Pétur endurkjörinn formaður Pílufélags Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurPíla

Aðalfundur Pílufélag Grindavíkur, sem hefur aðild að Ungmennafélagi Grindavíkur, fór fram þann 20. desember síðastliðinn. Á fundinum var verið að gera upp árið 2020 en ekki hafði gefist færi á að halda aðalfund fyrir árið sökum heimsfaraldurs.

Pétur Rúðrik Guðmundsson, formaður Pílufélag Grindavíkur, fór yfir starfsemi félagsins á árinu 2020 sem gekk vel hjá félaginu. Liðamót karla og kvenna var sett af stað og haldið var vel heppnað pílufjör sem var vel sótt.

PG var samþykkt inní UMFG á aðalfundi þess til prufu í eitt ár og verður tekin ákvörðun á næsta aðalfundi hvort PG fái fulla aðild að UMFG.

Mikil uppbygging er í pílukasti á Íslandi og það er markmið að halda henni áfram. Farið var yfir árangur félagsmanna á mótum félagsins og ÍPS og var hann glæsilegur.

Matthías Örn Friðriksson gjaldkeri lagði fram endurskoðaða reikninga til samþykktar og var hann ásamt skýrslu stjórnar samþykktur einróma.

Hér má sjá Ársreikning Pílufélags Grindavíkur fyrir árið 2020

Engar lagabreytingar voru lagðar fram á fundinum.

Lagt var til að félagsgjald yrði hækkað í 15.000kr fyrir árið 2022 og mun búningur fylgja félagsgjaldinu. 4.000kr af gjaldinu fer til ÍPS sem gerir félagsmönnum kleift að taka þátt í öllum mótum sambandsins. Það var samþykkt einróma.

Ný stjórn deildarinnar var kjörin á fundinum:
Pétur Rúðrik – formaður
Matthías Örn – gjaldkeri
Björn Steinar, Scott Ramsay og Páll Árni meðstjórnendur
Hörður, Steinunn og Atli Kolbeinn varamenn

Ekki voru önnur mál á dagkrá og fundi deildarinnar slitið.