Grindavík – FH í kvöld, hamborgarar fyrir leik og Jói Útherji á staðnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík tekur á móti FH á Grindavíkurvelli í kvöld og hefst leikurinn kl. 20:00. Fyrir leik geta stuðningsmenn hitað upp í Gjánni þar sem hamborgarar og með því verða til sölu. Þá verður Jói Útherji einnig á staðnum og hægt verður að kaupa Grindavíkurtreyjur hjá honum. Mætum á völlinn og styðjum strákana til sigurs!

Daníel Leó framlengir við Álasund FK

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingurinn og varnarmaðurinn knái, Daníel Leó Grétarsson, skrifaði á dögunum undir nýjan samning við lið sitt, Álasund FK. Daníel hefur leikið með liðinu í norsku úrvalsdeildinni frá sumrinu 2015 og er því á sínu þriðja tímabili með liðinu. Hann hefur verið fastamaður í liðinu í ár þar sem hann hefur leikið 11 af 12 leikjum liðsins. Daníel á að baki …

Lalli leggur skóna á hilluna

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Þau tíðindi bárust nú í hádeginu að Þorleifur Ólafsson, eða Lalli eins og við þekkjum hann flest, hafi ákveðið að leggja skóna góðu á hilluna. Lalli á langan og farsælan feril að baki með Grindavík en hann lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki tímabilið 2000-2001. Lalli lyfti tveimur Íslandsmeistaratitlum á loft sem fyrirliði Grindavíkur og tvisvar stóð Grindavík uppi sem …

Knattspyrnuskóli UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Knattspyrnuskóli UMFG og Lýsis verður starfræktur í sumar. Námskeiðin eru opin öllum iðkendum á aldrinum 6 – 14 ára, bæði piltum og stúlkum. Um er að ræða þrjú viku námskeið í júní og eitt viku námskeið í ágúst. Á námskeiðunum verður iðkendum skipt upp eftir aldri og getu þannig að allir fái verkefni við sitt hæfi. Námskeiðin eru: 12. júní – …

Körfuboltanámskeið UMFG byrjar í dag

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Körfuboltanámskeið verður haldið fyrir börn á aldrinum 6-11 ára (komandi 1.-6.bekk) vikuna 12.-16. júní. Börn á aldrinum 6-8 ára æfa saman (2009, 20010 og 2011), og börn á aldrinum 9-11 ára æfa saman (2006, 2007 og 2008). Æfingarnar fara fram í íþróttahúsinu. Körfuboltanámkeiðið er haldið af Körfuknattleiksdeild Grindavíkur og mun Petrúnella Skúladóttir þjálfa ásamt því að fá aðstoð frá ungum …

Sumarblómasala fótboltans er byrjuð

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Sumarblómasala 5. og 6. flokks drengja í knattspyrnu er á sínum stað á planinu við Geo hótel. Salan verður opin frá 16:00 – 20:30 í dag og á morgun, fimmtudaginn 8. júní. Athugið að ekki er hægt að greiða kreditkortum, aðeins debit og peningum.

Körfuboltanámskeið 12.-16. júní

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Körfuboltanámskeið verður haldið fyrir börn á aldrinum 6-11 ára (komandi 1.-6.bekk) vikuna 12.-16. júní. Börn á aldrinum 6-8 ára æfa saman (2009, 20010 og 2011), og börn á aldrinum 9-11 ára æfa saman (2006, 2007 og 2008). Æfingarnar fara fram í íþróttahúsinu. Körfuboltanámkeiðið er haldið af Körfuknattleiksdeild Grindavíkur og mun Petrúnella Skúladóttir þjálfa ásamt því að fá aðstoð frá ungum …

Grindavík á toppinn eftir sigur á KR

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík gerði gríðarlega góða ferð vestur í bæ í gærkvöldi þegar strákarnir lögðu KR, 0-1. Grindvíkingar sýndu mikla baráttu og agaðan leik þar sem þeir fylgdu leikskipulagi Óla Stefáns út í ystu æsar. Þeir gáfu fá færi á sér og þau fáu færi KR sem litu dagsins ljós varði Kristijan Jajalo örugglega.  Grindvíkingar voru hraðir og ógnandi í sínum sóknaraðgerðum með …

Sumaræfingar körfuboltans byrja á mánudaginn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Sumaræfingar körfuknattleiksdeildarinar hefjast núna á mánudaginn, 5.júní. Æfingarnar verða kl 17:00-18:30 mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Æfingarnar eru hugsaðar fyrir 12 ára og eldri og stelpur og strákar æfa saman. (Yngri iðkendur sem eru mjög áhugasamir eru velkomnir.) Nökkvi Harðarson verður þjálfari sumaræfingana í júní. Nökkvi Harðarson er Grindvíkur í húð og hár en hefur leikið og þjálfað körfubolta með …