Kvennalið Grindavíkur hefur samið við hinar Brasilísku Rilany Aguiar Da Silva og Viviane Holzel Domingues um að leika með liðinu í Pepsi-deildinni sumarið 2018. Rilany lék með Grindavík í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili, þar sem liðið endaði í 7. sæti. Hún lék sem bakvörður og kantmaður og skoraði 3 mörk. Rilany kemur aftur til Grindavíkur í lok apríl en hún …
Gunnar Þorsteinsson hjá Grindavík til loka 2020
Knattspyrnudeild UMFG og fyrirliðinn Gunnar Þorsteinsson gengu um helgina frá nýjum samningi við leikmanninn, sem gildir út árið 2020. Gunnar, sem er fæddur árið 1994, hóf sinn meistaraflokksferil hjá Grindavík 15 ára gamall sumarið 2009. Hann hélt síðan út til Englands og lék síðan með ÍBV í nokkur ár en snéri heim sumarið 2016 og hefur verið einn af máttarstólpum …
Grindavík lagði Keflavík – Dagur Ingi skoraði tvö
Grindavík kom, sá, og sigraði í Suðurnesjaslagnum í Fótbolta.net mótinu í gær þegar liðið mætti Keflavík í Reykjaneshöllinni. Hetja Grindavíkur í þessum leik var hinn 17 ára Dagur Ingi Hammer Gunnarsson, en Dagur kom Grindvíkingum yfir á 6. mínútu og tvöfaldaði svo forskotið í upphafi síðari hálfleiks. Byrjunarlið Grindavíkur: 12. Kristijan Jajalo, 6. Aron Jóhannsson, 8. Gunnar Þorsteinsson, 9. Matthías …
Fjölnisstúlkur fóru með öll stigin úr Mustad-höllinni
Grindavík tók á móti Fjölni í 1. deild kvenna í gærkvöldi. Fjölnisstúlkur tók forystu strax í upphafi leiks og létu hana aldrei af hendi, þrátt fyrir öflugar atlögur Grindavíkur. Lokatölur 62-74. Karfan.is fjallaði um leikinn: Grindavík tók á móti Fjölni í þriðju viðureign liðanna í 1. deild kvenna í vetur en liðin höfði skipt með sér sigrunum í fyrri viðureignum. …
Grindavík gerði jafntefli við FH í Fótbolta.net mótinu
Grindavík og FH skildu jöfn í fyrsta leik liðanna í A-riðli Fótbolta.net mótsins, en leikið var á Akranesi. Lokatölur leiksins urðu 1-1 og komu bæði mörkin með stuttu millibili í fyrri hálfleik. Mark Grindavíkur skoraði Akureyringurinn Jóhann Helgi Hannesson. Byrjunarlið Grindavíkur í leiknum: 12. Kristijan Jajalo; 6. Aron Jóhannsson, 7. Orri Hjaltalín, 8. Gunnar Þorsteinsson, 9. Matthías Örn Friðriksson, 10. …
Björn Berg og Hákon Ívar áfram í Grindavík, Milos og Magnús Björgvins á förum
Leikmannahópur Grindavíkur fyrir komandi sumar í Pepsi-deild karla er óðum að taka á sig mynd. Á dögunum var gengið frá nýjum samningum við tvo leikmenn og um leið tilkynnt að aðrir tveir væru á leið frá liðinu. Þeir Björn Berg Bryde og Hákon Ívar Ólafsson hafa báðir framlengt sína samninga við liðið en þeir Magnús Björgvinsson og Milos Zeravica munu …
Flugukastnámskeið í Hópinu á sunnudögum
Næstu þrjú sunnudagskvöld verður boðið upp á flugukastnámskeið í Hópinu. Kennslan hefst kl. 19:00 og verða kennarar á svæðinu til að leiðbeina áhugasömum. Allir velkomnnir og athugið að ekkert gjald er fyrir námskeiðið. Það er Stangveiðifélag Grindavíkur sem stendur fyrir námskeiðinu með stuðningi Grindavíkurbæjar.
Brennibolti í Hópinu næstu tvo fimmtudaga
Vegna mikilla vinsælda verður áfram boðið upp á brennibolta í Hópinu fyrir þá sem hafa gaman af því að skemmta sér og stunda létta og skemmtilega hreyfingu í góðra vina hópi. Næstu tvö skipti verða fimmtudagana 18. og 25. janúar kl. 21:00. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
Aðalfundur GG laugardaginn 3. febrúar
Aðalfundur Golfklúbbs Grindavíkur verður haldin í golfskálanum að Húsatóftum laugardaginn 3. febrúar næstkomandi kl. 13:00. Dagskrá fundar: • Kosning fundarstjóra og fundarritara • Skýrsla stjórnar • Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykkis • Kosning formanns • Kosning stjórnar og varastjórnar • Fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 lögð fram • Árgjöld 2018 • Önnur mál Stjórnin hvetur félagsmenn til að mæta á …
Grindavíkurstúlkur bikarmeistarar í 10. flokki
Grindavík tryggði sér bikarmeistaratitilinn í 10. flokki stúlkna síðastliðinn föstudag þegar þær unnu nágranna okkar úr Keflavík, 56-44. Þessi lið hafa verið í algjörum sérflokki í þessum árangri undanfarin ár en þetta var annað árið í röð sem liðin mættust í úrslitum, og jafnframt annað árið í röð sem Grindavík fór með sigur af hólmi. Lykilmaður leiksins var Anna Margrét …