Grindavík tók forystuna í Suðurstrandareinvíginu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík vann góðan sigur á Þórsurum, 100-92, í Mustad-höllinni í gær og hefur því tekið 2-1 forystu í einvíginu. Dagur Kár Jónsson fór fyrir okkar mönnum í gær og setti 29 stig. Næstur kom Lewis Clinch Jr með 20 stig en saman settu þeir 10 þrista. Næsti leikur er í Þorlákshöfn á morgun, föstudag. Sigurbjörn Daði Dagbjartsson var í hlutverki …

Mikil gróska í judo í Grindavík

JudoÍþróttafréttir, Judó

Mikið uppbyggingarstarf hefur verið unnið innan judo-deildar UMFG undanfarin ár og eftir því hefur verið tekið á landsvísu. Grindvískir keppendur hafa verið að ná góðum árangri í keppnum og á síðasta ári var enginn keppandi á Íslandi stigahærri en Tinna Einarsdóttir sem vann allar sínar glímur, bæði gegn stelpum og strákum. Víkurfréttir heimsóttu Grindavík á dögunum og fjölluðum um það …

Grindavíkurkonur kvöddu deildina með sigri

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavíkurkonur luku þátttöku í Domino’s deild kvenna í bili á jákvæðu nótunum þegar þær lögðu Stjörnuna í Garðabæ, 53-67. Ingunn Embla leiddi stigaskor Grindavíkur með 19 stig á 24 mínútum, þar af voru 5 þristar í 6 tilraunum. Karfan.is gerði leiknum góð skil: Stjörnukonur tóku í kvöld á móti Grindavík í lokaumferð Domino’s deildar kvenna. Fyrir leikinn var ljóst að …

Úrslitakeppnin heldur áfram – grillað í Gjánni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Úrslitakeppni Domino’s deildar karla heldur áfram í kvöld þegar Þórsarar rúlla eftir Suðurstrandarveginum til Grindavíkur, en staðan í einvíginu er 1-1 og því algjört lykilatriði fyrir okkar menn að landa sigri í kvöld. Gauti og félagar ætla að fíra upp í grillinu kl. 17:30 og grilla djúsí borgara ofan í stuðningsmenn og koma mönnum í gírinn fyrir kvöldið en leikurinn …

Aðalfundur hjólreiðanefndar UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Aðalfundur hjólreiðanefndar UMFG verður haldinn í Gjánni mánudaginn 27 mars kl 18:00. Dagskrá: Skýrsla stjórnarlagðir fram reikningarkosning stjórnarÖnnur mál Allir velkomnir

Sunddeild UMFG auglýsir eftir þjálfara

SundÍþróttafréttir, Sund

Sunddeild UMFG leitar að barngóðum einstaklingi til að sinna starfi þjálfara hjá deildinni. Gerum kröfu um sjálfstæð vinnubrögð og reynslu af sundkennslu. Um hlutastarf er að ræða og nánari upplýsingar gefur formaður sunddeildar.Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. maí 2017. Umsóknir skal senda á klara@visirhf.is

Hugmyndavinna stuðningsmannafélags Grindavíkur á þriðjudaginn kl. 20:00

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Óli Stefán Flóventsson, þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu, boðar áhugasama stuðningsmenn til fundar í Gjánni næstkomandi þriðjudagskvöld kl. 20:00. Það styttist í Pepsi-deildina 2017 þar sem Grindavík mun eiga fulltrúa í báðum deildum og ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Fundurinn er öllum opinn og hvetjum við sem flesta til mæta og þjappa sér saman í kringum liðin …

Aðalfundur deilda innan UMFG í kvöld kl. 20:00

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Ungmannafélag Grindavíkur ákvað á stjórnarfundi sem að haldinn var 17. janúar 2017 að halda sameiginlegan aðalfund fyrir eftirtaldar deildir innan UMFG. Deildirnar eru Taekwondo, Judó, Fimleikadeild, Sunddeild og skotdeild. Fundurinn verður haldinn mánudaginn 20. mars 2017 kl 20:00 í Gjánni sal íþróttamiðstöðvarinnar.  Dagskrá fundarins er: 1. Skýrsla judódeildar og reikningar deildarinnar2. Skýrsla Taekwondo og reikningar deildarinnar 3. Skýrsla Fimleikadeildar og reikningar …

Stelpurnar stóðu í deildarmeisturunum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavíkurkonum tókst ekki að bæta öðrum sigri í sarpinn á nýju ári þegar þær tóku á móti verðandi deildarmeisturum Snæfells á laugardaginn. Okkur konur byrjuðu leikinn betur en hægt og rólega unnu gestirnir á og unnu að lokum öruggan sigur, 65-77. Líkt og svo oft áður var gott samstarf milli Grindavik.is og Karfan.is og var fréttaritari okkar á staðnum og …

Þórsarar jöfnuðu einvígið gegn Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar náðu ekki að stela útisigri gegn Þórsurum í viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Domino’s deildar karla þegar liðin mættust í Þorlákshöfn í gær. Leikurinn varð jafn og spennandi á lokametrunum og lokatölur urðu 90-86.   Karfan.is fjallaði um leikinn: Í kvöld fór fram annar leikur Grindavíkur og Þórsara úr Þorlákshöfn í úrslitakeppni Dominos deildar karla í Þorlákshöfn. Grindvíkingar unnu …