Strákunum spáð 7. sæti í Pepsi-deildinni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar hefja leik í Pepsi-deild karla á laugardaginn, en þeir mæta FH-ingum hér heima í Grindavík í fyrsta leik. Grindvíkingar voru að öðrum liðum ólöstuðum spútniklið deildarinnar í fyrra og enduðu í 5. sæti eftir mjög góða byrjun á tímabilinu. Síðan þá hefur markakóngur deildarinnar, Andri Rúnar Bjarnason, horfið á braut í atvinnumennsku, og hópurinn í heild minnkað, en liðið hefur …

Stuðningsmannafundur með Óla Stefáni á Bryggjunni í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Óli Stefán Flóventsson, þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu, býður stuðningsmönnum til skrafs og ráðagerða á Bryggjunni í kvöld, fimmtudag, kl. 21:00. Óli ætlar að fara yfir komandi sumar, Pepsi-deildina 2018 og áherslur okkar fyrir sumarið.  Bryggjubræður bjóða uppá súpu og kaffi, en fundurinn verður á þriðju hæð Bryggjunnar, og hefst eins og áður sagði kl. 21:00.

Gunnar Már Gunnarsson nýr formaður knattspyrnudeildar UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Gunnar Már Gunnarsson er nýr formaður knattspyrnudeildar UMFG, en ný stjórn var kjörin á framhaldsaðalfundi síðastliðinn sunnudag. Jónas Karl Þórhallsson, sem gegnt hefur stöðu formanns um árabil, gaf ekki áframhaldandi kost á sér á aðalfundi deildarinnar í mars og þurfti því að halda framhaldsfund. Þar var Gunnar Már einn í framboði til formanns og samþykktur samhljóða.  Stjórn knattspyrnudeildar var kosin …

Fimm Grindvíkingar í U15 landsliðum Íslands

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Þjálfarar U15 ára landsliðanna í körfubolta hafa nú valið sína lokahópa fyrir sumarið 2018. Um fjögur 9 manna landslið er að ræða, og hafa 18 leikmenn verið valdir í hvorn hóp. Liðin taka þátt á Copenhagen-Invitational mótinu í Farum í Danmörku um miðjan júní. Fimm leikmenn Grindavíkur eru í þessum liðum, þar af fjórar stúlkur. Í stúlknalandsliðinu eru það þær Elísabet Ýr …

Daníel Guðni ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokka Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Njarðvíkingurinn Daníel Guðni Guðmundsson snýr aftur á kunnulegar slóðir í haust en hann hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla og kvenna í körfunni. Daníel er öllum hnútum kunnugur hér í Grindavík en hann lék með meistaraflokki karla hér á árum áður og hóf svo sinn þjálfaraferil sem þjálfari meistaraflokks kvenna veturinn 2015-2016. Árangur hans með liðið vakti mikla eftirtekt og var …

Framhaldsaðalfundur knattspyrnudeildar á sunnudaginn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Framhaldsaðalfundur Knattspyrnudeildar UMFG verður haldinn í Gulahúsinu sunnudaginn 22. apríl kl 18:00. Dagskrá fundarins: 1.    Kosning formanns. 2.    Kosnir 6. menn í stjórn. 3.    Kosnir 6. menn í varastjórn. 4.    Kosning 2. endurskoðaenda. 5.    Önnur mál. 6.    Fundarslit. Stjórn Knattspyrnudeildar UMFG

Ingvi Þór á skólastyrk í St. Louis háskólann

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Körfuknattleiksmaðurinn Ingvi Þór Guðmundsson mun feta í fótspor Jóns Axels bróður síns í haust og leika körfubolta í bandaríska háskólaboltanum. Ingvi skrifaði undir samning í dag við St. Louis háskóla og fer þangað á skólastyrk. St. Louis leikur í A10 deildinni, sem er einmitt sama deild og Jón Axel og félagar í Davidson spila í, svo það er ekki ólíklegt …

Jóhann Árni og Jóhann Þór Ólafssynir þjálfa meistaraflokka Grindavíkur í körfunni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar hafa gengið frá þjálfaramálum fyrir komandi keppnistímabil í meistaraflokkum karla og kvenna, en það verða nafnarnir Jóhann Árni og Jóhann Þór, sem þjálfa liðin. Jóhann Þór Ólafsson mun halda áfram með strákana, en þetta verður fjórða tímabil hans með liðið. Kvennamegin er það Jóhann Árni Ólafsson sem mun taka við stjórnartaumunum af Ólöfu Helgu Pálsdóttur, sem tók við liðinu …