Sumarnámskeið Sunddeildar UMFG Sunddeild UMFG býður í sumar uppá tvö námskeið í Grindavíkurlaug. Sundþjálfarar á námskeiðinu verða Magnús Már Jakobsson margreyndur sundþjálfari. Helena Ósk Ívarsdóttir 22 ára fyrrverandi landsliðskona í sundi, Erla Sif Arnardóttir 19 ára sundkona auk aðstoðarmanna sem eru elstu iðkendur sunddeildarinnar. Eftirfarandi námskeið verða í boði í sumar. 24.júní …
Íþróttamót um helgina
Mikið verður um dýrðir um helgina vegna Sjóarans síkáta. Margir áhugaverðir íþróttaviðburðir verða þar á meðal. Golfmót Sjóarinn Síkáti golfmótið er með punktafyrirkomulagii. Eins og undanfarin ár verður engu tilsparað í að gera mótið sem veglegast. Megin uppistaða vinninga kemur víða að, m.a. fiskafurðir,sælgæti, matvara og fleira.Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin með forgjöf og efsta sætið án forgjafar. …
Grindavíkurmót í körfuknattleik
Laugardaginn 4. maí og sunnudaginn 5. maí verður haldið hraðmót í körfuknattleik fyrir 3. og 4. bekk þ.e. börn fædd 2003 og 2004 á vegum Grindavíkur. Munu drengirnir spila á laugardeginum og stúlkurnar á sunnudeginum. Spilaðir verða 2 x 12 mín leikir og leiktími ekki stöðvaður. Við brot í skoti verður tekið eitt vítaskot sem gildir sem tvö stig. Hvert …
Kynningarmyndband um uppbyggingu íþróttamannvirkja
Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar hefur ákveðið að hefja miklar framkvæmdir við íþróttamannvirki bæjarins. Eru þær kynntar í meðfylgjandi myndbandi sem hægt er að sjá hér. Með endurskipulagningu og nýbyggingum á íþróttasvæði Grindavíkur er áætlað að bæta verulega aðstöðu til íþróttaiðkunar, keppnishalds og félagsstarfs í Grindavík. Í hönnun aðstöðunnar er tekið tillit til mismunandi þarfa ólíkra íþróttagreina, skólastarfs, starfsmanna og gesta án þess að …
Íþróttaskóli UMFG
Námskeið íþróttaskóla UMFG ( fyrir börn á leiksskóla aldri ) Námskeið íþróttaskóla UMFG hefst Sunnudaginn 14.apríl 2013 og stendur yfir í fimm skipti. Námskeiðið fer fram í íþróttahúsi Grindavíkur og hefst kl 10:00-10:40 á Sunnudögum. Skráningar fara fram á facebook síðunni okkar (íþróttaskóli UMFG) eða með því að senda tölvupóst á netfangið petrunella@grindavik.is. Námskeiðið verður haldið ef næg þáttaka næst …
Aðalfundur UMFG
Aðalfundur UMFG verður haldinn í aðstöðu Ungmennafélagsins í útistofu við grunnskóla Grindavíkur miðvikudaginn 3. apríl kl 20:00 Dagskrá fundarins: Skýrsla stjórnar Lagðir fram reikningar Umræður um skýrslu og reikninga Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga Önnur mál. Stjórnin
Aðalfundir deilda UMFG
Aðalfundir deilda UMFG verður haldinn Þriðjudaginn 26. mars kl 20:00 í aðstöðu UMFG við grunnskólann. Aðalfundur Judo-,Taekwondo-,Fimleika- og Skotdeildar UMFG verður haldinn Þriðjudaginn 26. mars 2013 kl 20:00 í aðstöðu UMFG við Grunnskólann. Dagskráin er eftirfarandi: Skýrsla stjórnar og reikningar fimleikadeildar Umræður um skýrslu og reikninga Skýrsla stjórnar og reikningar judodeildar Umræður um skýrslu og reikninga Skýrsla stjórnar …
Aðalfundur Sunddeildar
Aðalfundur Sunddeildar UMFG verður haldinn miðvikudaginn 20. mars kl 20:00 í aðstöðu UMFG við grunnsklólann. DAGSKRÁ: Kosning fundarstjóra og fundarritara Skýrsla formanns Skýrsla gjaldkera Kosning í stjórn Kosning í foreldraráð Önnur mál
Þorrablótið eftir 6 daga
Nú stendur sem hæst miðasala á risa þorrablótið í íþróttahúsinuþann 16. febrúar nk. á vegum knattspyrnudeildar, körfuknattleiksdeildar og Kvenfélags Grindavíkur. Hljómsveitin Upplyfting leikur fyrir dansi og þá verða heimatilbúin skemmtiatriði að hætti Grindvíkinga. Fyrr um daginn leikur Grindavík til úrslita við Stjörnuna í bikarkeppni karla í körfubolta þannig að þetta verður eftirminnilegur dagur. Við hvetjum Grindvíkinga til að sýna samstöðu …
Íþróttaskóli UMFG
Námskeið íþróttaskóla UMFG (fyrir börn á leikskólaaldri) hefst Sunnudaginn 13.janúar og stendur yfir í fimm skipti. Námskeiðið fer fram í íþróttahúsi Grindavíkur og hefst kl 10:00-10:40 á Sunnudögum. Skráningar fara fram á facebook síðunni okkar (íþróttaskóli UMFG) eða með því að senda tölvupóst á netfangið petrunella@grindavik.is. Námskeiðið verður haldið ef næg þáttaka næst 😉 Námskeiðið kostar 3,000 kr. Skemmtilegt námskeið fyrir börn á …