Grindvíkingar voru nokkuð nálægt því að stela heimavallarréttindum af Tindastóli í fyrstu viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla, en framlengja þurfti leikinn. Jafnt var á öllum tölum eftir 40 mínútur, staðan 81-81. Dagur Kár hafði komið Grindvíkingum 3 stigum yfir þegar 21 sekúnda var eftir af leiknum og má segja að okkar menn hafi á þeim tímapunkti verið …
Jón Axel stigahæstur er Davidson mættu ofjörlum sínum
Það má segja að lið Davidson háskólans hafi mætt ofjörlum sínum í “March madness” í gær þegar þeir töpuðu gegn sterku liði Kentucky, 73-78. Það er þó ekki hægt að hengja þetta tap á okkar mann, Jón Axel Guðmundsson, en hann var sjóðandi heitur í seinni hálfleik og setti 6 þrista í röð og endaði lang stigahæstur með 21 stig. …
Úrslitakeppnin hefst í kvöld – Þorsteinn er klár
Grindvíkingar hefja leik í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. Grindavík mætir Tindastóli og fara á erfiðan útivöll á Sauðárkróki en þangað þurfa þeir að sækja í það minnsta einn sigur ef þeir ætla sér áfram.Leikurinn hefst kl. 19:15 og verður í beinni útsendingu á Tindastóll TV fyrir þá sem komast ekki í Skagafjörðinn í kvöld. Karfan.is tók fyrirliða …
Aðalfundi UMFG frestað til 19. mars
Aðalfundi UMFG, sem halda átti í Gjánni þann 15. mars, hefur verið frestað til 19. mars, kl. 20:00 Dagskrá fundarins: Hefðbundin aðalfundarstörf.
Jón Axel og félagar í úrslitin í háskólaboltanum
Jón Axel Guðmundsson og félagar hans í Davidson háskólanum náðu sögulegum árangri um helgina þegar þeir tryggðu sér sæti í úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans. Sætið tryggðu þeir með sigri á Rhode Island í úrslitaleik Atlantic-10 deildarinnar, en lokatölur leiksins urðu 58-57. Jón Axel var einn af þremur leikmönnum liðsins sem lék allar 40 mínúturnar í leiknum og skilaði 9 stigum, 7 …
Breskir tvíburar til liðs við Grindavík
Grindvíkingar hafa bætt tveimur leikmönnum í hópinn fyrir baráttuna í Pepsi-deild kvenna á komandi sumri, en hinar bresku, Rio og Steffi Hardy, gengu frá samningi við liðið í vikunni. Þær systur eru báðar 21 árs, Rio er sóknarmaður og Steffi varnarmaður. Báðar hafa spilað þær með Blackburn Rovers á Englandi. Þær munu koma til Grindavíkur í maí en þær leika háskólafótbolta í South Alabama …
Grindavík á fleygiferð í Lengjubikarnum
Grindvíkingar halda áfram að gera það gott á undirbúningstímabilinu í knattspyrnu, en liðið valtaði yfir FH í Lengjubikarnum á sunnudaginn, 3-0. Hafnfirðingurinn Aron Jóhannsson kom Grindvíkingum yfir en Rene Joensen og Sam Hewson bættu svo við sitt hvoru markinu. Umfjöllun Fótbolta.net um leikinn: FH 0 – 3 Grindavík 0-1 Aron Jóhannsson ('27) 0-2 Rene Joensen ('45) 0-3 Sam Hewson ('66) …
Grindavík með stórsigur á Ármanni
Grindavíkurkonur enduðu deildarkeppnina á jákvæðum nótum í gær þegar þær völtuðu yfir lið Ármanns hér í Mustad-höllinni, en lokatölur leiksins urðu 76-43 Grindvíkingum í vil. Þetta var annar sigur liðsins í röð en þær unnu einnig Hamar í Hveragerði á dögunum. Annan leikinn í röð var það Ólöf Rún Óladóttir sem varð stigahæst Grindvíkinga en hún skoraði 27 stig á …
Grindavík tapaði heima gegn Hamri í framlengdum leik
Grindavík og Hamar mættust í hörkuspennandi leik í 1. deild kvenna hér í Grindavík í gærkvöldi, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en eftir framlengingu. Grindavík hóf leikinn af miklum krafti og leiddi í hálfleik, 33-19. Gestirnir sóttu hins vegar mjög í sig veðrið í seinni hálfleik og jöfnuðu leikinn 57-57 rétt fyrir leikslok. Grindavík fékk 4 færi til að …
Grindavík hlaut silfur í Fótbolta.net mótinu
Grindvíkingar náðu ekki að fylgja eftir góðum árangri í riðlakeppni Fótbolta.net mótsins í úrslitaleik mótsins á laugardaginn, en liðið tapaði þar fyrir Stjörnunni, 1-0. Eina mark leiksins kom á 29. mínútu og voru Stjörnumenn heldur líklegri en hitt til að bæta við þangað til á 60. mínútu þegar Jósef Kristinn Jósefsson leikmaður Stjörnunnar fékk rautt spjald. Grindavík náði þó ekki …