Bardagakappinn Björn Lúkas Haraldsson fór eins og stormsveipur í gegnum heimsmeistaramót áhugamanna í MMA og það var ekki fyrr en í úrslitabardaganum sem hann mætti ofjarli sínum og varð að játa sig sigraðan. Björn og Svíinn Khaled Laallam tókust á í þrjár lotur og vann Khaled að lokum á dómaraúrskurði, sem Björn sagði að hefði verið sanngjörn niðurstaða. Björn Lúkas …
Dagur Kár í viðtali hjá Víkurfréttum
Dagur Kár Jónsson, leikmaður Grindavíkur í körfuboltanum, er í léttu og skemmtilegu viðtali á vefsíðu Víkurfrétta í dag. Dagur er mjög bjartsýnn á gengi Grindavíkur í vetur og gerir ekki ráð fyrir öðru en að liðið geri harða atlögu að titlinum í ár. Þá greinir hann líka frá því að bræður hans séu mjög tapsárir og því sé mjög gaman …
Nágrannaslagur í Ljónagryfjunni í kvöld kl. 20:00
Grindvíkingar sækja Njarðvíkinga heim í Ljónagryfjuna í kvöld í sannkölluðum nágrannaslag. Okkar menn vilja eflaust hefna fyrir bikartapið í Njarðvík á dögunum og má búast við hörkuleik þar sem bæði lið eru á góðu skriði í deildinni. Leikurinn hefst kl. 20:00 og verður einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.
Björn Lúkas í úrslit
Bardagakappinn og Grindvíkingurinn Björn Lúkas Haraldsson keppir þessa dagana á heimsmeistaramótinu áhugamanna í MMA í Bahrain. Það eru engar ýkjur þegar við segjum að Björn hafi farið mjög vel af stað á þessu móti en hann hefur keppt fjórum sinnum á fjórum dögum og klárað alla sína bardaga í 1. lotu. Hann er því kominn í úrslit sem fara fram …
Jón Axel leikmaður vikunnar í háskólaboltanum
Tímabilið byrjar vel hjá Jóni Axel Guðmundssyni í bandaríska háskólaboltanum en hann var valinn leikmaður vikunnar í liðinni viku. Jón átti fantagóðan leik í sigri Davidson skólans á Charleston Southern, 110-62, og var hárbreidd frá því að næla sér í þrefalda tvennu. Jón skoraði 24 stig, tók 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar og kórónaði svo sína frammistöðu með því …
Grindavík lagði Hamar
Grindavík vann þægilegan sigur á Hamarsstúlkum í Mustad-höllinni í gær, 64-58. Sex stiga sigur gefur e.t.v. til kynna að leikurinn hafi verið spennandi en Grindavík var með leikinn á sínu valdi svo til allan tímann og lönduðu okkar konur að lokum sigrinum nokkuð örugglega þrátt fyrir heiðarlega tilraun gestanna til að ræna honum. Benóný Þórhallsson var á staðnum fyrir karfan.is: …
Ray Anthony og Nihad Hasecid þjálfa kvennalið Grindavíkur
Kvennaráð knattspyrnudeildar UMFG skrifaði fyrir helgi undir tvegga ára samning við Grindvíkinginn Ray Anthony Jónsson. Ray mun þjálfa kvennalið Grindavíkur í Pepsi-deildinni að ári og honum til aðstoðar verður Nihad Hasecic. Ray lék um árabil með Grindvíkingum og um tíma lék hann með liði frá Manila á Filipseyjum, en hefur undanfarin tvö ár þjálfað 4. deildarlið GG. Nihad Hasecic var …
Grindavík landaði góðum sigri í Mustad-höllinni
Liðin sem tókust á í úrslitum Domino’s deildarinnar síðastliðið vor mættust í Grindavík í kvöld þar sem heimamenn höfðu harma að hefna. Þeir settu tóninn í byrjun og leiddu 24-14 eftir fyrsta leikhluta og létu forystuna ekki af hendi eftir það. Lokatölur Grindavík 94 – KR 84. KjarninnGrindvíkingar mættu ákveðnir til leiks frá fyrstu mínútu. Þeir hafa verið að finna …
Íþróttamiðstöðin lokuð til kl. 16:00 á morgun, föstudag
Íþróttamannvirki Grindavíkurbæjar verða lokuð til kl. 16:00 á morgun, föstudaginn 10. nóvember, vegna sameiginlegs starfsmannadags allra starfsmanna bæjarins.
Embla valin í A-landsliðshóp kvenna
KKÍ tilkynnti í gær 15 manna æfingahóp A-landsliðs kvenna fyrir tvo leiki í undankeppni EM kvenna sem fer fram næsta sumar. Leikirnir núna eru gegn Svartfjallalandi hér heima þann 11. nóvember og gegn Slóvakíu á útivelli þann 15. nóvember. Grindvíkingar eiga einn fulltrúa í hópnum en það er Embla Kristínardóttir. Leikjaplanið í undankeppni EM, sem fram fer í þrem gluggum …