Stuðningsmaður ársins 2016

Ungmennafélag GrindavíkurFimleikar, Íþróttafréttir, Judó, Knattspyrna, Körfubolti, Skotdeild, Sund, Taekwondo, UMFG

Nú óskum við hjá UMFG eftir tilnefningu á stuðningsmanni/konu ársins, Stuðningsmaður ársins getur verið sá einstaklingur sem hefur stutt við bakið á grasrótarstarf íþróttahreyfingarinnar með einum eða öðrum hætti.  Allir geta tekið þátt i kosningunni með því að senda tölvupóst á kosning@umfg.is  í síðasta lagi fimmtudaginn 22.des 2016  Bræðurnir Guðni og Guðlaugur Gústafssynir voru heiðraðir sem stuðningsmenn árið 2015. 

Slaufur

Ungmennafélag GrindavíkurFimleikar, Forvarnarnefnd, Judó, Knattspyrna, Körfubolti, Skotdeild, Sund, Taekwondo, UMFG

Þessar fallegu slaufur eru til sölu á skrifstofu UMFG við Austurveg 1-3. Slaufan kostar 4000.- kr og er til styrktar fjáröflun fyrir forvarnarsjóð sem stofnaður var af stjórn UMFG áhugasamir geta nálgast slaufuna á skrifstofu UMFG á mánudögum-fimmtudaga frá kl 14:00-17:00 eða sent Höddu tölvupóst í umfg@umfg.is og hún mun hafa samband.   

Unglingalandsmót UMFÍ

Ungmennafélag GrindavíkurFimleikar, Íþróttafréttir, Judó, Knattspyrna, Körfubolti, Skotdeild, Sund, Taekwondo, UMFG

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið að þessu sinni í Borgarnesi og hefst það 28.júlí og stendur til 31.júlí, búið er að opna fyrir skráningar og lýkur henni 23.júlí. Við minnum alla þá á sem ætla sér að fara á landsmótið að UMFG greiðir 3000.- kr. til baka af keppnisgjaldinu. Senda þarf einungis tölvupóst á umfg@umfg.is með afriti af greiðslunni fyrir hvert …

Æfingagjöldin

Ungmennafélag GrindavíkurFimleikar, Judó, Knattspyrna, Körfubolti, Sund, Taekwondo, UMFG

UMFG vill minna foreldra á að æfingagjöld fyrir árið 2016 er 28.000.- kr og verður rukkað fyrir 6 mánuði í senn eða 14.000.- kr jan-júní og svo sama fyrir júlí-des. Æfingagjöld greiða þau sem verða 6 ára á almannaksárinu eða ef barn æfir íþróttir frá því að það verður 5 ára að verða 6 ára þá greiðir það æfingagjöld og …

Æfingagjöld UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurFimleikar, Judó, Knattspyrna, Körfubolti, Sund, Taekwondo, UMFG

Við viljum minna foreldra/forráðamenn á að skrá börnin sín í Nóra kerfið ef þau ætla að æfa íþróttir í vetur innan deilda UMFG Allar nánari upplýsingar eru á heimasíðunni http://www.umfg.is/umfg/aefingargjold Slóðin er https://umfg.felog.is/ ef þið hafið gleymt lykilorði þá endilega hafið samband í gegnum umfg@umfg.is og við sendum nýtt lykilorð í tölvupósti.  

Æfingagjöld UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurFimleikar, Judó, Knattspyrna, Körfubolti, Sund, Taekwondo, UMFG

      Heil og sæl foreldar  / forráðamenn, Nú fer starfið innan deilda UMFG að byrja og viljum við byrja á því að benda öllum á að skrá börnin sín í þær deildir sem ætla sér að stunda íþróttir í.  Innskráningaferlið er kynnt hérna http://www.umfg.is/umfg/aefingargjold  og þar eru ítarlegar upplýsingar um hvernig skal skrá barnið inn í flokka t.d hérhttp://www.grindavik.is/gogn/umfg/Leibeiningar_fyrir_innskraningakerfi_Nora_hja_UMFG_i_myndum.pdf  Þeir …

Æfingatafla UMFG veturinn 2015-2016

SkotdeildFimleikar, Judó, Knattspyrna, Körfubolti, Skotdeild, Sund, Taekwondo, UMFG

Æfingatöflur allra deilda UMFG, fyrir utan knattspyrnudeild, fyrir veturinn 2015-2016 eru tilbúnar og má sjá hér að neðan (útgáfa 0,4). Þær geta að sjálfsögðu tekið breytingum og verður til tilkynnt á heimasíðum deildanna. Æfingatöflur flestra deilda taka gildi 1. september en júdódeildin byrjar í dag, 26. ágúst. Knattspyrnudeildin gefur út bráðabirgðatöflu fljótlega fyrir fyrstu vikurnar. Frístundahandbók Grindavíkur með upplýsingum um …