Strákarnir í meistaraflokki karla í fótbolta eru staddir á Spáni þessa dagana í æfingaferð. Í gær léku þeir við ÍBV en bæði lið stilltu upp sínum sterkustu leikmönnum þrátt fyrir að um æfingamót væri að ræða. Er skemmst frá því að segja að Grindavík fór með sigur af hólmi í leiknum, 2-1, en Will Daniels, sem er ný genginn til …
Úrslitaleikur um úrslitakeppnina
Stelpurnar okkar leika í kvöld síðasta leikinn sinn í Dominosdeild kvenna þennan veturinn en framundan er úrslitakeppnin og sæti þar er ekki tryggt nema með sigri í kvöld. Grindavík heimsækir Keflavík en fyrir leikinn eru liðin í 4. og 5. sæti deildarinnar. Fjórða sætið er síðasta sætið í úrslitakeppninni. Grindavík er með tveggja stiga forskot á Keflavík en þar sem …
Grindvíkingar komnir með bakið upp að veggnum fræga
Grindvíkingar eru komnir í erfiða stöðu eftir tap gegn KR í gær en lokatölur leiksins urðu 77-91, þrátt fyrir að Grindvíkingar hefðu lagt allt í sölurnar til að vinna. Það er því ekkert annað í stöðunni en að vinna KR þrisvar í röð og þar af tvisvar í Vesturbænum, en næsti leikur er á miðvikudaginn í DHL-höllinni. asdsd Fréttaritari síðunnar …
Menningarvika: Íbúaþing, listasmiðja, vídeóverk, sundlaugarnótt og rokktónleikar
Það verður ýmislegt um að vera í dag laugardaginn 19. mars í Menningarviku. M.a. íbúaþing um þjónustu eldri borgara, Listasmiðja fyrir börn, listahópur sýnir vídeóverk og svo er sundlaugarnótt í sundlauginni. Deginum lýkur svo með stórtónleikum í kirkjunni. Laugardagur 19. mars Kl. 10:00-12:00 Gjáin. Íbúaþing – Þjónusta við eldri borgara. Fundurinn er öllum opinn. Á fundinum verður fjallað almennt um …
Úrslitakeppnin hefst í kvöld í DHL-höllinni
Grindvíkingar hefja leik í úrslitakeppni Dominosdeildar karla í kvöld þegar þeir sækja topplið KR heim. Okkar menn þurfa að taka á öllu sem þeir eiga í þessari viðureign enda við ramman reip að draga. Þeir treysta því á þinn stuðning og við gerum ekki ráð fyrir öðru en að stúkan verði nánast algul í kvöld. Allir á völlinn og áfram …
Knattspyrnuskóli UMFG og Lýsis 1.-3. apríl
Knattspyrnudeild UMFG og Lýsi halda knattspyrnunámskeið fyrir stráka og stelpur helgina 1. – 3. apríl. Með stolti kynnum við til sögunnar knattspyrnuskóla knattspyrnudeildar UMFG og Lýsis 2016 fyrir 3. – 5. flokk stráka og stelpna. Mikil áhersla er lögð á að einstaklingurinn fái að njóta sín í knattspyrnuskólanum. Unnið er í litlum hópum og er markmiðið að hver og einn …
Páskaopnunartími sundlaugar
Hér að neðan má sjá páskaopnun sundlaugarinnar 2016: 20. mars Pálmasunnudagur Opið 10:00-15:00 24. mars Skírdagur Opið 10:00-15:00 25. mars Föstudagurinn langi LOKAÐ 26. mars Laugardagur fyrir páska Opið 10:00-15:00 27. mars Páskadagur LOKAÐ 28. mars Annar í páskum Opið 10:00-15:00 21. apríl Sumardagurinn fyrsti Opið 10:00-15:00 1.maí Verkalýðsdagurinn LOKAÐ
Öruggur heimasigur um helgina – úrslitakeppnin í sjónmáli
Grindavíkurkonur náðu sér í mikilvægan sigur um helgina í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni þegar þær sigruðu Stjörnuna, 83-66. Þær sitja því í 4. sætinu einar í augnablikinu en Keflavík tapaði fyrir Haukum um helgina. Síðasti leikur Grindavíkur í deildinni er einmitt gegn Keflavík og er ekki ósennilegt að það verði hreinn úrslitaleikur um 4. og síðasta sætið í úrslitakeppninni. …
Grindavík tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með góðum sigri á Njarðvík
Grindvíkingar tryggðu sér farseðil í úrslitakeppnina 24. árið í röð í gær með góðum sigri á Njarðvík, 100-85. Grindvíkingar mæta því KR annað árið í röð í 8-liða úrslitum. Fréttaritari síðunnar var að sjálfsögðu á leiknum að fara úr stressi en kom samt þessum texta frá sér sem birtist á karfan.is í gær: Grindavík í úrslitakeppnina 24. árið í röð …
Stelpurnar sóttu sigur í Frystikistuna
Grindavíkurkonur ætla ekki að gefa neitt eftir í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en þær sóttu tvö dýrmæt stig í Hveragerði í gær. Þó svo að Hamar sitji á botni deildarinnar létu þær Grindavík hafa töluvert fyrir sigrinum en hann hafðist þó að lokum, lokatölur 72-80. Whitney Frazier var stigahæst Grindvíkinga með 24 stig og 14 fráköst. Sigrún Sjöfn átti …









