Það var sannkölluð bikarveisla í Mustad-höllinni í gær. Hún byrjaði 16:30 þegar ríkjandi bikarmeistar kvenna tóku á móti 1. deildarliði Njarðvíkur og unnu þar nokkuð þægilegan sigur, 86-61, þar sem ungir og minna reyndir leikmenn fengu drjúgan spilatíma. Klukkan 19:15 komu svo ríkjandi bikarmeistarar karla, Stjarnan, í heimsókn og er skemmst frá því að segja að Grindvíkingar pökkuðu þeim algjörlega …
Grindvíkingar misstu taktinn í seinni hálfleik
Grindvíkingar heimsóttu Hauka í Schenker-höllina í gær, í síðasta leik Eric Wise sem heldur nú í víking til S-Kóreu. Ekki var mikið skorað í leiknum en staðan eftir fyrsta leikhluta var 12-15, okkar mönnum í vil. Þeir leiddu svo einnig í hálfleik, 32-37 en Haukarnir léku afar vel í seinni hálfleik meðan fátt gekk upp hjá okkar mönnum og lönduðu …
Bikartvíhöfði í Mustad höllinni á sunnudaginn
Það verður svokallaður bikartvíhöfði í Grindavík núna á sunnudaginn. Klukkan 16:30 mætast Grindavík og Njarðvík í bikarkeppni kvenna og svo strax þar á eftir Grindavík og Stjarnan í karlaflokki kl. 19:15. Fjölmennum á völlinn og styðjum okkar lið til sigurs. Áfram Grindavík!
Guðmundur Bragason lætur af störfum vegna anna
Guðmundur Bragason, sem gegnt hefur stöðu aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla í körfubolta það sem af er vetri, hefur beðist lausnar frá þjálfunarstörfum sökum mikilla anna í vinnu. Stjórnin sýnir Gumma fullan skilning og þakkar honum fyrir vel unnin störf. Yfirlýsingu stjórnarinnar má lesa í heild sinni hér að neðan: „Sökum mikilla anna í vinnu hefur Guðmundur Bragason tilkynnt Stjórn Kkd UMFG …
Eric Wise á leið til S-Kóreu
Það ætlar ekki að ganga þrautalaust hjá Grindvíkingum að ráða til sín Kana þetta tímabilið í karlakörfunni. Fyrst var Hector Harold sendur heim áður en að keppni í Dominos deildinni hófst og nú hefur eftirmaður hans, Eric Wise, fengið tilboð frá S-Kóreu sem hann getur ekki hafnað. Eric var með 26 stig og rúm 10 fráköst í þeim 5 leikjum …
Grindavíkurkonur sóttu tvö stig í Ásgarð
Grindavík sótti tvö dýrmæt stig í Garðabæinn í baráttunni í Dominos deild kvenna í gær, en bæði lið mættu nokkuð lemstruð til leiks. Þær Petrúnella og Helga eru báðar enn að glíma við eftirköst heilahristings og munar um minna fyrir Grindavík. Okkur konur voru með forystuna framan af en Stjarnan jafnaði leikinn í þriðja leikhluta. Grindvíkingar voru þó sterkari á …
14 Grindvíkingar í æfingahópum unglingalandsliðanna
Grindvíkingar eiga 14 fulltrúa í æfingahópum U15, U16 og U18 landsliða Íslands 2016 en hóparnir voru birtir á heimasíðu KKÍ í dag. Þar af eru 11 stúlkur úr Grindvík úr tveimur mjög sterkum og efnilegum árgöngum. Eftirfarandi leikmenn úr Grindavík voru valdir til æfinga sem verða dagana 19.-21. desember: U16 stúlkna Angela Björg SteingrímsdóttirHalla Emilía GarðarsdóttirHrund SkúladóttirTelma Lind Bjarkardóttir Viktoría Líf …
Einstefna í Mustad höllinni í gær
Grindavíkurkonur komur endurnærðar til leiks í gær eftir landsleikjahlé í Dominos deild kvenna og unnu stórsigur á botnliði Hamars í gær, 102-48. Leikurinn var algjör einstefna frá fyrstu mínútu og gestirnir sáu aldrei til sólar. Staðan var 28-12 eftir fyrsta leikhluta og 54-25 í hálfleik. Okkar konur slökuðu lítið á í seinni hálfleik og unnu báða leikhlutana og leikinn að …
Átta ungir og efnilegir skrifa undir samning hjá Grindavík
Í gær skrifuðu átta ungir og efnilegir drengir undir þriggja ára samning við félagið. Jónas Þórhallsson formaður knattspyrnudeildar skrifaði fyrir hönd knattspyrnudeildar Grindavíkur. Jónas ræddi um þá Evrópuleiki sem félagið hefur leikið og nefndi hvað einstaklingsæfingar og sjálfsagi væri mikilvægur á þessum aldri til að ná árangri og nefndi nokkur dæmi um það. Strákarnir eru allir að hefja leik í …
Íslandsmeistararnir fóru illa með Grindvíkinga
KR-ingar mættu í heimsókn í Mustad höllina í gær og sýndu að það er engin tilviljun að þeir eru ríkjandi Íslandsmeistarar. Grindvíkingar héngu í þeim í byrjun en hægt og bítandi tóku KR leikinn algjörlega yfir og enduðu á að rúlla algjörlega yfir okkar menn sem áttu fá svör við leik KR-inga á báðum endum vallarins. Lokatölur urðu 73-93. Fréttaritari …









