Viðurkenningar fyrir fyrstu landsleiki

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Um leið og við heiðrum það íþróttafólk Grindavíkur sem skarað hefur fram úr á árinu hverju hefur skapast sú hefðu að veita viðurkenningar til ungs íþróttafólks sem lék sína fyrstu landsleiki fyrir Íslands hönd á árinu. Þau ungmenni sem fengu viðurkenningar fyrir fyrstu landsleiki að þessu sinni eru hér að neðan í stafrófsröð: •    Bragi Guðmundsson var valinn í U15 ára …

Reynslubolti til liðs við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík hefur gert 2ja ára samning við markmanninn Vladan Djogatovic.  Vladan er Serbi og kemur frá liðinu FK Javor í Serbíu.  Hann hefur spilað 23 leiki í haust með því liði og er liðið sem stendur í efsta sæti í serbnesku fyrstu deildinni.  Vladan er reynslumikill markmaður en hann hefur spilað vel á þriðja hundrað leiki í efstu deildum í Serbíu.  Knattspyrnudeildin …

Ólafur og Ólöf Rún íþróttafólk ársins 2018

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Körfuknattleiksfólkið Ólafur Ólafsson og Ólöf Rún Óladóttir voru í dag útnefnd íþróttafólk ársins 2018 í Grindavík, við hátíðlega athöfn í Gjánni.  Ólafur er fyrirliði og einn af burðarásunum í Grindavíkurliðinu undanfarin ár og fastamaður í A landsliði Íslands. Hann var mjög stöðgur í leik sínum árið 2018. Ólafur hefur lagt mikið á sig við æfingar og er duglegur að taka …

Knattspyrnuskólin Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Knattspynuskóli Grindavíkur og Jóa útherja fer fram í Grindavík 18-20 janúar næstkomandi. Hægt verður að kaupa gjafabréf í Kvikunni á fjörugum föstudegi.  Skráning fer fram hér  

Herrakvöld í Gjánni á föstudaginn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna, Körfubolti, UMFG

Herrakvöld knattspyrnudeildar og körfuknattleiksdeildar UMFG verður haldin í Gjánni föstudaginn 23. nóvember.  Miðasala fer fram hjá strákunum í Olís og hjá honum Gunnari Má í Sjóvá og kostar miðinn 5000.- kr  Veislustjóri verður Örvar Þór Kristjánsson  Þeir Jón Gauti og Bjarni ætla að töfra fram Hvítlauks saltfisk og kótilettur í raspi fyrir gestina og auðvitað verður happadrættið á sínum stað  …

Leikjaskrá körfunnar er komin út

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Leikjaskrá körfunnar fyrir tímabilið 2017-2018 kom út á dögunum og er núna einnig aðgengileg hér á rafrænu formi. Leikjaskráin er einkar glæsileg þetta tímabilið og er stútfull af greinum og viðtölum. Útgáfan í ár er tileinkuð minningu Magnúsar Andra Hjaltasonar, fyrrum formanns körfuknattleiksdeildarinnar sem lést langt fyrir aldur fram síðastliðið haust. Hann sést hér að ofan á forsíðumynd leikjaskráarinnar að fagna …

Tiegbe Bamba til liðs við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar hafa fengið góðan liðstyrk í Domino's deild karla en þeir hafa gert samning við Tiegbe Bamba. Bamba er fæddur í Frakklandi 1991 en er einnig vegabréf frá Fílabeinsströndinni og hefur leikið með landsliði þeirra, nú síðast í undankeppni HM. Bamba er skráður 2,01 metrar á hæð og getur leikið bæði sem bakvörður og framherji. Hann hefur komið víða við á …

Ískaldur 4. leikhluti kostaði Grindvíkinga sigurinn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar sóttu nágranna okkar í Þorlákshöfn heim í gær í Domino's deild karla. Mikil batamerki mátti greina á leik okkar manna og framan af leit út fyrir að góðar líkur yrðu á Grindvíkingar færu með sigur af hólmi. Undir lok þriðja leikhluta var staðan 61-67, Grindvíkingum í vil, en þá tók við óþægilega langur kafli þar sem Grindavík skoraði ekki …

Kroppast úr knattspyrnuliði Grindvíkinga

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Það er ljóst að Grindvíkingar munu tefla fram umtalsvert breyttu liði næsta sumar í Pepsi-deild karla en síðustu daga hefur hver fréttin á fætur annarri borist af brotthvarfi leikmanna. Stór hluti leikmannahóps liðsins var samingslaus þegar tímabilinu lauk. Fyrstur til að yfirgefa hópinn var markvörðurinn Kristijan Jajalo sem hefur þó ekki samið við nýtt lið ennþá en hann stefnir á að spila …

Aukaaðalfundur Knattspyrnudeildar UMFG 25. október

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Aukaaðalfundur Knattspyrnudeildar UMFG verður haldinn í Gulahúsinu fimmtudaginn 25. október kl 18:00. Dagskrá fundarins: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 2. Kosinn formaður. 3. Kosnir 6 stjórnarmenn. 4. Kosnir 7 menn í varastjórn. 5. Kosnir 2 skoðunarmenn. 6. Fundi frestað. Félagar hvattir til að fjölmenna. Stjórn Knattspyrnudeildar UMFG.