Þolinmæðissigur á Snæfelli

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar rétt mörðu sigur á botnliði Snæfells í Domino’s deild karla í Stykkishólmi í gær en Snæfellingar voru hársbreidd frá því að landa sínum fyrsta sigri í vetur. Heimamenn hófu leikinn með látum og virtust Grindvíkingar ekki alveg klárir á því hvaðan á þá stóð veðrið. Með þolinmæði og seiglu réttu þeir þó skútuna af og unnu að lokum, 80-88. …

Aðalfundur knattspyrnudeildar UMFG í dag

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Aðalfundur knattspyrnudeildar UMFG verður haldinn fimmtudaginn 23. febrúar 2017. Kl: 18:00 í félagsheimili knattspyrnudeildar að Austurvegi 3 (Gulahúsinu) Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Iðkendur, foreldrar, velunnarar og aðrir áhugamenn um knattspyrnu eru hvattir til að mæta. Stjórn knattspyrnudeildar UMFG.

Keflavíkursigur í Mustad-höllinni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Enn syrtir í álinn hjá Grindavíkurkonum í Domino’s deildinni en liðið tapaði heima fyrir Keflavík í gær. Grindavík hefur leikið alla sína leiki eftir áramót án erlends leikmanns þar sem að Angela Rodriguez hefur ekki enn fengið leikheimild. Grindavík situr nú á botni deildarinnar með þrjá sigra þegar fimm leikir eru eftir. Haukar eru svo í næsta sæti fyrir ofan, …

Sænskur markvörður til Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Meistaraflokkur kvenna heldur áfram að bæta við sig erlendum landsliðskonum fyrir komandi sumar í Pepsi-deildinni en fótbolti.net greinir frá því í dag að hin sænska Martin Reuterwall sé gengin til liðs við Grindavík. Martin er 26 ára markvörður frá Svíþjóð og hefur leikið einn landsleik. Hin norður-írska Emma Higgins framlengdi sinn samning við Grindavík í desember og því ljóst að …

Myndir frá grímutöltmótinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Síðastliðinn laugardag stóð hestamannafélagið Brimfaxi fyrir stórskemmtilegu töltmóti í samvinnu við hestamannafélagið Sóta frá Álftanesi. Um svokallað grímutöltmót var að ræða þar sem knapar, og jafnvel hestar, mættu til leiks í skrautlegum búningum.  Búningarnir voru hver öðrum glæsilegri en á Facebook-síðu Sóta má sjá fjölmargar skemmtilegar myndir frá mótinu. Við birtum smá sýnishorn hér að neðan:  

Stelpurnar leita enn að fyrsta sigri ársins

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavíkurkonur leita enn að fyrsta sigri ársins eftir tap gegn Haukum hér í Grindavík á laugardaginn. Leikurinn var jafn allt til enda en staðan var 40-40 í upphafi 4. leikhluta. Haukakonur sigu svo fram úr á lokasprettinum, lokatölur 52-56. Grindavík er enn án erlends leikmanns en Angela Rodriguez bíður eftir að fá atvinnuleyfi. Nú fer hver að verða síðastur að …

Keflvíkingar stálu stigum í Mustad-höllinni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík náði ekki að loka nágrannaslagshelginni á sömu nótum og hún hófst, en Keflavík tók stigin í Mustad-höllinni í gær. Leikurinn var jafn framan af en Keflavík með Amin Stevens í broddi fylkingar var sterkari á lokasprettinum og kláraði leikinn, 85-92. Grindavík er því í 5. sæti Domino’s deildar karla, aðeins 2 stigum á undan Keflavík. Karfan.is fjallaði um leikinn: …

Grindavík vann grannaslaginn í Ljónagryfjunni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík vann góðan sigur á nágrönnum okkar í Njarðvík í gærkvöldi, 79-87. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en Grindavík tók gott áhlaup í lokin sem að Lewis Clinch leiddi og uppskar að launum dýrmætan sigur. Lewis tók tvær rosalegar troðslur á lokasprettinum og hélt Fannar Ólafsson ekki vatni yfir þeim í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 sport. Karfan.is fjallaði …

Stelpurnar grátlega nálægt sigri í spennuleik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavíkurkonur voru hársbreidd frá því að landa sínum fyrsta sigri á nýju ári þegar þær tóku á móti Stjörnunni í fyrrakvöld. Liðið hefur gengið í gegnum ýmsar hrakningar í vetur og ekki náð að sýna sitt rétta andlit en allt annað lið virtist vera mætt til leiks á miðvikudaginn. Stjarnan fór að lokum með sigur af hólmi 71-74. Karfan.is fjallaði …

Flugukastæfingar í Hópinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Næstu þrjá sunnudag vera flugukastæfingar í Hópinu 18:30. Leiðbeinendur verða þeir Sveinn Eyfjörð og Andrew Horne. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.