Nú þegar körfuboltatímabilið er rétt handan við hornið leitar karfan.is að öflugum blaðamönnum og ljósmyndurum til að fjalla um leiki í Grindavík í vetur. Karfan.is hefur fjallað um íslenskan og erlendan körfuknattleik frá desembermánuði 2005 og hefur frá fyrsta degi verið rekin af öflugum sjálfboðaliðum. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt hafðu þá samband á netfangið karfan@karfan.is
Grindavík lá í Eyjum
Það má segja að það hafi verið endurtekið efni hjá Grindvíkingum í Vestmannaeyjum í gær. Liðið lenti undir snemma í leiknum en þetta er 10. leikurinn í röð sem Grindavík lendir undir. Að sama skapi gekk illa að skapa og nýta færin en Andri Rúnar minnkaði munin undir lokin, lokatölur 2-1. Úrslitin þýða að Grindavík er enn ekki formlega sloppið …
Lokahóf hjá yngri flokkum í fótboltanum
Lokahóf yngri flokka hjá knattspyrnudeild UMFG verða tvískipt í ár. Eldri flokkarnir, 3. og 4. flokkar karla og kvenna, gera upp sumarið á sal Grunnskólans við Ásabraut í dag, fimmtudaginn 14. september, kl. 17:00. Yngri flokkarnir verða svo með sitt lokahóf í Hópinu á sunnudaginn, 17. september, kl. 14:00.
Glötuð marktækifæri og tap í Hafnarfirði
Grindvíkingar misstu af 3 mikilvægum stigum í baráttunni um Evrópusæti í Pepsi-deildar karla þegar þeir töpuðu gegn FH í Kaplakrika, en lokatölur leiksins urðu 1-0. Grindvíkingar fengu marga góða sénsa til að setja mark sitt á leikinn, þar á meðal fjögur góð færi áður en FH komust yfir. Lukkan var einfaldlega ekki með okkar mönnum að þessu sinni og þrjú …
Frítt inn á stórleik Grindavíkur og FH
Grindavík sækir FH heim í Kaplakrika á morgun, sunnudag, í sannkölluðum stórleik en liðið eiga í harðri baráttu um sæti í Evrópukeppninni að ári. Leikurinn hefst kl. 17:00 og er frítt inn. Við hvetjum Grindvíkinga til að fjölmenna og láta vel í sér heyra í stúkunni. Þinn stuðningur skiptir máli. Áfram Grindavík!
Ingibjörg Sigurðardóttir leynigestur á æfingu 6. flokks
Grindvíska landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir mætti sem leynigestur á æfingu hjá 6. flokki kvenna á miðvikudaginn. Hún fór yfir það þegar hún spilaði með yngri flokkum í Grindavík og leiðina í landsliðið. Ingibjörg spilar í dag með Breiðabliki en hún stefnir ótrauð á atvinnumennsku erlendis. Stelpurnar fengu að spyrja hana spurninga og Ingibjörg tók síðan þátt í æfingunni með stelpunum. Myndir …
Haustskráningar 2017 hjá UMFG
Nú eru æfingar hjá öllum deildum UMFG að byrja fyrir börn frá 6-16 ára og því er ekkert til fyrirstöðu að skrá börnin inn í Nóra kerfið. Það sem foreldrar og forráðamenn þurfa að gera er eftirfarandi: 1. Fara á https://umfg.felog.is/ og skrá sig inn sem foreldri2. Greiða æfingagjöldin í liðnum „æfingagjöld júní-des 2017″3. Velja þá deild sem barnið ætlar …
Grindavíkurkonur áfram í deild hinna bestu að ári
Nýliðar Grindavíkur tryggðu veru sína í Pepsi-deild kvenna að ári þegar þær sóttu stig í Hafnarfjörðinni í gær. Leiknum lauk með markalausu jafntefli þar sem markvörður Grindavíkur, Viviane Domingues, fékk heldur betur að vinna fyrir kaupinu sínu. Á sama tíma tapaði Fylkir fyrir KR og þegar tvær umferðir eru eftir af mótinu er því ljóst að Fylkir fylgir Haukum niður í …
Er þitt fyrirtæki rétt skráð í leikjaskrá körfuknattleiks-deildarinnar?
Undirbúningur fyrir útgáfu leikjaskrá körfuknattleiksdeildar UMFG er nú á fullu skriði en leiktímabilið hefst í byrjun október. Þjónustuaðilar í Grindavík er beðnir um að athuga sérstaklega sína skráningu og senda uppfærslur eða leiðréttingar ef einhverjar eru á Sigurbjörn Dagbjartsson á póstfangið sigurbjornd@gmail.com. Leikjaskrá síðasta tímabils má finna hér að neðan. Leikjaskrá körfuknattleiksdeildar UMFG 2016-2017
Þorsteinn Finnbogason kom sá og sigraði í Finnlandi
Þrátt fyrir að það gangi lítið upp hjá landsliði Íslands í körfubolta á Evrópumótinu í Finnlandi þá er Þorsteinn Finnbogason, aka Togarinn, aka Vélin, leikmaður Grindavíkur, heldur betur að slá í gegn. Þorsteinn er að vísu ekki í liðinu en í hálfleik í leik Íslands og Slóveníu gerði Þorsteinn sér lítið fyrir og vann skotkeppni á milli stuðningsmanna þjóðanna. Þorsteinn …