Stelpurnar í 3. flokki kvenna eru þessa dagana staddar á Spáni þar sem þær keppa á Costa Blanca mótinu. Alls fóru 16 stúlkur út, þrjár fæddar 2001, 11 fæddar 2002 og tvær fæddar 2003. Petra Rós Ólafsdóttir er fararstjóri hópsins og skrifar skemmtilegan pistil frá mótinu á Facebook-síðu knattspyrnudeildarinnar: Eins og þið sáuð kannski þá er 3. flokkur kvenna núna …
Meiðslalistinn hjá Grindavík í lengra lagi
Þrátt fyrir gott gengi hjá Grindavík í Pepsi-deild karla í sumar hefur sjúkralistinn verið langur og útlit er fyrir að a.m.k. tveir leikmenn losni ekki af honum áður en tímabilið er á enda. Hákon Ívar Ólafsson meiddist illa á hné í síðasta leik og verður frá í þrjá mánuði. Svipaða sögu er að segja af Spánverjanum Rodrigo Gomes Mateo sem …
Þriðji sigurinn í röð hjá stelpunum
Grindavíkurkonur lögðu Hauka á útivelli í gær og unnu þar með sinn þriðja leik í röð, og annan í deildinni. Deildarsigrarnir hafa báðir komið gegn liðum sem sitja í fallsætum deildarinnar og er Grindavík nú komið í þægilega fjarlægð frá þessum tveimur neðstu sætum. Grindavík er nú með 12 stig, í 6. – 7. sæti ásamt FH, en botnlið Fylkis …
Dýrmætur sigur á Fylki í gær
Grindavíkurkonur lönduðu 3 dýrmætum stigum í botnbaráttunni í Pepsi-deild kvenna í gær þegar þær lögðu Fylki, 2-1, hér í Grindavík. Eftir þennan sigur hefur Grindavík slitið sig frá liðunum í fallsætum deildarinnar og eru með 5 stiga forskot á Fylki og 8 stiga forskot á botnlið Hauka. Það voru tvö jöfn lið sem mættust á Grindavíkurvelli í gær og mikil …
Markmannsvandræði hjá Grindavík – Telma Ívarsdóttir hleypur í skarðið
Báðir markmenn meistaraflokks kvenna eru nú komnar á sjúkralistann. Malin Reuterwall hefur ekki leikið með liðinu síðan í maí vegna höfuðmeiðsla og er farin frá félaginu og sennilega hætt í fótbolta. Emma Higgins hefur nú bæst á listann með brákuð rifbein. Grindavík hefur því fengið hina 18 ára Telmu Ívarsdóttir til liðs við sig frá Breiðabliki. Þar sem Telma er ennþá …
Stórleikur á Grindavíkurvelli í kvöld
Það verður sannkallaður 6 stiga leikur á Grindavíkurvelli kl. 19:15 í kvöld þegar Fylkir kemur í heimsókn en Grindavík og Fylkir eru í 8. og 9. sæti Pepsi-deildarinnar, en Fylkir er aðeins tveimur stigum á eftir Grindavík. Upphitun fyrir leikinn hefst kl. 18:00 en þá verður grillað í Gjánni gegn vægu gjaldi og svo verða knattþrautir og frís ís meðan …
Grindavík sótti stig í Kópavoginn
Grindavík sótti Blika heim í Kópavoginn í gær, í markalausum en fjörugum leik. Grindvíkingar áttu erfitt uppdráttar sóknarlega í fyrri hálfleik og boltinn var að mestu í fótum heimamanna en vörn Grindavíkur var þétt og öguð og Blikar náðu ekki að skapa sér nein afgerandi færi. Þeir reyndu mörg langskot sem fóru annað hvort yfir markið eða í öruggar hendur …
Grindavík í 4-liða úrslit Borgunarbikarsins
Grindavíkurkonur eru komnar í 4-liða úrslit Borgunarbikarsins eftir góðan 3-2 sigur á Tindastóli á föstudaginn. Grindavík komst í 3-0 í fyrri hálfleik og var sigurinn aldrei í mikilli hættu þrátt fyrir að gestirnir næðu að klóra í bakkann undir lokin. Elena Brynjarsdóttir skoraði tvö fyrstu mörk Grindavíkur og Ísabel Almarsdóttir kláraði dæmið rétt áður en flautað var til hálfleiks. Grindavík …
Grindavík sækir Kópavoginn heim í kvöld
Grindavík sækir Breiðablik heim í Kópavoginn í kvöld, en með sigri getur liðið jafnað Valsmenn að stigum á toppi deildarinnar. Það er því mikið í húfi í kvöld og mun Stinningskaldi bjóða uppá rútuferð á leikinn frá Bryggjunni kl. 17:30. Takmarkaður sætafjöldi í boði og er skráning í rútuna hjá Gunnari Má í síma 865-2900. Óli Stefán mun fara með …
Ingibjörg Sigurðardóttir í lokahópnum fyrir EM
Grindvíkingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir var í gær valinn í 23 manna lokahóp fyrir Evrópumeistaramót kvenna sem fram fer í Hollandi, en fyrsti leikur liðsins er gegn Frökkum þann 18. júlí. Ingibjörg er næst yngsti leikmaður liðsins, fædd 1997, en hún lék sína fyrstu A-landsleiki í sumar. Hún á að baki 15 leiki með U19 landsliðinu, 14 með U17 og 3 með …