Skvísu-leikfimi í Gym heilsu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Birgitta Káradóttir mun bjóða uppá skvísu-leikfimi í Gym Heilsu í haust ef næg þáttaka fæst. Námskeiðið er í 6 vikur, tvisvar sinnum í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 19:45-20:45. Gjald fyrir námskeiðið er 6.000kr og greiðist til Birgittu – þáttakendur þurfa að eiga gilt kort í Gym Heilsu. Með því að eiga kort er líka hægt að sækja opna tíma samkvæmt gildandi …

Grindavík á toppi Inkasso-deildarinnar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík tyllti sér á topp Inkasso-deildarinnar með góðum útisigri á Leikni í gær, 0-3. Á sama tíma gerðu KA og Keflavík jafntefli og er Grindavík því komið á topp deildarinnar, einu stigi á undan KA og 8 stigum á undan Keflavík, þegar 6 leikir eru eftir.   Grindvíkingar fóru brösulega af stað í leiknum en náðu þó að verjast sóknaraðgerðum …

Annar toppslagur í kvöld – Mikið í húfi

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Það er skammt stórra högga á milli í Inkassodeild karla í knattspyrnu. Í kvöld kl. 18:30 (athugið breyttan leiktíma) verður annar toppslagur þegar Grindavík sækir Leikni heim á Leiknisvelli í Breiðholti. Grindavík er í 2. sæti deildarinnar en Leiknir í því fjórða og því er gríðarlega mikið í húfi fyrir kvöldið. Frábær aðsókn var á grannaslaginn við Keflavík um daginn …

Lokahátíð knattspyrnuskólans á föstudaginn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Lokahátíð knattspyrnuskóla UMFG og Lýsis verður föstudaginn 19.ágúst klukkan 11:00Allir krakkar sem hafa mætt í knattspyrnuskólann í sumar eru velkomnir – mæta bara hressir og kátir Dagskrá: Sambabolti – vítakeppni – pizzuveisla og margt fleira

Möllerinn á Húsatóftavelli

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Föstudaginn 16. september næstkomandi verður Möllerinn haldinn á Húsatóftavelli en mótið er fyrirtækjamót Golfklúbbs Grindavíkur. Mótið er kennt við Jóhann Möller sem er upphafsmaður golfíþróttarinnar í Grindavík. Aðalgeir Jóhannsson fyrrverandi formaður GG setti þetta mót á laggirnar þann 17. ágúst árið 2000 og því verður þetta í sautjánda sinn sem Möllerinn er spilaður í Grindavík. Möllerinn í ár verður spilaður með …

Grindavík sigraði toppslaginn – 6 stiga forskot á Keflavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík lagði granna sína frá Keflavík í toppslag Inkasso-deildarinnar í gær en fyrir leikinn munaði aðeins 3 stigum á liðunum sem sátu í 2. og 3. sæti. Mjög góð mæting var á Grindavíkurvöll og hefur stúkan ekki verið jafn þétt setin lengi. Fyrri hálfleikur var fremur bragðdaufur þar sem Keflvíkingar voru öllu hættulegri í sínum aðgerðum. Þeir vildu fá víti …

Stelpurnar tryggðu sig í úrslitakeppnina

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavíkurkonur unnu góðan sigur á Fjölni í gær, 0-2 á útivelli, þar sem Linda Eshun skoraði bæði mörkin. Þetta var 10 sigur liðsins í sumar og hafa þær nú tryggt sig inn í úrslitakeppnina um sæti í Pepsi-deildinni að ári. Frábært sumar hjá stelpunum en þær hafa aðeins fengið á sig þrjú mörk í 12 leikjum en skorað 39. Vonandi …

Stórleikur á Grindavíkurvelli í kvöld, ákall frá Stinningskalda

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Það verður risastór grannaslagur á Grindavíkurvelli í kvöld þegar nágrannar okkar í Keflavík koma í heimsókn. Leikurinn er nánast upp á líf og dauða fyrir bæði lið, en Grindavík er 1 stigi frá toppnum í öðru sæti og Keflavík kemur svo strax á hæla okkar með þremur stigum minna.  Leikurinn er því afar mikilvægur fyrir okkar menn og hvetjum við …

Nágranna- og toppslagur á Grindavíkurvelli

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Kæru stuðningsmenn Grindavíkur! Strákarnir okkar spila einn mikilvægasta leik sinn í mörg ár þegar nágrannar okkar í Keflavík koma í heimsókn á Grindavíkurvöll á fimmtudaginn kl. 19:15. Þetta er risaslagur þar sem barist er um sæti í Pepsideild karla. Við hvetjum Grindvíkinga til þess að mæta tímalega í gulu á Grindavíkurvöll og styðja strákana okkar til sigurs. ÁFRAM GRINDAVÍK!

Björn Steinar þjálfar stelpurnar í vetur – lykilleikmenn áfram með liðinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Það er okkur mikið gleðiefni að tilkynna að Björn Steinar Brynjólfsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna til næstu 2ja ára. Bjössi einsog hann er alltaf kallaður, hefur þjálfað yngri flokka hjá félaginu ásamt því að spila með meistaraflokk karla í mörg ár. Bjössi er að stíga sín fyrstu skref sem aðalþjálfari meistaraflokks en hann aðstoðaði Jóa með karlaliðið á …