Íslandsmeistarar lokahófa!

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur heldur lokahóf sitt með pompi og prakt annað kvöld, laugardagskvöldið 5. maí.

Frábærum árangri verður fagnað en það sem bar hæst er vitaskuld Íslandsmeistaratitillinn sem karlaliðið tók loksins aftur eftir 16 ára bið!

Kvennaliðið stóð sig líka frábærlega og vann 1. deildina og leikur því í deild hinna bestu að ári.

Hófið verður með breyttu sniði en undanfarin ár og teljum við að þetta fyrirkomulag muni slá í gegn!  Hófið er í Kvikunni (Saltfisksetrið) og opnar húsið kl. 19:00                                                                                           6 lambaskrokkar verða heilgrillaðir undir öruggri stjórn Júgganna í Krosshúsum.  Sjálfur Bíbbinn sér um meðlætið!

Jón Björn Ólafsson mun stýra veisluhöldum og mun eflaust lauma inn nokkrum góðum.  Jón Björn er að sjálfsögðu einn aðalmaðurinn á karfan.is og annar frá þessum besta körfuboltamiðli Íslands, Skúli Sigurðsson mun mæta og mynda allt í bak og fyrir og fjalla um hófið.

Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvalds eru aðalskemmtikraftar kvöldsins.

Verðlaunaafhendingar og heiðranir.

Partý!

Og allir enda á hörkuballi á Salthúsinu með Dans á Rósum.

Miðaverð einungis 2.500 kr. (gildir ekki á Salthúsið) og er forsalan í höndum Lindu í Palóma.  Linda er með miðana heima hjá sér að Sólvöllum 7.  Gsm hjá Lindu er 777-3322.  Vinsamlegast komið með reiðufé með ykkur.

Allir að mæta og fagna með grindvískukörfuboltafólki!

Áfram Grindavík!