Lokaumferð Dominos deildar karla fer fram í kvöld og er mikið undir hjá Grindvíkingum þar sem að sæti í úrslitakeppninni er í húfi. Til þess að komast þar inn verða okkar menn bæði að vinna sinn leik gegn Njarðvík og stóla á að Snæfell misstígi sig gegnum Þórsurum þar sem að liðin eru jöfn að stigum í 8. og 9. …
Bílabón meistaraflokks karla um helgina
Meistaraflokkur karla í knattspyrnu mun standa fyrir fjáröflun um helgina, frá föstudegi til sunnudags, en þeir ætla að bóna bíla eins og enginn sér morgundagurinn. Er þetta liður í fjáröflun fyrir æfingaferð til Spánar sem farin verður 19. mars. Hægt er að panta bón í síma 659-7379 (Ivan) eða 844-9820 (Anton) Innifalið í bóninu er: tjöruhreinsun, þvottur, bón og þrif …
Flottur árangur í Skólahreysti
Síðastliðinn fimmtudag fór fram í Keflavík undankeppni Skólahreysti þar sem Grindvíkingar áttu fjóra keppendur. Leon Ingi Stefánsson keppti í armbeygjum og dýfum, Angela Björg Steingrímsdóttir keppti í hreystigripi og armbeygjum og þau Andri Hrafn Vilhelmsson og Regína Þórey Einarsdóttir kepptu í hraðarbrautinni. Krakkarnir stóðu sig öll mjög vel. Til að mynda var Angela með þriðja besta tímann í hreystigripi og er …
Maciej Majewski sleit hásin á æfingu – frá keppni í hálft ár
Grindvíkingar hafa orðið fyrir mikilli blóðtöku fyrir komandi knattspyrnusumar en markvörðurinn pólski, Maciej Majewski sleit hásin á æfingu í vikunni. Má búast við að Maciej verði frá keppni í að minnsta kosti hálft ár og mun því lítið sem ekkert geta spilað með Grindavík í 1. deildinni í sumar. Maciej er ekki eini leikmaður Grindavíkur sem glímir við meiðsli þessa …
Góð barátta Grindvíkinga dugði ekki til sigurs í Sýkinu
Grindvíkingar mættu til leiks með skýr markmið á Sauðárkróki í gær enda sæti í úrslitakeppninni nánast að renna þeim úr greipum. Ekki fór leikurinn gæfulega af stað fyrir okkar menn en Chuck Garcia hefur kennt sér meins í lungum undanfarna daga og var í mikilli andnauð inná vellinum. Hann neyddist því til að fá sér sæti á bekknum og kom …
Alexander Veigar snýr heim
Alexander Veigar Þórarinsson hefur gengið til liðs við uppeldisfélag sitt Grindavík á nýjan leik en hann skrifaði undir tveggja ára samning við Grindvíkinga í gærkvöldi. Alex lék með Grindavík á árunum 2005-2008 en hefur síðan leik með Fram, Reyni Sandgerði, BÍ/Bolungarvík og síðast með Þrótti sem hann hjálpaði upp í úrvalsdeild á liðnu sumri. Alex er ekki fyrsti leikmaður Grindavíkur …
Andlausir Grindvíkingar steinlágu gegn Haukum
Haukar heimsóttu Mustad höllina í gær í leik sem var í raun upp á líf og dauða fyrir Grindvíkinga. Tap myndi þýða að úrslitakeppnin væri nánast úr sögunni en það var þó ekki að sjá á leik þeirra að það væri mikið undir í þessum leik. Meðan Haukarnir léku við hvurn sinn fingur sveif algjört andleysi yfir vötnum hjá heimamönnum …
Tap gegn Val – baráttan um úrslitakeppnissæti harðnar
Það var mikið undir þegar Grindavík og Valur mættust í Mustad höllinni í gær en liðin eru í harði baráttu við Keflavík um sæti í úrslitakeppninni í vor. Grindvík byrjaði leikinn betur en 3. leikhluti var eign Valskvenna sem fóru að lokum með sigur af hólmi, 58-63. Fréttaritari síðunnar var á leiknum og fjallaði um leikinn en þessu umfjöllin birtist …
7. flokkur kvenna selur Grindavíkurbrúsa
Við vekjum athygli á að stelpurnar í 7. flokki kvenna í fótbolta eru að fara ganga hús næstu daga og selja Grindavíkurvatnsbrúsa vegna fjáröflunar fyrir Símamótið í sumar. Brúsinn kostar 1000kr og tilvalinn til að taka með í ræktina. Styðjum við bakið á móti okkar stúlkum og tökum vel á móti þeim þegar þær banka upp á.










