Grindavík gerði góða ferð uppá Skipaskaga í gær í Pepsi-deild karla, þar sem strákarnir lögðu ÍA í miklum markaleik, lokatölur 2-3. Andri Rúnar Bjarnason skoraði öll mörk Grindavíkur og hefði hæglega getað sett tvö enn. Andri í fanta formi í upphafi sumars og vonandi er þetta aðeins upphitun fyrir það sem koma skal hjá kappanum. Myndasafn: Fótbolti.net Viðtöl: Fótbolti.net Textalýsing: …
Lokahóf yngri flokka á miðvikudaginn
Lokahóf yngri flokka körfuknattleiksdeildar UMFG fer fram í Íþróttahúsinu miðvikudaginn 24. maí. Lokahófið verður tvískipt í ár, 1.-4.bekkur byrjar kl 17:00 og lokahóf eldri iðkenda byrjar kl 17:30. Allir iðkendur í 1.-4. bekk fá viðurkenningarskjal fyrir afrakstur vetrarins. Einstaklingsverðlaun verða veitt fyrir iðkendur í mb.11 ára – unglingaflokks. Pylsupartý verður að lokinni verðlaunaafhendingu fyrir utan íþróttahúsið. Körfuknattleiksdeildin veitir einstaklingsverðlaun fyrir góð gildi …
Kótilettukvöld sunddeildar UMFG annað kvöld
Laugardagskvöldið 20. maí mun sunddeild UMFG standa fyrir kótilettukvöldi í Gjánni, frá kl. 18:00-20:00. Boðið verður uppá kótilettur í raspi eins og amma gerði þær. Meðlætið er í boði Issa. Verðið er aðeins 4. 000 kr. á mann. Einnig verður boðið upp á heimsendingar. Einn skammtur er 5 stk kótilettur brúnaðarkartöflur grænarbaunir, rauðkál, smá feiti og rabbarasulta. Gos verður í …
Grindavík rúllaði Völsungum upp, 7-1
Grindavík er komið áfram í 16-liða úrslit Borgunarbikarins eftir frábæran 7-1 sigur á Völsungum í gær. Grindavík lék upp í stífan vindinn í fyrri hálfleik en það virtist þó ekki skipta máli þar sem strákarnir settu 3 mörk í fyrri hálfleik. Þeir bættu svo við fjórum til viðbótar í seinni hálfleik. Markaskorarar Grindavíkur voru William Daniels sem skoraði 4 mörk …
Innanfélagsmót fimleikadeildarinnar á sunnudaginn
Innanfélagsmót fimleikadeildar UMFG verður haldið sunnudaginn 21. maí klukkan 13:00 og stendur til kl. 15:00 Húsið opnar fyrir áhorfendur klukkan 12:45. Allir hjartanlega velkomnir!
Stelpurnar fengu skell heima gegn ÍBV
Grindavíkurkonur áttu ekki sinn besta dag í gær þegar þær tóku á móti ÍBV, en lokatölur leiksins urðu 0-4. Erlendir leikmenn liðsins sem dregið hafa vagninn framan af móti áttu erfitt uppdráttar og sáust varla á löngum köflum. Thaisa Moreno var ekki í leikmannahópnum í gær vegna meiðsla en hún hefur verið einn besti leikmaður liðsins og virtist liðið sakna krafta …
Jón Axel, Óli og Ingunn landsliðsfulltrúar Grindavíkur
Búið er að velja þá 12 leikmenn sem munu skipa landslið Íslands á Smáþjóðaleikunum í San Marínó og eiga Grindvíkingar þrjá fulltrúa í liðunum. Ingunn Embla Kristínardóttir var valin í kvennaliðið og þeir Jón Axel Guðmundsson og Ólafur Ólafsson í karlaliðið. Leikarnir fara fram dagana 30. maí til 3. júní Liðin í heild: Landslið kvennaBerglind Gunnarsdóttir · Snæfell (8)Birna Valgerður …
Kótilettukvöld sunddeildar UMFG á laugardaginn
Laugardagskvöldið 20. maí næstkomandi mun sunddeild UMFG standa fyrir kótilettukvöldi í Gjánni, frá kl. 18:00-20:00. Boðið verður uppá kótilettur í raspi eins og amma gerði þær. Meðlætið er í boði Issa. Verðið er aðeins 4. 000 kr. á mann. Einnig verður boðið upp á heimsendingar. Einn skammtur er 5 stk kótilettur brúnaðarkartöflur grænarbaunir, rauðkál, smá feiti og rabbarasulta. Gos verður …
Grindvíkingar fengu skell gegn Víkingum heima
Eftir ágætis byrjun á tímabilinu var Grindvíkingum kippt harkalega niður á jörðina í gær þegar þeir steinlágu heima gegn Víkingum frá Ólafsvík, 1-3. Grindvík lék með vindinn í bakið í fyrri hálfleik en náði þó ekki að setja mark en Víkingar opnuðu seinni hálfleikinn með látum og komust fljótt í 0-2. Juan Manuel Ortiz Jimenez minnkaði muninn í uppbótartíma en hann …
Grindavík mætir ÍBV á morgun og stelpurnar leggja allt undir
Grindavík tekur á móti ÍBV í Pepsi-deild kvenna á morgun, þriðjudaginn 16. maí, kl. 17:15. Grindavík hefur farið vel af stað í vor og er með 6 stig eftir 3 umferðir. Stelpurnar ætla sér að fylgja þessum góða árangri eftir á morgun og leggja allt undir til að næla sér í 3 stig í viðbót. Mætum á völlinn og styðjum …