. Alls eru 35 leikmenn frá Suðurnesjum og þar af 12 frá Grindavík. U15 liðin fara á Copenhagen Invitational mótið í Danmörku í júní. U16 og U18 liðin fara fyrst á NM í Finnlandi, einnig í júní, og svo fer hvert …
Þolinmæðissigur á Snæfelli
Grindvíkingar rétt mörðu sigur á botnliði Snæfells í Domino’s deild karla í Stykkishólmi í gær en Snæfellingar voru hársbreidd frá því að landa sínum fyrsta sigri í vetur. Heimamenn hófu leikinn með látum og virtust Grindvíkingar ekki alveg klárir á því hvaðan á þá stóð veðrið. Með þolinmæði og seiglu réttu þeir þó skútuna af og unnu að lokum, 80-88. …
Keflavíkursigur í Mustad-höllinni
Enn syrtir í álinn hjá Grindavíkurkonum í Domino’s deildinni en liðið tapaði heima fyrir Keflavík í gær. Grindavík hefur leikið alla sína leiki eftir áramót án erlends leikmanns þar sem að Angela Rodriguez hefur ekki enn fengið leikheimild. Grindavík situr nú á botni deildarinnar með þrjá sigra þegar fimm leikir eru eftir. Haukar eru svo í næsta sæti fyrir ofan, …
Stelpurnar leita enn að fyrsta sigri ársins
Grindavíkurkonur leita enn að fyrsta sigri ársins eftir tap gegn Haukum hér í Grindavík á laugardaginn. Leikurinn var jafn allt til enda en staðan var 40-40 í upphafi 4. leikhluta. Haukakonur sigu svo fram úr á lokasprettinum, lokatölur 52-56. Grindavík er enn án erlends leikmanns en Angela Rodriguez bíður eftir að fá atvinnuleyfi. Nú fer hver að verða síðastur að …
Keflvíkingar stálu stigum í Mustad-höllinni
Grindavík náði ekki að loka nágrannaslagshelginni á sömu nótum og hún hófst, en Keflavík tók stigin í Mustad-höllinni í gær. Leikurinn var jafn framan af en Keflavík með Amin Stevens í broddi fylkingar var sterkari á lokasprettinum og kláraði leikinn, 85-92. Grindavík er því í 5. sæti Domino’s deildar karla, aðeins 2 stigum á undan Keflavík. Karfan.is fjallaði um leikinn: …