Martin og Hildur heimsækja sumaræfingar körfuboltans í dag

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Landsliðsfólkið þau Martin Hermansson og Hildur Björg Kjartansdóttir koma í heimsókn á sumaræfingar körfuboltans í Grindavík í dag, fimmtudaginn 15. júní. Þau ferðast um landið í sumar og heimsækja félögin sem eru að standa fyrir sumaræfingum. Martin Hermannsson er orðinn einn allra besti körfuboltamaður sem þjóðin á. Martin spilaði sitt fyrsta tímabil í atvinnumennskunni í vetur í Frakklandi og stóð …

Lalli leggur skóna á hilluna

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Þau tíðindi bárust nú í hádeginu að Þorleifur Ólafsson, eða Lalli eins og við þekkjum hann flest, hafi ákveðið að leggja skóna góðu á hilluna. Lalli á langan og farsælan feril að baki með Grindavík en hann lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki tímabilið 2000-2001. Lalli lyfti tveimur Íslandsmeistaratitlum á loft sem fyrirliði Grindavíkur og tvisvar stóð Grindavík uppi sem …

Körfuboltanámskeið UMFG byrjar í dag

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Körfuboltanámskeið verður haldið fyrir börn á aldrinum 6-11 ára (komandi 1.-6.bekk) vikuna 12.-16. júní. Börn á aldrinum 6-8 ára æfa saman (2009, 20010 og 2011), og börn á aldrinum 9-11 ára æfa saman (2006, 2007 og 2008). Æfingarnar fara fram í íþróttahúsinu. Körfuboltanámkeiðið er haldið af Körfuknattleiksdeild Grindavíkur og mun Petrúnella Skúladóttir þjálfa ásamt því að fá aðstoð frá ungum …

Körfuboltanámskeið 12.-16. júní

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Körfuboltanámskeið verður haldið fyrir börn á aldrinum 6-11 ára (komandi 1.-6.bekk) vikuna 12.-16. júní. Börn á aldrinum 6-8 ára æfa saman (2009, 20010 og 2011), og börn á aldrinum 9-11 ára æfa saman (2006, 2007 og 2008). Æfingarnar fara fram í íþróttahúsinu. Körfuboltanámkeiðið er haldið af Körfuknattleiksdeild Grindavíkur og mun Petrúnella Skúladóttir þjálfa ásamt því að fá aðstoð frá ungum …

Sumaræfingar körfuboltans byrja á mánudaginn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Sumaræfingar körfuknattleiksdeildarinar hefjast núna á mánudaginn, 5.júní. Æfingarnar verða kl 17:00-18:30 mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Æfingarnar eru hugsaðar fyrir 12 ára og eldri og stelpur og strákar æfa saman. (Yngri iðkendur sem eru mjög áhugasamir eru velkomnir.) Nökkvi Harðarson verður þjálfari sumaræfingana í júní. Nökkvi Harðarson er Grindvíkur í húð og hár en hefur leikið og þjálfað körfubolta með …

Lokahóf yngri flokka á miðvikudaginn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Lokahóf yngri flokka körfuknattleiksdeildar UMFG fer fram í Íþróttahúsinu miðvikudaginn 24. maí. Lokahófið verður tvískipt í ár, 1.-4.bekkur byrjar kl 17:00 og lokahóf eldri iðkenda byrjar kl 17:30. Allir iðkendur í 1.-4. bekk fá viðurkenningarskjal fyrir afrakstur vetrarins. Einstaklingsverðlaun verða veitt fyrir iðkendur í mb.11 ára – unglingaflokks. Pylsupartý verður að lokinni verðlaunaafhendingu fyrir utan íþróttahúsið. Körfuknattleiksdeildin veitir einstaklingsverðlaun fyrir góð gildi …

Jón Axel, Óli og Ingunn landsliðsfulltrúar Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Búið er að velja þá 12 leikmenn sem munu skipa landslið Íslands á Smáþjóðaleikunum í San Marínó og eiga Grindvíkingar þrjá fulltrúa í liðunum. Ingunn Embla Kristínardóttir var valin í kvennaliðið og þeir Jón Axel Guðmundsson og Ólafur Ólafsson í karlaliðið. Leikarnir fara fram dagana 30. maí til 3. júní  Liðin í heild: Landslið kvennaBerglind Gunnarsdóttir · Snæfell (8)Birna Valgerður …

Dagur áfram í Grindavík og Jóhann og Hinrik snúa aftur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Pennarnir voru á lofti í Gjánni í gærkvöldi þegar körfuknattleiksdeild UMFG skrifaði undir samninga við þrjá leikmenn og einn þjálfara. Jóhann Árni Ólafsson er kominn heim eftir vetrardvöl hjá Njarðvík og Hinrik Guðbjartsson snýr aftur úr víking frá Vestfjörðum. Þá framlengdi Dagur Kár sinn samning við Grindavík sem er mikið gleðiefni enda Dagur einn af betri bakvörðum landsins á nýliðnu …

Íris og Ólafur valin mikilvægustu leikmennirnir á lokahófinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Lokahóf körfuknattleiksdeildar UMFG fór fram síðastliðið föstudagskvöld með miklum glæsibrag í Gjánni. Sjálfur Gummi Ben stýrði veisluhöldum eins og honum einum er lagið og boðið var upp á dýrindis mat frá höllu. Veittar voru viðurkenningar til leikmanna meistaraflokka karla og kvenna og nokkrar þar fyrir utan. Á myndinni hér að ofan eru þau Petrúnella Skúladóttir, sem fékk viðurkenningu fyrir gott …

Jóhann valinn þjálfari ársins og Ólafur í úrvalsliðið

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari meistaraflokks karla hjá Grindavík, var valinn þjálfari ársins á lokahófi KKÍ í hádeginu í dag. Þá var Ólafur Ólafsson valinn í 5 manna úrvalslið deildarinnar. Eru þessar viðurkenningar sannkallaðir rósir í hnappagöt þeirra bræðra og óskum við þeim til hamingju með heiðurinn. Úrvalslið Dominos deildar karla: 2016-2017: Matthías Orri Sigurðarson Félag: ÍRLogi Gunnarsson Félag: NjarðvíkJón Arnór …