Nú í fyrsta sinn er í boði Crossfit í Grindavík í nýjum sal fyrir hópþjálfun sem staðsettur er á Ægisgötu 3, 2. hæð (fyrir ofan Veiðafæraþjónustuna). Byrjendur þurfa að ljúka 3 vikna grunnnámskeiði þar sem farið er yfir tækni og æfingar með reyndum þjálfurum. Að loknum 3 vikum taka síðan við aðrar 3 vikur þar sem iðkendur geta valið sér …
Skyldusigur á botnliði Hattar
Grindavík tók á móti botnliði Hattar í fremur tíðindalitlum leik í Mustad-höllinni í gær. Hattarmenn hafa aðeins unnið einn leik af 16 í vetur, og gerðu sig líklegan í byrjun til að bæta öðrum í sarpinn. Grindvíkingar hrukku svo í gírinn í öðrum leikhluta sem þeir unnu með rúmum 20 stigum, 34-12, og eftir það varð ekki aftur snúið. Grindvíkingar …
Úr leik! – Fyrirlestur um heilaáverka í knattspyrnu
Næstkomandi miðvikudag munu þrjár knattspyrnukonur deila reynslu sinni af því að hljóta heilahristing og heilaáverka í fótbolta. Tvær þeirra eru Grindvíkingarnir Ólína Viðarsdóttir og Sara Hrund Helgadóttir. Viðburðurinn hefst kl. 19 á miðvikudaginn nk. 31. janúar og verður í húsakynnum Hugarfars að Sigtúni 42.Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Fyrirlesturinn verður einnig í beinni útsendingu á Facebook. Viðburðurinn á Facebook
Dagur og Sigurjón valdir í úrtakshóp U19
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson og Sigurjón Rúnarsson hafa verið valdir í æfingahóp fyrir úrtaksæfingar U19 ára landslið karla, en það er Þorvaldur Örlygsson þjálfari sem velur hópinn. Æfingarnar fara fram helgina 2.-4. febrúar. Þeir Dagur og Sigurjón eru báðir fæddir árið 2000 og hafa verið að banka á dyrnar hjá aðalliði Grindavíkur. Báðir léku þeir sína fyrstu meistaraflokksleiki síðastliðið sumar …
Grindavík í úrslit Fótbolta.net mótsins
Grindavík tryggði sér sigur í A-riðli Fótbolta.net mótsins á föstudaginn, þegar liði sigraði HK 2-1. HK dugði jafntefli til að vinna riðilinn en Rene Joensen gerði útum drauma HK og skoraði bæði mörk Grindavíkur. Grindavík mætir Stjörnunni í úrslitaleik mótsins næstkomandi laugardag kl. 13:00 í Kórnum. Hér má lesa umfjöllun Fótbolta.net um leikinn og hér má lesa viðtal Fótbolta.net við …
Grindavíkurstúlkur Íslandsmeistarar í skák
Stúlknasveit úr 5. bekk Grunnskóla Grindavík keppti á Íslandsmóti grunnskóla í skák á laugardaginn. Er skemmst frá því að segja að stelpurnar lönduðu Íslandsmeistaratitli í annað sinn, og það með nokkrum yfirburðum en þær unnu 18 skákir af 20. Afar sannfærandi sigur gegn skólum sem hafa í gegnum árin unnið allar skákkeppnir. Þetta er draumalið sem við erum með og …
Strákarnir töpuðu á Króknum í baráttuleik
Grindavík sótti bikarmeistara Tindastóls heim í gær í miklum baráttuleik. Grindvíkingar fóru ágætlega af stað og leiddu með 8 stigum í 2. leikhluta en þá kom 21-7 kafli hjá heimamönnum sem setti Grindvíkinga í erfiða stöðu og svo fór að lokum að Stólarnir fóru með sigur af hólmi, 94-82. J’Nathan Bullock var algjör yfirburðamaður í liði Grindavíkur með 33 stig …
Grindvíkingar tóku Keflvíkinga í kennslustund
Grindavík tók á móti nágrönnum okkar frá Keflavík síðastliðinn föstudag, í leik sem flestir áttu sennilega von á að yrði hörkuspennandi viðureign. Sú varð raunin eftir 1. leikhluta, jafnt á öllum tölum 17-17, en síðan ekki söguna meira. Grindavík setti í fluggírinn í öðrum leikhluta þar sem Keflvíkingar komu aðeins 6 stigum á blað og úrslitin í raun ráðin. Minni …
Nýtt stuðningsmannalag – Vígið
Vígið er nýjasta stuðningslag Grindavík en það kemur úr smiðju Sigurbjörns Daða Dagbjartssonar. Sibbi fékk margar af stærstu kanónum íslensku tónlistarsenunnar með sér í lið en það er Voice stjarnan Ellert Jóhannsson sem syngur. Myndbandið við lagið er ekki síðra en lagið sjálf, en það var Egill Birgisson sem safnaði saman mögnuðum klippum úr grindvískri íþróttasögu og klippti saman í …
Grindavík tapaði úti gegn ÍR
Grindavíkurstúlkur sóttu ÍR heim á laugardaginn í 1. deild kvenna. Leikurinn var jafn framan af og var jafn í hálfleik, 26-26 en í seinni hálfleik sigu ÍR-ingar hægt og örugglega fram úr og lönduðu að lokum sigri, 55-44. Karfan.is fjallaði um leikinn í máli og myndum: ÍR sóttu góðan heimasigur í hörkuleik ÍR tók á móti Grindavík í Hertz-hellinum í …