Grindvíkingar unnu góðan sigur á Stjörnunni í gær í Dominosdeild karla og hafa grindvísku liðin nú unnið samanlagt 11 leiki í röð í deildum og bikar. Umtalsverð batamerki hafa sést á leik liðsins í síðustu leikjum. Að endurheimta Jón Axel hefur reynst Grindvíkingum happadrjúgt og þá er Jóhann Árni að finna sitt gamla form á ný en hann virkaði ferskur …
Sjálfboðaliðar á knattspyrnunámskeið
Óskað er eftir sjálfboðaliðum, foreldrum og forráðamönnum. Vegna mikillar eftirspurnar á knattspyrnunámskeiðið sem haldið verður 30.janúar-01.febrúar vantar sjálfboðaliða til að standa vaktir á námskeiðinu. Vaktirnar eru af ýmsu tagi t.d aðstoð í mötuneyti, gæslu í sundlaug/íþróttahúsi og fylgd milli staða. Ef þið sjáið ykkur fært um að aðstoða þá látið Ægi vita aegir@umfg.is eða hafið samband við knattspyrnudeild í síma …
Haukar lagðir í annað sinn, nú í deildinni
Grindavíkurstúlkur heimsóttu Hauka í Dominosdeild kvenna í gærkvöldi og sóttu góðan sigur á Ásvellina. Sigrarnir hafa því hlaðist upp hver á fætur öðrum í deildinni og eru Haukar og Grindavík nú bæði með 22 stig í 3. og 4. sæti. Karfan.is fjallaði um leikinn: ,,Haukar tóku á móti Grindavík í kvöld í 17. umferð Dominosdeildar kvenna og var þetta önnur …
Afrekssamningur 3.flokks UMFG
Á Þriðjudaginn 20.janúar 2015 komu saman á sal skólans drengir og stúlkur í 3.flokk knattspyrnudeildar UMFG til þess að skrifa undir afrekssamning við deildina. Afrekssamningur þessi felur í sér að krökkunum er kennt þau grunngildi sem koma til með að hjálpa þeim í lífinu. Leikmönnum verður boðið upp á aukaæfingar, fræðslu, hvatningu og annað sem hjálpar þeim að bæta sig …
Grindavík mætir Njarðvík í undanúrslitum bikarins
Dregið var í undanúrslit í bikarkeppni karla og kvenna í körfubolta í hádeginu í dag og drógust Grindavíkurstúlkur gegn Njarðvíkingum. Þó svo að enginn leikur sé auðveldur í bikarnum þá má engu að síður segja að um draumadrátt hafa verið að ræða fyrir Grindavík þar sem að hinir möguleikarnir voru Keflavík og Snæfell. Leikirnir í 4-liða úrslitunum fara fram 1. …
Ray Jónsson til liðs við meistarana á Filipseyjum
Fótbolti.net greindi frá því í morgun að Grindvíkingurinn Ray Anthony Jónsson væri um það bil að semja við ríkjandi Filipseyjameistara í knattspyrnu. Hann hefur undanfarið æft með þeim og allar líkur á að hann geri 6 mánaða samning við félagið. Ray sem lék um árabil með Grindavík á að baki 31 leik með landsliði Filipseyja. Frétt fótbolta.net: „Ray Anthony Jónsson …
Stelpurnar komnar í 4-liða úrslit
Það var boðið uppá heldur betur fjörugan bikarleik í Röstinni á laugardaginn þegar Haukar komu í heimsókn í 8-liða úrslitum bikarkeppni kvenna. Framlengingu þurfti til að skera úr um hvaða lið færi áfram og þar tóku okkar stúlkur öll völd á vellinum og kláruðu leikinn örugglega. Bryndís Gunnlaugsdóttir var á leiknum og skrifaði þennan pistil fyrir karfan.is: Það var boðið …
Sigur í Borgarnesi í framlengdum leik
Grindvíkingar heimsóttu Borgarnes í gær í Dominosdeild karla, en þar tók á móti þeim fyrrum liðsfélagi þeirra, Magnús Þór Gunnarsson, sem lét þristunum rigna í leiknum. Leikurinn var afar jafn og spennandi og þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit, þar sem Grindvíkingar voru mun sterkari og unnu að lokum 15 stiga sigur. Eftirfarandi umfjöllun birtist á heimasíðu Skallagrímsmanna í …
8-liða úrslit í bikarnum, fyllum stúkuna!
Grindavík tekur á móti Haukum í Röstinni á morgun, laugardag, í 8-liða úrslitum bikarkeppni kvenna. Láki á Salthúsinu verður klár með súpu og brauð á sannkölluðu bikarverði klukkan 13:00 til að hita upp og koma mönnum í gírinn fyrir leikinn. Leikurinn hefst klukkan svo klukkan 15:00 og hvetjum við alla Grindvíkinga til að mæta og fylla stúkuna af gulum og glöðum …
Kristina King með stórleik í sínum fyrsta leik á Íslandi
Grindvíkingar tóku stóran séns fyrir jól þegar ákveðið var að óska ekki eftir því að Rachel Tecca kæmi aftur til Íslands eftir jólafrí. Tecca hafði verið einn af betri erlendu leikmönnum deildarinnar í ár og oftar en ekki borið Grindavíkurliðið á herðum sínum sóknarlega. En þegar menn leggja mikið undir geta þeir líka unnið mikið og miðað við frammistöðu hins …