Björn Lúkas fór hamförum í sínum fyrsta MMA bardaga

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Bardagakappinn Björn Lúkas Haraldsson keppti í sínum fyrsta MMA bardaga í Færeyjum um helgina. Björn mætti þar Zabi Saeed (2-2 fyrir bardagann) í veltivigt. Er skemmst frá því að segja að Björn Lúkas kláraði bardagann á tæknilegu rothöggi strax í fyrstu lotu eftir að hafa náð Zabi í gólfið þar sem hann lét höggin dynja á honum þar til dómarinn stöðvaði …

Hjólreiðakeppni í gegnum Grindavík á sunnudaginn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Sunnudaginn 7. maí fer fram Reykjanesmótið í hjólreiðum sem samanstendur af 3 vegalengdum, þ.e. 32, 64 og 106 km og fer lengsta vegalengdin í gegnum Grindavík. Hjólað er upp á Festarfjall, þar er snúið við og farið aftur til baka í gegnum Grindavík (sjá kort). Þetta eru allt frekar hraðir hjólarar og má reikna með að þeir fyrstu komi til …

Jóhann valinn þjálfari ársins og Ólafur í úrvalsliðið

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari meistaraflokks karla hjá Grindavík, var valinn þjálfari ársins á lokahófi KKÍ í hádeginu í dag. Þá var Ólafur Ólafsson valinn í 5 manna úrvalslið deildarinnar. Eru þessar viðurkenningar sannkallaðir rósir í hnappagöt þeirra bræðra og óskum við þeim til hamingju með heiðurinn. Úrvalslið Dominos deildar karla: 2016-2017: Matthías Orri Sigurðarson Félag: ÍRLogi Gunnarsson Félag: NjarðvíkJón Arnór …

Gústi Bjarna heldur upp á sextugsafmælið með pílumóti

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Ágúst Bjarnason heldur sitt árlega pílumót í Gjánni Grindavík. Spilaður verður 501 A OG B. Veglegir vinningar í boði. Þátttökugjald aðeins 3.000 kr. Skráningu lýkur á Facebook kl 9:00 eða í síma 8976354 kl. 10:00 laugardagsmorguninn 6. maí.Veitingar og borðhald hefst kl. 19:30.   Skemmtidagskrá hefst kl. 20:00. Jón Emil Karlsson Ásgeir Guðmundsson trúbador Dagbjartur Willardsson, Guðrún Dagbjartsdóttir og Tamar …

Grindavík vann nýliðaslaginn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavíkurkonur tryggðu sér fyrstu þrjú stig sumarsins í gær þegar þær lögðu Hauka í nýliðaslag, 2-1. Grindavík var með mikla yfirburði í fyrri hálfleik og hálf ótrúlegt að aðeins eitt mark liti dagsins ljós. Hin brasilíska Thaisa De Moraes Rosa Moreno tryggði sigurinn með marki á 71. mínútu en hún var í algjöru lykilhlutverki í gær og tók við fyrirliðabandinu þegar …

Sala og afhending árskorta í fullum gangi

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Knattspyrnuvertíðin er hafin og í kvöld, miðvikudag, er fyrsti heimaleikur meistaraflokks kvenna þegar Haukar koma í heimsókn. Sala árskorta er hafin og verða kortin seld og afhent í gula húsinu. Sala árskorta heldur svo áfram næstu daga á sama stað. Grindavík á nú lið bæði í efstu deild karla og kvenna og gildir árskortið á alla heimaleiki hjá báðum liðum …

Lokahóf körfuknattleiksdeildarinnar á föstudaginn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Lokahóf körfuknattleiksdeildar UMFG verður haldið föstudaginn 5. maí í Gjánni kl. 19:30. Miðaverð er litlar 2.500 kr og eru allir velkomnir. Tímabilið verður gert upp, góðar veitingar og mikið hlegið. Stjórnin lofar miklu stuði. Veislustjóri verður Gummi Ben, dýrindis matur frá Höllu og mun Sindri Freyr Guðjónsson mæta og taka nokkur lög. Húsið opnar klukkan 19.00 Hægt er að panta miða …

Fyrsti heimaleikur sumarsins í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavíkurkonur leika sinn fyrsta heimaleik í Pepsi-deildinni í kvöld þegar nýliðar Hauka koma í heimsókn kl. 19:15. Við hvetjum Grindvíkinga til að fjölmenna á völlinn og styðja við bakið á stelpunum okkar sem ætla að láta til sín taka í efstu deild í sumar. Við minnum jafnframt á að sala árskorta er í fullum gangi. 

Stelpurnar töpuðu í Árbænum í jöfnum leik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Flestir leikmenn meistaraflokks kvenna hlutu eldskírn sína í efstu deild síðastliðinn fimmtudag þegar Grindavík sótti Fylki heim í Árbæinn, en Grindavík lék síðast í efstu deild kvenna sumarið 2011. Grindavík fékk á sig mark í fyrri hálfleik og gerði Róbert nokkrar breytingar á skipulaginu í hálfleik. Var allt annar bragur á leik liðsins í seinni hálfleik en þær náðu þó …

Til hamingju með silfrið, Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Eftir magnaða endurkomu úr stöðunni 0-2 og eitt magnaðasta öskubuskuævintýri í úrslitakeppni karla hin seinni ár varð lokaniðurstaðan fremur snautlegt tap gegn KR síðastliðinn sunnudag. Grindavík er því næst besta lið Íslands þetta árið og mega strákarnir og Grindvíkingar allir sáttir við una. Liðið sýndi það og sannaði í þessari úrslitakeppni að Grindavíkurhjartað í þessum strákum er stórt og þeir …