Lokahóf KKÍ var haldið í Stapanum í Njarðvík í gær þar sem nokkrir Grindvíkingar voru verðlaunaðir. J’Nathan Bullock var kjörinn besti erlendi leikmaðurinn, Helgi Jónas Guðfinnsson þjálfari ársins og Sigurður Gunnar Þorsteinsson í úrvalslið ársins. Af öðrum verðlaunum var það helst að frétta að sá sem tekur við af Helga Jónasi, Sverrir Þór Sverrisson, var kjörinn þjálfari ársins í kvennaflokki …
Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar UMFG
Aðalfundur körfuknattleiksdeildar UMFG verður miðvikudaginn 16. maí nk. kl. 20:00 í aðstöðu deildarinnar í útistofu við grunnskólann. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Allir áhugasamir um grindvískan körfuknattleik eru hvattir til að mæta. Stjórn kkd.umfg
Sverrir Þór Sverrisson tekur við karlaliði Grindavíkur!
Grindavík var ekki lengi að ganga frá ráðningu á nýjum þjálfara eftir að Helgi Jónas Guðfinnsson tilkynnti að hann gæti ekki þjálfað liðið áfram. Sá sem varð fyrir valinu er nýkrýndur tvöfaldur meistari kvennaliðs Njarðvíkur, Sverrir Þór Sverrisson. Í stuttu spjalli við heimasíðuna lét Sverrir hafa þetta eftir sér: „Ég er gríðarlega spenntur að taka við nýkrýndum Íslandsmeisturum Grindavíkur. Ég …
Aðalfundur UMFG
Aðalfundur UMFG verður haldinn í aðstöðu Ungmennafélagsins í útistofu við grunnskóla Grindavíkur mánudaginn 14. maí kl 20:00 Dagskrá fundarins: Skýrsla formanns Lagðir fram reikningar Umræður um skýrslu og reikninga Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga Önnur mál. Stjórnin
Aðalfundur KörfuknattleiksdeildarUMFG
Aðalfundur körfuknattleiksdeildar UMFG verður haldinn í aðstöðu Ungmennafélagsins í útistofu við grunnskóla Grindavíkur þriðjudaginn 15. maí kl 20:00 Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf
Helgi Jónas hættir
Helgi Jónas Guðfinnsson tilkynnti stjórn körfuknattleiksdeildar Grindavíkur í dag að hann óski eftir að hætta störfum með liðið sökum anna í vinnu sinni. Aðilar skilja í mesta bróðerni en gífurleg ánægja var með störf Helga og árangurinn á þessu tímabili auðvitað hreint út sagt stórkostlegur þar sem sjálfur Íslandsmeistaratitillinn var rúsínan í pylsuendanum. Stjórn kkd.umfg óskar Helga Jónasi alls hins …
Kjör á leikmönnum ársins
Glæsilegu lokahófi körfuknattleiksdeildarinnar lauk með kjöri á leikmönnum ársins í karla- og kvennaflokki Hjá körlunum var það Jóhann Árni Ólafsson sem varð fyrir valinu og Þorleifur Ólafsson bestur í úrslitakeppninni. Í kvennaflokki var Berglind Anna Magnúsdóttir valin leikmaður ársins. Ingibjörg Sigurðardóttir efnilegust og Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir besti varnarmaðurinn. Þá fékk Jean Lois Sicat viðurkenningu fyrir mestu framfarir í vetur. Auk þess …
Uppskeruhátíð yngri flokkar
Miðvikudaginn 9.maí næstkomandi verður haldin uppskeruhátíð yngri flokka((Krakkar í 5.bekk og eldri) körfuknattleiksdeildar Umfg. Hátíðin fer fram í sal Grunnskólans kl.18.00. Þar munu þjálfarar fara yfir árangur vetrarins og veita þeim verðlaun sem skarað hafa framúr. Unglingaráð fer þess á leit við foreldra, í fyrsta lagi að mæta og í öðru lagi að hafa með sér köku eða eitthvað sambærilegt og senda börnin með …
Íslandsmeistarar lokahófa!
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur heldur lokahóf sitt með pompi og prakt annað kvöld, laugardagskvöldið 5. maí. Frábærum árangri verður fagnað en það sem bar hæst er vitaskuld Íslandsmeistaratitillinn sem karlaliðið tók loksins aftur eftir 16 ára bið! Kvennaliðið stóð sig líka frábærlega og vann 1. deildina og leikur því í deild hinna bestu að ári. Hófið verður með breyttu sniði en undanfarin …
Lokahóf körfuknattleiksdeildar
Sigurhátíð verður slegin upp í Kvikunni á lokahófi körfuknattleiksdeildar sem verður haldin í Kvikunni í ár. Húsið opnar kl. 19 og matur hefst kl. 20:00. Veislustjóri er Jón Björn á karfan.is og annar boltaspekinganna á Rúv.Aðal-skemmtiatriðið er Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvalds. Eftir kl. 22:00 er ÖLLUM GRINDVÍKINGUM boðið frítt í Kvikuna!!!!!! Hófinu lýkur um miðnætti og þá fara allir …