Lokahóf körfuknattleiksdeildarinnar á föstudaginn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Lokahóf körfuknattleiksdeildar UMFG verður haldið föstudaginn 5. maí í Gjánni kl. 19:30. Miðaverð er litlar 2.500 kr og eru allir velkomnir. Tímabilið verður gert upp, góðar veitingar og mikið hlegið. Stjórnin lofar miklu stuði. Veislustjóri verður Gummi Ben, dýrindis matur frá Höllu og mun Sindri Freyr Guðjónsson mæta og taka nokkur lög. Húsið opnar klukkan 19.00 Hægt er að panta miða …

Til hamingju með silfrið, Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Eftir magnaða endurkomu úr stöðunni 0-2 og eitt magnaðasta öskubuskuævintýri í úrslitakeppni karla hin seinni ár varð lokaniðurstaðan fremur snautlegt tap gegn KR síðastliðinn sunnudag. Grindavík er því næst besta lið Íslands þetta árið og mega strákarnir og Grindvíkingar allir sáttir við una. Liðið sýndi það og sannaði í þessari úrslitakeppni að Grindavíkurhjartað í þessum strákum er stórt og þeir …

Grindavík pakkaði KR saman – hreinn úrslitaleikur á sunnudaginn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Það var rafmögnuð stemming og fullt útúr dyrum í Mustad höllinni í gær þegar Grindavík lagði KR í annað skiptið í röð í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Lokatölur urðu 79-66 í hreint ótrúlegum leik þar sem Grindavík sýndi á sér allar sínar bestu hliðar, þá ekki síst varnarlega, en það er ekki á hverjum degi sem KR skorar aðeins 66 …

Útkall GULUR í kvöld!

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Þá er komið að úrslitastundu hjá strákunum okkar, en hver einasti leikur sem eftir er í þessari úrslitakeppni er hreinn og klár úrslitaleikur enda KR 2-0 yfir í einvíginu. Liðin mætast í DHL höllinni í kvöld kl. 19:15 og þurfa strákarnir á þínum stuðningi að halda!  Mætum öll í gulu og styðjum strákana til sigurs! Mynd: Víkurfréttir

KR lagðir að velli í Vesturbænum!

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík hélt draumnum um Íslandsmeistaratitilinn á lífi í kvöld með glæsilegum sigri á KR á útivelli, 86-91. Mörg lið hefðu sennilega lagt árar í bát eftir jafn grátlegt tap og Grindvíkingar upplifðu í síðasta leik, en þeir létu mótlætið ekki buga sig og mættu dýrvitlausir til leiks í kvöld.  Grindvíkingar fóru vel af stað í leiknum og voru til alls …

Leikur 2 í kvöld – hvar verður þú?

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Úrslitakeppni Domino’s deildar karla heldur áfram í Grindavík í kvöld. Staðan í einvíginu er bara 1-0 og nóg eftir. Grindvíkingar ætla sér að verja sinn heimavöll og þurfa á ÞÍNUM stuðningi að halda til þess. Það er algjör lágmarkskrafa að Mustad höllin verði smekkfull af gulum og glöðum stuðningsmönnum í kvöld sem styðja okkar menn til sigurs. Leikurinn hefst kl. …

Rán um hábjartan dag í Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík er komið í erfiða stöðu eftir grátlegt tap gegn KR á heimavelli í kvöld en KR kláraði leikinn með þristi þegar 5 sekúndur voru til leiksloka, lokatölur 88-89. Karfan.is og Grindavik.is voru í samstarfi í kvöld og var fréttaritari síðunnar á leiknum: Grindavík og KR mættust í kvöld í öðrum leik liðanna í úrslitum Domino’s deildarinnar. KR vann fyrsta …

Grindavík steinlá gegn KR í fyrsta leik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík fór ekki vel af stað í fyrsta leik úrslitaeinvígis Domino’s deildar karla þegar liðið steinlá gegn KR, 98-65. Grindvíkingar byrjuðu leikinn að vísu betur og leiddu 20-23 eftir fyrsta leikhluta en sáu svo ekki aftur til sólar það sem eftir lifði leiks. Skotin voru ekki að detta hjá okkar mönnum og baráttan og gleðin sem einkenndi leik liðsins gegn …

Úrslitaeinvígi Grindavíkur og KR hefst kl. 18:15 í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík sækir KR heim í fyrsta leik liðanna í úrslitum Domino’s deildar karla í kvöld. Leikurinn hefst kl. 18:15 svo að Grindvíkingar eru hvattir til að mæta tímanlega í DHL höllina og styðja okkar menn til sigurs. Allir spekingar landsins hafa ítrekað afskrifað Grindavík í vetur en liðið hefur stungið hverjum sokknum á fætur öðrum upp í gagnrýnendur. Nú er …

Stjarnan – Grindavík á morgun kl. 16:00 – forsala á Midi.is

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Þriðji leikur undanúrslitaviðureignar Grindavíkur og Stjörnunnar fer fram í Garðabæ á morgun kl. 16:00. Forsala aðgöngumiða er hafin á Midi.is – Húsið opnar klukkan 15:00 og hleypt verður inn í sal klukkan 15:30. Pizzur og ískalt krap á boðstólum fyrir leik og í hálfleik. Frítt fyrir 15 ára og yngri. Við hvetjum Grindvíkinga til að fjölmenna í Ásgarð og styðja okkar …