Úrslit úr fyrsta golfmóti sumarsins

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Golfklúbbur Grindavíkur hélt fyrsta mót sumarsins strax í gær á sumardeginum fyrsta í glampandi sól. Flatirnar á Húsatóftavelli koma flestar vel undan vetri en þó sennilega engin betur en 6. flöt sem sést á meðfylgjandi mynd. Flott sumar framundan í golfinu hjá Grindvíkingum. Úrslit mótsins, frétt af Facebook síðu klúbbsins: „Þá er fyrsta móti ársins lokið. Sumarið kom með sólskini …

Grindavík Íslandsmeistarar í flokki B-liða kvenna

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar lönduðu enn einum Íslandsmeistaratitlinum í körfuknattleik um helgina en í þetta skiptið var það í flokki B-liða. Grindvíkingar eiga þar á að skipa gríðarsterku liði sem skipað er gömlum reynsluboltum úr kvennakörfunni í bland við yngri leikmenn, sem flestar ættu eflaust fullt erindi í lið Grindavíkur í efstu deild. Stelpurnar spiluðu til úrslita gegn Keflavík B og urðu lokatölur …

Stelpurnar í 7. flokki kræktu í silfur eftir ævintýralegan vetur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Stelpurnar í 7. flokki kvenna (árgangur 2002) spiluðu til úrslita á Íslandsmótinu um helgina þar sem þær kræktu í silfur eftir tap í hreinum úrslitaleik gegn Keflavík. Lokatölur urðu 26-23 eftir framlengingu, en samkvæmt frétt á karfan.is var leikurinn jafn og æsispennandi og áhorfendur sem nánast fylltu Röstina skemmtu sér konunglega.  Þó svo að silfur sé vissulega glæsilegur árangur hjá …

Körfuboltavertíðin á enda í efstu deild, Snæfell sendu stelpurnar í sumarfrí

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavíkurstúlkur luku keppni í Dominosdeild kvenna í gærkvöldi þega þær töpuðu á heimavelli fyrir Snæfelli og þar með viðureigninni 3-1. Grindavík náði sér aldrei almennilega á strik í leiknum nema rétt í byrjun og sigur gestanna var í raun aldrei í hættu. Blaðamaður Grindavík.is var að sjálfsögðu á leiknum og skrifaði umfjöllun sem birtist í gær á karfan.is og núna …

Sylvía Sól sigraði þrígangsmót Sóta

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Ungir grindvískir íþróttamenn halda áfram að gera það gott en Sylvía Sól Magnúsdóttir, hestakona úr Brimfaxa, gerði sér lítið fyrir og varð í 1. sæti í flokki 17 ára og yngri á opna þrígangsmóti Sóta 11. apríl síðastliðinn. Góður afmælisdagur hjá Sylvíu en þessi efnilegi knapi fagnaði jafnframt 15 ára afmæli sínu þennan sama dag. Við óskum Sylvíu til hamingju …

Fimm ungir Grindvíkingar í yngri landsliðum í körfubolta

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Þrátt fyrir að tímabilið hafi tekið ótímabæran enda hjá meistaraflokkum Grindavíkur í körfubolta þá er engu að síður bjart fyrir framtíð körfuboltans í Grindavík. Bikar- og Íslandsmeistaratitlar voru ófáir á tímabilinu og á dögunum bárust þær fréttir að fimm leikmenn hefðu verið valdir í hópa yngri landsliða sem keppa á Norðurlandamótinu í Svíþjóð og Copenhagen Invitational-mótinu í Kaupmannahöfn á vordögum. …

Dröfn Einarsdóttir valin í U17 ára landsliðið í knattspyrnu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Dröfn Einarsdóttir, leikmaður meistaraflokks kvenna í knattspyrnu, hefur verið valin í U17 hóp kvenna sem leikur á undirbúningsmóti UEFA í Færeyjum en leikið verður dagana 23. – 26. apríl. Mótherjarnir verða, auk heimamanna, Wales og Norður Írland. Dröfn sem fædd er 1999 lék 13 leiki í 1. deildinni í fyrra og skoraði tvö mörk. Óskum við þessari efnilegu knattspyrnukonu til …

Snæfell skellti í lás í öðrum leikhluta og staðan í einvíginu 2-1

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavíkurstúlkur sóttu Hólminn heim í gær og voru eflaust fullar bjartsýni eftir sigur í síðasta leik. Framan af var leikurinn í járnum en í 2. leikhluta skelltu Snæfellingar öllu í lás og Grindvíkingar skoruðu aðeins 6 stig í fjórðungnum. Eftir það virtist aðeins vera formsatriði fyrir heimastúlkur að klára leikinn. Grindvíkingar söknuðu augljóslega Maríu Ben, sem verður ekki meira með …