Þær fréttir bárust í dag að annar af þjálfurum Grindavíkur, Óli Stefán Flóventsson, væri kominn með leikheimild með Grindavík. Óli sem verður fertugur í ár er hokinn af reynslu en hann spilaði 17 leiki með Sindra í fyrra. Hann hafði ekki í hyggju að spila í sumar en sökum meiðsla í leikmannahópi Grindvíkinga var ákveðið að fá leikheimild fyrir Óla. …
Stangarskotið komið á vefinn
Stangarskotið, fréttabréf knattspyrnudeildar UMFG, sem borið var út í öll hús í bænum á dögunum er nú einnig aðgengilegt á netinu. Smellið hér til að skoða blaðið. Mynd: 4. flokkur kvenna, Íslandsmeistarar 1995
Guli dagurinn verður að Stanno Grindavíkurdögum
Í vor verður „Guli dagurinn“ með breyttu sniði. Tímabilið frá miðvikudeginum 20. maí til föstudagsins 5. júní verða Stanno Grindavíkurdagar í verslun Jóa útherja í Ármúla 36 í Reykjavík. Þann tíma verður 20% afsláttur af öllum Stannovörum. Það er um að gera að nýta sér þetta tilboð til að kaupa það sem vantar fyrir sumarið. Það eina sem þarf að …
Aðalfundur körfuknattleiksdeildar UMFG
Aðalfundur körfuknattleiksdeildarinnar verður haldinn miðvikudaginn 20 mai í aðstöðu Ungmennafélagsins kl 20:00. Venjuleg og hefðbundin aðalfundarstörf. Allir velkomnir.
Bestu brotin úr leik Grindavíkur og Fjarðabyggðar
Óli Stefán Flóventsson, annar af þjálfurum Grindavíkur í knattspyrnu, hefur tekið upp á þeirri skemmtilegu nýbreytni að setja upptökur úr leikjum Grindavíkur á Youtube. Fyrir þá sem misstu af leiknum má sjá brot af því besta hér að neðan, og eldri leiki á Youtube síðu Óla Stefáns. Frábært framtak hjá knattspyrnudeildinni, þó svo að þeir hafi reyndar gleymt að snúa …
Tap í fyrsta leik sumarsins, Grindavík – Fjarðabyggð 1-3
Grindvíkingar tóku á móti Fjarðabyggð í fyrsta heimaleik sumarsins. Þrátt fyrir að vera einum fleirri í 70 mínútur og fá aragrúa góðra færa tókst okkar mönnum ekki að klára eitt einasta þeirra (eina markið kom úr vítí) meðan að gestirnir nýttu nánast hvert einasta skot sem þeir fengu. Niðurstaðan því svekkjandi 1-3 tap í fyrsta leik og áætlunin um að …
Körfuknattleiksþing KKÍ um helgina, Grindvíkingar áberandi í stjórn
Viðburðarríku körfuknattleiksþingi KKÍ lauk núna á laugardaginn. Allir sitjandi stjórnarmenn KKÍ gáfu kost á sér til endurkjörs og enginn bauð sig fram á móti þeim og var því sjálfkjörið í stjórn. Í stjórn KKÍ eiga Grindvíkingar tvo fulltrúa, þau Bryndísi Gunnlaugsdóttur og Eyjólf Guðlaugsson. Þá er Nökkvi Már Jónsson varamaður í áfrýjunardómstól. Um þingið má lesa nánar á kki.is. Myndin …
Grindavíkurvöllur klár fyrir morgundaginn
Grindvíkingurinn (ekki Breiðhyltingurinn) Bjarni Þórarinn Hallfreðsson tísti þessari mynd í morgun með orðunum „Grindavíkurvöllur reddy fyrir morgundaginn“. Það verður að segjast alveg eins og er að völlurinn er ansi grænn miðað við frost og kulda síðustu daga og ánægjulegt að Grindavík hefji leik á grasinu en ekki á teppi eins og sum lið neyðast til að gera. Fyrsti leikur Grindavíkur …
Lokahóf körfuknattleiksdeildar UMFG annað kvöld
Lokahóf körfunnar verður haldið núna á laugardagskvöldið í salnum í nýja íþróttamannvirkinu. Húsið opnar kl. 19:00. Þetta verður með svipuðu sniði og í fyrra þ.e.a.s góður matur að hætti Bíbbans, skemmtiatriði frá stjórn og liðunum, verðlaunaafhending og almennt partý stuð. Stuðningskortahafar fá að sjálfsögðu frítt í stuðið en það verða ekki margir miðar í almennri sölu. Þeir sem hafa eindreginn …
Petrúnella valin í úrvalslið Dominosdeildar kvenna
Lokahóf KKÍ fór fram í hádeginu í dag og voru þar veitt verðlaun til þeirra leikmanna sem sköruðu fram úr vetur. Petrúnella Skúladóttir, leikmaður meistaraflokks kvenna hjá Grindavík, var valin í fimm manna úrvalslið deildarinnar og þá var María Ben einnig á blaði yfir aðra leikmenn sem fengu atkvæði. Við óskum Petrúnellu til hamingju með þessa viðurkenningu en hún var …