Jólamót 2014

Ungmennafélag GrindavíkurJudó

Jólamót judo deildar UMFG 2014 Jólamót okkar judomanna í Grindavík fór fram með hinum mesta glæsibrag síðastliðin miðvikudag. Voru hátt í 40 keppendur, í barnaflokki fór það þannig fram að við reyndum að velja saman þyngd og aldur og fengu þau flest 2 glímur. Í meistaraflokk var áskorandamót og skoruðu menn á aðra og mátti engin skorast undan. Var það …

Grindvíkingar lokuðu árinu með tveimur sigrum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Eftir ansi brösulega byrjun á tímabilinu hjá meistaraflokki karla í Dominosdeildinni tókst strákunum að enda árið á jákvæðum nótum og geta vonandi haldið áfram á sömu braut á nýju ári. Síðasti leikur ársins var í gærkvöldi þegar Snæfell kom í heimsókn og fóru okkar menn með sigur af hólmi að lokum, 98-87. Fréttaritari síðunnar fjallaði um leikinn fyrir karfan.is og …

Risakerfi 1X2 og Jólaglögg

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Boðið verður upp á risapott Getraunum um næstu helgi. Getraunaþjónustan í Grindavík verður með Risakerfi þar sem allir geta verið með, þú einfaldlega kaupir hlut eða hluti í kerfinu og ert þar með í pottinn, reiknað er með að selja 50-70 hluti og kostar hluturinn 3000kr. Þeir sem ætla að vera með þurfa að leggja inná reikning 0143-05-60020, kt: 640294-2219 …

Sigur á Val í framlengdum leik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavíkurstúlkur unnu góðan sigur á Val í síðasta leik fyrir jólafrí í gærkvöldi, 71-77 og skutu sér í kjölfarið í 4. sæti deildarinnar. Valsstúlkur léku án síns erlenda leikmanns en það virtist lítið há þeim og þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit í leiknum. Rachel Tecca lét óvenju lítið fyrir sér fara í þessum leik, en skilaði þó tvöfaldri …

Jólabón körfunnar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Þá er komið að hinu árlega jólabóni körfunnar. Þetta er gríðarlega mikilvæg fjáröflun fyrir okkur og hefur vel verið tekið á móti okkur síðustu ár. Og enn bætum við í með skipulag, mannskap og gæðaeftirlit en það hefur einmitt verið til fyrirmyndar. Að sjálfsögðu er um alþrif að ræða og verðskráin er eftirfarandi : Fólksbíll – 8.000 Jepplingur – 10.000 …

Sætur sigur á Keflavík og 4. sætið innan seilingar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavíkurstúlkur tóku á móti Keflavík síðastliðinn sunnudag og er skemmst frá því að segja að okkar konur lönduðu góðum sigri, 70-79. Sigurinn hefur sennilega verið extra sætur fyrir Sverri og stelpurnar hans enda fyrsti sigurinn á liði úr topp 4 í vetur og þá höfðu Keflvíkingar farið ansi illa með okkur fyrr í vetur. Rachel Tecca var sem fyrr atkvæðamest …

Langþráður sigur í höfn, fimm leikja taphrinu lokið

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Eftir fimm tapleiki í röð hjá Grindvíkingum í Dominosdeild karla kom loks sigur í hús á föstudaginn. Þá mættu okkar menn í heimsókn í Grafarvoginn til Fjölnismanna. Báðum liðunum hafði ekki gengið sérlega vel í deildinni og aðeins uppskorið tvo sigra í níu leikjum. Sigur í þessum leik var því ekki síst mikilvægur til þess að slíta liðið frá botnbaráttunni …

Íslensk knattspyrna 2014

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrna 2014 eftir Víði Sigurðsson en þetta er 34. árið í röð sem árbók knattspyrnunnar á Íslandi kemur út. Árið 2014 var einstakt í sögu íslenskrar knattspyrnu. Karlalandsliðið byrjaði frábærlega í undankeppni EM 2016 með því að sigra Tyrki, Letta og Hollendinga og komst í október í sína bestu stöðu á heimslista FIFA …

Stelpurnar áfram í bikarnum en töpuðu í deildinni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Það er öllu bjartara yfir gengi kvennaliðs Grindavíkur í meistaraflokki en karlaliðinu þessa dagana. Þær eru komnar áfram í bikarnum í 8-liða úrslit eftir góðan sigur gegn Hamri í Hveragerði á laugardaginn en sigur gegn einu af 4 toppliðum deildarinnar lætur þó enn bíða eftir sér. Leikurinn gegn Hamri endaði 74-88, og var það að sögn góð byrjun sem skóp …

Enn syrtir í álinn hjá strákunum, úr leik í bikarnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Enn verður einhver bið eftir næsta sigri hjá okkar mönnum í körfunni. Eftir tæpan ósigur gegn Tindastóli á dögunum vonuðust eflaust margir eftir því að strákarnir myndu reka af sér sliðruorðið gegn Keflvíkingum, en ekki gekk sá draumur eftir. Þó voru enn margir bjartsýnir á að halda mætti bikardraumnum lifandi á Sauðárkróki en Tindastólsmenn voru ákveðnir í að kæfa þann …