Það verður bikarslagur á Grindavíkurvelli kl. 19:15 í kvöld þegar stelpurnar taka á móti Tindastóli í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins. Við hvetjum Grindvíkinga til að fjölmenna á leikinn og hvetja okkar konur til sigurs. Athugið að árskort gilda ekki á leikinn.
Enn bíða stelpurnar eftir næstu stigum í Pepsi-deildinni
Eftir ágæta byrjun í Pepsi-deild kvenna er biðin eftir næstu stigum orðin ansi löng hjá Grindavíkurkonum, en síðasti sigur liðsins kom gegn KR þann 10. maí. Í gær tóku þær á móti Blikum þar sem lokatölur urðu 0-5, gestunum í vil. Grindavík byrjaði leikinn ágætlega fyrir 40 mínúturnar eða svo og voru óheppnar að jafna ekki 1-1 fyrir hálfleik. Í …
Grindavík tekur á móti Blikum í kvöld
Grindavíkurkonur taka á móti Breiðabliki í kvöld í Pepsi-deild kvenna. Leikurinn hefst kl. 19:15 og mælum við með góðum og gulum úlpum í stúkuna í kvöld.
Grindavík lagði ÍBV örugglega
Grindvíkingar halda áfram að gera það gott í Pepsi-deild karla í knattspyrnu en í gær lögðu þeir ÍBV hér í Grindavík, 3-1. Það má segja að heimamenn hafi klárað leikinn í fyrri hálfleik en staðan var 3-0 í hálfleik. Andri Rúnar Bjarnason opnaði markareikning sinn strax á 4. mínútu og bætti svo við öðru marki fyrir hálfleik, en Sam Hewson …
Grindavík – ÍBV á sunnudaginn
Grindavík tekur á móti ÍBV á Grindavíkurvelli á sunnudaginn kl. 17:00. Eyjamenn mæta sjóðheitir til leiks eftir góðan sigur á KR í síðasta leik og verður því eflaust um hörkuleik að ræða. Stuðningsmenn Grindavíkur munu hita upp í Gjánni frá kl. 15:30 þar sem hamborgar og fleiri veitingar verða til sölu.
Grindavík gerði jafntefli við Íslandsmeistara FH
Grindvíkingar tóku á móti Íslandsmeisturum FH í hörkuleik á Grindavíkurvelli í gær þar sem lokatölur urðu 1-1. Grindvíkingar hafa verið að glíma við töluverð meiðsli í upphafi sumars en þau virtust þó ekki hafa mikil áhrif á leikskipulag liðsins sem ríghélt í þessum leik. FH-ingar komust lítt áfram gegn vel skipulagðri vörn Grindavíkur og sköpuðu sér fá afgerandi færi. Grindvíkingar …
Grindavík – FH í kvöld, hamborgarar fyrir leik og Jói Útherji á staðnum
Grindavík tekur á móti FH á Grindavíkurvelli í kvöld og hefst leikurinn kl. 20:00. Fyrir leik geta stuðningsmenn hitað upp í Gjánni þar sem hamborgarar og með því verða til sölu. Þá verður Jói Útherji einnig á staðnum og hægt verður að kaupa Grindavíkurtreyjur hjá honum. Mætum á völlinn og styðjum strákana til sigurs!
Daníel Leó framlengir við Álasund FK
Grindvíkingurinn og varnarmaðurinn knái, Daníel Leó Grétarsson, skrifaði á dögunum undir nýjan samning við lið sitt, Álasund FK. Daníel hefur leikið með liðinu í norsku úrvalsdeildinni frá sumrinu 2015 og er því á sínu þriðja tímabili með liðinu. Hann hefur verið fastamaður í liðinu í ár þar sem hann hefur leikið 11 af 12 leikjum liðsins. Daníel á að baki …
Knattspyrnuskóli UMFG
Knattspyrnuskóli UMFG og Lýsis verður starfræktur í sumar. Námskeiðin eru opin öllum iðkendum á aldrinum 6 – 14 ára, bæði piltum og stúlkum. Um er að ræða þrjú viku námskeið í júní og eitt viku námskeið í ágúst. Á námskeiðunum verður iðkendum skipt upp eftir aldri og getu þannig að allir fái verkefni við sitt hæfi. Námskeiðin eru: 12. júní – …
Sumarblómasala fótboltans er byrjuð
Sumarblómasala 5. og 6. flokks drengja í knattspyrnu er á sínum stað á planinu við Geo hótel. Salan verður opin frá 16:00 – 20:30 í dag og á morgun, fimmtudaginn 8. júní. Athugið að ekki er hægt að greiða kreditkortum, aðeins debit og peningum.