Góður árangur Grindvíkinga í taekwondo

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Taekwondo

Bikarmót barna í taekwondo fór fram um síðastliðna helgi hjá Ármanni í Laugardal. Um 100 börn á aldrinum 5-11 ára skráðu sig til leiks og er óhætt að segja að Grindvíkingar hafi staðið sig feikna vel. Sex Grindvíkingar tóku þátt í mótinu og náðu þeir allir á pall í báðum keppnisgreinum en keppt var í bardaga annars vegar og í …

Lokahóf körfuknattleiksdeildar UMFG á fimmtudaginn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Lokahóf körfunnar verður haldið nú á fimmtudaginn í salnum í nýja íþróttamannvirkinu. Þetta verður með svipuðu sniði og í fyrra þ.e.a.s góður matur að hætti Bíbbans, skemmtiatriði frá stjórn og liðunum, verðlaunaafhending og almennt partý stuð. Þeir sem hafa áhuga á að kaupa miða á lokahófið geta sett sig í samband við Gauta í síma 8401719 en það verða ekki …

Grindavíkurpiltar lönduðu Íslandsmeistaratitlinum í drengjaflokki

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Sameiginlegt lið Grindavíkur og Þórs frá Þorlákshöfn spilaði til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í drengjaflokki í Stykkishólmi í gær gegn Haukum. Í liði Grindavíkur eru margir efnilegir leikmenn sem fengu drjúgar mínútur með meistaraflokki í vetur. Þeir Ingvi Þór Guðmundsson og Hilmir Kristjánsson létu þristunum rigna yfir Hauka í leiknum en saman settu þeir 14 þrista í 22 tilraunum. Lokatölur urðu …

Stelpurnar í 9. flokki nældu í silfur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar áttu tvö lið í úrslitum yngri flokka í Stykkishólmi um helgina. Strákarnir í drengjaflokki unnu Hauka og fögnuðu Íslandsmeistaratitli en stelpurnar í 9. flokki voru ekki jafn heppnar í sinni viðureign. Þær mættu nágrönnum okkar úr Keflavík, líkt og í bikarúrslitunum, en í þetta skiptið voru það Keflvíkingar sem unnu sigur í miklum spennuleik, 45-39. Símon Hjaltalín var á …

Sjáðu fyrsta landsleik Drafnar Einarsdóttur hér

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Eins og við greindum frá á dögunum var Dröfn Einarsdóttir, leikmaður meistaraflokks kvenna í knattspyrnu, valin í U17 ára landslið Íslands sem leikur á æfingamóti í Færeyjum þessa dagana. Dröfn lék sinn fyrsta landsleik í gær þegar Ísland sigraði Wales, 3-1. Dröfn lék allan leikinn og stóð sig að sögn kunnugra vel í stöðu hægri bakvarðar. Leikinn má sjá í …

Úrslit úr fyrsta golfmóti sumarsins

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Golfklúbbur Grindavíkur hélt fyrsta mót sumarsins strax í gær á sumardeginum fyrsta í glampandi sól. Flatirnar á Húsatóftavelli koma flestar vel undan vetri en þó sennilega engin betur en 6. flöt sem sést á meðfylgjandi mynd. Flott sumar framundan í golfinu hjá Grindvíkingum. Úrslit mótsins, frétt af Facebook síðu klúbbsins: „Þá er fyrsta móti ársins lokið. Sumarið kom með sólskini …

Grindavík Íslandsmeistarar í flokki B-liða kvenna

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar lönduðu enn einum Íslandsmeistaratitlinum í körfuknattleik um helgina en í þetta skiptið var það í flokki B-liða. Grindvíkingar eiga þar á að skipa gríðarsterku liði sem skipað er gömlum reynsluboltum úr kvennakörfunni í bland við yngri leikmenn, sem flestar ættu eflaust fullt erindi í lið Grindavíkur í efstu deild. Stelpurnar spiluðu til úrslita gegn Keflavík B og urðu lokatölur …

Stelpurnar í 7. flokki kræktu í silfur eftir ævintýralegan vetur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Stelpurnar í 7. flokki kvenna (árgangur 2002) spiluðu til úrslita á Íslandsmótinu um helgina þar sem þær kræktu í silfur eftir tap í hreinum úrslitaleik gegn Keflavík. Lokatölur urðu 26-23 eftir framlengingu, en samkvæmt frétt á karfan.is var leikurinn jafn og æsispennandi og áhorfendur sem nánast fylltu Röstina skemmtu sér konunglega.  Þó svo að silfur sé vissulega glæsilegur árangur hjá …