Björn Berg og Hákon Ívar áfram í Grindavík, Milos og Magnús Björgvins á förum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Leikmannahópur Grindavíkur fyrir komandi sumar í Pepsi-deild karla er óðum að taka á sig mynd. Á dögunum var gengið frá nýjum samningum við tvo leikmenn og um leið tilkynnt að aðrir tveir væru á leið frá liðinu. Þeir Björn Berg Bryde og Hákon Ívar Ólafsson hafa báðir framlengt sína samninga við liðið en þeir Magnús Björgvinsson og Milos Zeravica munu …

Grindin firmamótsmeistari 2017

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Hið sívinsæla firmamót GG var á sínum stað á milli jóla og nýárs. Tólf lið voru skráð til leiks í tveimur riðlum, en að lokum var það lið Grindarinnar sem bar sigur úr býtum eftir æsispennandi úrslitaleik gegn Vísi þar sem sigurmarkið kom í blálokin, lokatölur 4-3. Fleiri myndir frá mótinu má sjá á Facebook-síðu mótsins en Andri Páll Sigurðsson …

Aron Jóhannsson til Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar hafa fengið til sín nýjan leikmann fyrir komandi baráttu í Pepsi-deildinni í sumar, en það er miðjumaðurinn Aron Jóhannsson sem kemur til liðsins frá Haukum. Aron skrifaði undir 3 ára samning við liðið, en hann er fæddur árið 1994 og hefur leikið bæði með U17 og U19 ára landsliðum Íslands.  Frétt fótbolta.net um félagaskiptin: Grindavík hefur fengið miðjumanninn Aron …

Firmamót Eimskips og GG á morgun, skráningu lýkur í dag

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Hið fjöruga og skemmtilega Firmamót verður haldið föstudaginn 29. desember í íþróttahúsi Grindavíkur. Mótið er haldið af liði GG. Leikið er með battaboltafyrirkomulagi. Verðlaunað er fyrir 1., 2. og 3. sæti og einnig verður verðlaunað fyrir besta leikmann, skemmtilegasta leikmann og skemmtilegasta áhorfandann. Skráningu lýkur í dag og dregið verður í riðla í kvöld. Þátttökugjald er 35.000 kr. á lið.  …

Alexander og Matthías áfram í Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur og leikmennirnir Alexander Veigar Þórarinsson og Matthías Örn Friðriksson hafa gert nýja leikmannasamninga við félagið. Alexander Veigar til þriggja ára eða út árið 2020 og Matthías Örn til tveggja ára eða út árið 2019.   Alexander er uppalinn hjá Grindavík og lék sinn fyrsta meistaraflokksleik sumarið 2005, þá aðeins 17 ára gamall. Hann hefur leikið með nokkrum liðum …

Opnunartími í Hópinu yfir jól og áramót

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Opnunartími í Hópinu yfir jól og áramót 2017 verður eftirfarandi: 21. des. fimmtudagur, opið 06:00-14:00.22. des. föstudagur, opið 06:00-14:00 Síðasti dagur morgunopnunar á árinu.23. des. Þorláksmessa. LOKAÐ.24. des. Aðfangadagur. LOKAÐ.25. des. Jóladagur. LOKAÐ.26. des. Annar í jólum. LOKAÐ.27-29. des. LOKAÐ vegna sumarleyfa.31. des. Gamlársdagur. LOKAÐ.1 .jan. 2017 Nýársdagur. LOKAÐ.2. jan. þriðjudagur opnar á ný fyrir göngugarpa 06:00-.3. jan. miðvikudagur. Opið …

Firmamót Eimskips og GG föstudaginn 29. desember

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Hið fjöruga og skemmtilega Firmamót verður haldið föstudaginn 29. desember í íþróttahúsi Grindavíkur. Mótið er haldið af liði GG. Leikið er með battaboltafyrirkomulagi. Verðlaunað er fyrir 1., 2. og 3. sæti og einnig verður verðlaunað fyrir besta leikmann, skemmtilegasta leikmann og skemmtilegasta áhorfandann. Þátttökugjald er 35.000 kr. á lið.  Skráning í síma 862-7999 (Haukur) eða 860-8999 (Hjörtur).

Ingibjörg Sigurðardóttir til Djurgården

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíska knattspyrnukonan Ingibjörg Sigurðardóttir hefur gert 2 ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið Djurgården. Ingibjörg hefur leikið með Breiðablik undanfarin ár og vakti athygli liða á erlendri grundu eftir vasklega framgöngu með landsliðinu á EM í sumar. Ingibjörg, sem fædd er árið 1997, er uppalin í Grindavík en hún lék sína fyrstu meistaraflokksleiki í efstu deild með Grindavík sumarið 2011. MBL.is …

Elena og María Sól áfram í Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Elena Brynjarsdóttir og María Sól Jakobsdóttir hafa skrifað undir samninga við kvennaráð meistaraflokks. Þær spiluðu báðar með liðinu síðastliðið sumar og verða því áfram í herbúðum þess. Elena skrifaði undir eins árs samning og María Sól undir samning til tveggja ára. Elena kom til Grindavíkur á láni frá Breiðabliki, spilaði 14 deildarleiki og 3 í bikar og skoraði 5 mörk. …

Kertasala 5. og 6. flokks

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Dagana 30. nóvember – 3. desember verða strákarnir í 5. og 6. flokki karla á ferðinni hér í bænum og munu selja kerti frá Heimaey. Salan er liður í fjáröflun fyrir mót komandi sumars. Heimaey er vinnu- og hæfingarstöð og má því segja að hægt sé að slá tvær flugur í einu höggi með því að kaupa kerti af strákunum. …