Litið inn á judo æfingu – myndband

JudoÍþróttafréttir, Judó

Á dögunum fjölluðu Víkurfréttir ítarlega um gróskuna í judo í Grindavík. Nú er komið myndband frá heimsókninni, þar sem rætt er við Arnar Má Jónsson þjálfara, Tinnu Hrönn Einarsdóttur judokappa og fleiri iðkendur. Innslagið má sjá hér að neðan:

Mikil gróska í judo í Grindavík

JudoÍþróttafréttir, Judó

Mikið uppbyggingarstarf hefur verið unnið innan judo-deildar UMFG undanfarin ár og eftir því hefur verið tekið á landsvísu. Grindvískir keppendur hafa verið að ná góðum árangri í keppnum og á síðasta ári var enginn keppandi á Íslandi stigahærri en Tinna Einarsdóttir sem vann allar sínar glímur, bæði gegn stelpum og strákum. Víkurfréttir heimsóttu Grindavík á dögunum og fjölluðum um það …