Leikur 2 Grindavík – KR

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Annar leikur Grindavíkur og KR í baráttunni um Íslandsmeistaratitilsins fer fram í kvöld klukkan 19:15.  Þetta verður frábær leikur sem enginn má missa af.  KR leiðir einvígið og ætla sér að sópa okkur út strax.  

Upphitun verður í Salthúsinu frá klukkan 17:00 þar sem hægt verður að kaupa bæði veitingar og miða á leikinn.

Fyrsti leikurinn fór eins og hann fór, vantaði alltaf herslumuninn á að okkar menn náðu að jafna.  En núna erum við á heimavelli og ef við fáum topp leik frá öllum leikmönnum eins og í síðasta heimaleik þá er ekkert lið sem getur stöðvað Grindavík.