Fimm Grindvíkingar í U15 landsliðum Íslands

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Þjálfarar U15 ára landsliðanna í körfubolta hafa nú valið sína lokahópa fyrir sumarið 2018. Um fjögur 9 manna landslið er að ræða, og hafa 18 leikmenn verið valdir í hvorn hóp. Liðin taka þátt á Copenhagen-Invitational mótinu í Farum í Danmörku um miðjan júní. Fimm leikmenn Grindavíkur eru í þessum liðum, þar af fjórar stúlkur. Í stúlknalandsliðinu eru það þær Elísabet Ýr …

Ingvi Þór á skólastyrk í St. Louis háskólann

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Körfuknattleiksmaðurinn Ingvi Þór Guðmundsson mun feta í fótspor Jóns Axels bróður síns í haust og leika körfubolta í bandaríska háskólaboltanum. Ingvi skrifaði undir samning í dag við St. Louis háskóla og fer þangað á skólastyrk. St. Louis leikur í A10 deildinni, sem er einmitt sama deild og Jón Axel og félagar í Davidson spila í, svo það er ekki ólíklegt …

Jóhann Árni og Jóhann Þór Ólafssynir þjálfa meistaraflokka Grindavíkur í körfunni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar hafa gengið frá þjálfaramálum fyrir komandi keppnistímabil í meistaraflokkum karla og kvenna, en það verða nafnarnir Jóhann Árni og Jóhann Þór, sem þjálfa liðin. Jóhann Þór Ólafsson mun halda áfram með strákana, en þetta verður fjórða tímabil hans með liðið. Kvennamegin er það Jóhann Árni Ólafsson sem mun taka við stjórnartaumunum af Ólöfu Helgu Pálsdóttur, sem tók við liðinu …

Kvarnast úr leikmannahópi Grindavíkur í körfunni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Það er ljóst að Grindvíkingar munu mæta til leiks með nokkuð breyttan leikmannahóp í Domino's deild karla á næsta tímabili, en að minnsta kosti þrír leikmenn liðsins verða að öllum líkindum ekki með liðinu á næsta ári. Fyrirliði liðsins, Þorsteinn Finnbogason, gaf það út á Twitter á dögunum að hann væri að leita sér að nýju liði og þá á …

Sex leikmenn Grindavíkur í U16 og U18 stúlknalandsliðum Íslands

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Þjálfarar U16 og U18 liða drengja og stúlkna hafa valið sín 12 manna landslið fyrir verkefni sumarsins. Þjálfararnir boðuðu til sín æfingahópa um jól og áramót og hafa fylgst með leikmönnum í leikjum og á fjölliðamótum í vetur og hafa nú valið sín endanleg lið fyrir verkefnin framundan. Liðin fjögur í U16 og U18 drengja og stúlkna fara öll á NM …

Grindvíkingar farnir í sumarfrí í körfuboltanum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Sumarfríið kom snemma hjá meistaraflokkum karla og kvenna í körfubolta þetta árið, en Grindavík er úr leik bæði í úrslitakeppni Domino's deildar karla og 1. deildar kvenna. Strákarnir sóttu Tindastól heim á föstudaginn og þrátt fyrir að leika á köflum alveg ágætlega og leiða stóran hluta leiksins sigu Stólarnir fram úr að lokum og lönduðu sigri, 84-81. Umfjöllun um leikinn …

Stelpurnar töpuðu gegn KR í annað sinn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavíkurkonur eru komnar í erfiða stöðu í úrslitakeppni 1. deildar eftir tap gegn KR á heimavelli í gær. KR konur eru því komnar í 2-0 í viðureigninni en vinna þarf 3 leiki til að tryggja sér sæti í úrslitum. KR-ingar unnu alla leikina sína í deildina í vetur og eru því enn ósigraðar. Umfjöllun Víkurfrétta um leikinn í gær: Grindavík …

Stólarnir léku Grindvíkinga grátt í Mustad-höllinni í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Það hljómar kannski eins og klisja en Tindastólsmenn mættu miklu ákveðnari til leiks í Grindavík í kvöld en heimamenn. Þeir byrjuðu leikinn 2-7 og Grindavík var 1-11 í skotum, þar til að Bullock setti langan tvist. Vörnin hjá Stólunum var harðlæst frá fyrstu mínútu og það skilaði sér ítrekað í auðveldum körfum hinumegin á vellinum. Stólarnir unnu alla leikhluta og …

Framlenging í fyrsta leik Grindavíkur og Tindastóls

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar voru nokkuð nálægt því að stela heimavallarréttindum af Tindastóli í fyrstu viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla, en framlengja þurfti leikinn. Jafnt var á öllum tölum eftir 40 mínútur, staðan 81-81. Dagur Kár hafði komið Grindvíkingum 3 stigum yfir þegar 21 sekúnda var eftir af leiknum og má segja að okkar menn hafi á þeim tímapunkti verið …