Leikur 3

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Það er strax komið að leik númer 3 í úrslitum Dominos deild karla.  Leikurinn hefst klukkan 19:15 og fer fram í DHL höllinni. KR verður með bbq frá 17:30 og um að gera að mæta snemma og hita sig upp fyrir leikinn. Stuðningurinn úr stúkunni í síðasta leikhluta var á við besta oddaleik og nauðsynlegt að halda þessu áfram frá …

Einvígið jafnað

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Staðan í einvígi Grindavíkur og KR um Íslandsmeistaratitilinn er 1-1 eftir frækinn sigur hjá Grindavík í gær 79-76.  Leikurinn skiptist í tvo hluta, frekar lélegar 33 mínútur og svo 7 frábærar mínútur.  Þessar 7 mínútur dugðu og er byrinn núna með okkar mönnum. Liðin þekkja hvorn annan allt of vel þannig að varnir beggja liða náðu að stoppa flæðið í …

Leikur 2 Grindavík – KR

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Annar leikur Grindavíkur og KR í baráttunni um Íslandsmeistaratitilsins fer fram í kvöld klukkan 19:15.  Þetta verður frábær leikur sem enginn má missa af.  KR leiðir einvígið og ætla sér að sópa okkur út strax.   Upphitun verður í Salthúsinu frá klukkan 17:00 þar sem hægt verður að kaupa bæði veitingar og miða á leikinn. Fyrsti leikurinn fór eins og …

Aðalfundur UMFG 2014

Ungmennafélag GrindavíkurFimleikar, Judó, Skotdeild, Sund, Taekwondo, UMFG

Ungmannafélag Grindavíkur ákvað á stjórnarfundi  sem að haldinn var 03.mars 2014 að halda sameiginlegan aðalfund fyrir eftirtaldar deildir innan UMFG. Fundurinn verður haldinn mánudaginn 05.maí 2014 kl 20:00 í Framsóknarhúsinu við Víkurbraut. Deildirnar eru Taekwondo, Judó, Fimleikadeild, Sunddeild og skotdeild       Dagskrá fundarins er: Skýrsla judódeildar og reikningar deildarinnar Skýrsla Taekwondo og reikningar deildarinnar Skýrsla Fimleikadeildar og reikningar …

Aðalfundur UMFG 2014

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna, Körfubolti, UMFG

Ungmannafélag Grindavíkur ákvað á stjórnarfundi sem haldinn var 03.mars 2014 að halda aðalfund UMFG 2014. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 06.maí 2014 kl 20:00 í Framsóknarhúsinu við Víkurbraut. Dagskrá fundarins er: Venjuleg aðalfundarstörf

Háspenna í Hópleiknum

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Jæja, þá er aðeins ein vika eftir af hópleiknum og mikil spenna á toppnum, 4,6% hafa verið á mikilli siglingu og ekki fengið undir 10 í 6 vikur í röð. Steve & co halda samt toppsætinu en eru í harðri baráttu við 4.6% og GK 36. Hérna er staðan þegar ein vika er eftir: Sæti Tipparar Vika 1 Vika 2 …

KR 93 – Grindavík 84

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

KR hefur tekið forystu í úrslitaeinvíginu með sigrinum í gær.  KR var yfir allan tíman en okkar menn gerðu nokkrar góðar tilraunir að jafna en forskotið sem heimamenn náðu á upphafsmínútum reyndist vera óyfirstíganlegur hjalli. Fyrstu mínútur leiksins voru einkennilegar.  Demond Watt var hvað eftir annað algjörlega opinn undir körfunni og var fljótlega kominn með 8 stig og allt mjög …

KR – Grindavík í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Fyrsti leikur Grindavíkur og KR í úrslitum Íslandsmeistaratitilsins fer fram í kvöld klukkan 19:15.  Óhætt er að segja að þetta séu tvö bestu liðin á Íslandi í dag því KR tapaði bara einum leik í deildinni (gegn Grindavík) og okkar menn hafa verið á mikillri siglingu eftir áramót. Forsala á leiknum er í DHL höllinni milli klukkan 12-13 og svo …

Stórkostlegur leikur

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík er komið í úrslitaviðureign Íslandsmótsins þriðja árið í röð eftir frábæra frammistöðu í gær þar sem þeir unnu Njarðvík í oddaleik 120-95. Eftir fyrsta leikhluta var munurinn orðinn 19 stig og var það aldrei spurning hvort liðið færi áfram eftir það. Bæði sóknarleikur og varnarleikurinn var af bestu sort og baráttan til fyrirmyndar.  Það er svo mikill munur á …

Valdir í júdólandsliðið

Ungmennafélag GrindavíkurJudó

Tveir ungir og efnilegir Grindvíkingar hafa verið valdir til að fara með landsliðinu í júdó á Norðurlandamótið í Finnlandi í sumar, þetta eru þeir Guðjón Sveinsson og Björn Lúkas Haraldsson.  Á myndinni eru Björn Lúkas, Jóhannes Haraldsson júdófrumkvöðull í Grindavík og Guðjón.