Minnibolti – Námskrá

Inngangur  Áherslur, markmið og leiðir  Leikreglur   Aftur í námskrár flokka               

Inngangur

Í þessum aldursflokki tökum við í fyrsta skipti þátt í Íslandsmóti. Í vinnslu … 

Efst á síðu

Áherslur, markmið og leiðir

Félagslegar áherslur: Í vinnslu.

Líkamlegar áherslur: Við hugum betur að almennri líkamsþjálfun og hefjum styrktaræfingar þar sem leikmaður vinnur með eigin þyngd.  … Í vinnslu

Áherslur í varnarleik: Við leggjum aukna áherslu á vörn frá því sem var og hugum að Transition vörn, HalfCourt vörn og FullCourt vörn.

Að lágmarki 30 mínútum á viku er varið í einstaklingsbundnar varnaræfingar sem miða að því að a) kenna rétta varnarstöðu og -rennsli, b) kenna CloseOut og c) læra einfalda hjálparvörn (Stunt og fyrstu hjálp). Þjálfari þarf að finna leiðir til að samþætta varnaræfingar æfingum í öðrum hæfnisflokkum á þeim tíma sem hann hefur til ráðstöfunar utan bundinna þátta (60 mínútur á viku).

Við viljum spila sem mest maður á mann „FullCourt“ sem er líkamlega krefjandi og er því mikilvægt að almennri líkamlegri þjálfun sé sinnt.

Þegar teknir eru leikir á æfingum (frá 1:1 upp í 4:4) er mikilvægt að horfa jafnt til þeirra þátta sem snúa að vörn og sókn þegar þjálfari grípur inn í til að leiðrétta leikmenn.

Áherslur í sóknarleik: Við höldum áfram að spila með fjóra leikmenn úti og það eru engar skilgreindar leikstöður. Allir leikmenn gegna sama hlutverki.

Að lágmarki 90 mínútum á viku er varið í að kenna sóknarmiðaða lykilhæfni, þ.e. a) sendingar, b) boltameðferð og c) skot.

Við leggjum mikið upp úr því að skora úr hraðupphlaupum og rík áhersla er lögð á að þau séu rétt útfærð. Meginreglan er sú að sá leikmaður sem tekur sóknarfrákast (eða stelur bolta) á að hefja hraðaupphlaupið. Eftir innkast eða körfu fengna á okkur er heimilt að hafa skilgreindan leikstjórnanda.

Við setjum upp sóknina vel út fyrir þriggja stiga línu. Mikilvægt er að hafa gott pláss svo leikmenn geti athafnað sig, t.d. með því að „cutta“ upp að körfu eða gera árás á varnarmann án þess að samerji eða varnarmaður séu að þvælast fyrir.

Við höldum áfram að efla skilning leikmanna á Spacing og verjum tíma í að spila 3 á 0 og 4 á 0 með ýmsum útfærslum (San Antonio). Áfram er unnið með Push&Pull og allir leikmenn þurfa að kunna að hreyfa sig 1, 2 og 3 sendingum frá bolta. Allir leikmenn eiga að hafa skilning á því hvort þeir „cutti“ eða „spotti upp“ og skilning á því hver munurinn er á stöðum 1 & 2 annars vegar og 3 & 4 hins vegar.

Við notum almennt ekki Screen í sókn, spilum almennt ekki leikkerfi og Postum ekki Up. Þó er heimilt að stoppa og snúa undir körfu eftir „cut“ en ef sendingin kemur ekki strax þá skal umsvifalaust farið út í lausa stöðu.

Við leggjum mikla áherslu á að kenna árás á körfu þ.e. drive. Við brjótum árás niður í þrjá þætti, a) komast fram hjá sínum manni, b) valda usla á leið upp að körfu og finna opin mann og c) klára (finishing) upp að körfu. Allir þrír þættir skulu æfðir sérstaklega.

Leikmenn eiga að vera byrjaðir að temja sér boltameðferð (með og án með og án skrefa) á 2. hæfnisþrepi og kunna þokkalega á JAB-Hringinn og ættu því að búa yfir þokkalegri hæfni til að komast fram hjá sínum manni. Leikmenn eiga að hafa skilning á því að finna opin mann í árás þar sem skilningur á Spacing og Push&Pull er orðinn þokkalegur. Leikmenn eiga að geta klárað árás (drive) á nokkra vegu samkvæmt finishing á 2. hæfniþrepi og er mikilvægt að leikmenn yfirfæri nokkrar slíkar leiðir inn í keppnisumhverfið.

Leikmenn okkar eru óhræddir við að taka opin skot og allir gera atlögu að sóknarfráköstum.

Við verjum drjúgum tíma að spila 1-1, 2-2 og 3-3 til að þjálfa árás (drive), hreyfingu án bolta og skothæfni. Þá kennum við einfaldar Post-hreyfingar ef við fáum boltann undir körfu eftir „cut“ eða tökum sóknarfrákast nálægt körfu.

Efst á síðu

Leikreglur í minnibolta 10 og 11 ára

– Leiktími: 2 x 10 mínútur.
– Hálfleikur: 1 mínúta, leikklukka er ekki stöðvuð nema síðustu leikmínútu í hvors hálfleiks.
– Framlenging: 1 x 3 mínútur. Ef enn er jafnt skal leikið þar til annað liðið skorar (gullkarfa).
– Leikhlé: 1 í leiknum.
– Boltastærð: nr. 5.
– Hæð körfu: 260 cm.

Sóknarlið má ekki setja hindrun fyrir leikmann með bolta. Verði lið uppvíst að því skal dæma sóknarvillu.
Ef brotið er á leikmanni í skoti er einungis tekið 1 vítaskot, sem gefur 2 eða 3 stig. Ef brotið er á leikmanni sem skorar gildir vítaskotið 1 stig. Vítalína er í 4,0m fjarlægð frá körfu. Hægt að fá 1, 2 eða 3 stig fyrir hverja skoraða körfu.
– Vítaskot gefa 1 stig
– Skot fyrir innan skádregna þriggja stiga línu gefa 2 stig
– Skot fyrir utan skádregna þriggja stiga línu gefa 3 stig

Nái stigamunur milli liða 20 stigum skal hætta að telja stig þess liðs sem leiðir leikinn, þar til munur er kominn niður fyrir 20 stig. Stigatafla og leikskýrsla skal því aldrei sýna meiri mun en 20 stig.

Skiptingar eru frjálsar og því þarf ekki þarf að bíða eftir að bolti er úr leik eða að dómari gefi merki. Varamaður má þó ekki koma inn á leikvöll fyrr en samherji sem skipta skal útaf er kominn út fyrir leikvöllinn og skal skiptingin fara fram við varamannabekk liðsins.

Einungis er heimilt að leika maður á mann vörn. Varnarlið má ekki tvöfalda eða gildra (e. double team, trap). Verði lið uppvíst að því að spila ólöglega vörn skal dómari stöðva leikinn og aðvara þjálfara brotlega liðsins. Við endurtekin brot skal dæma tæknivillu (C) á þjálfara brotlega liðsins.

Hvert lið skal skipað minnst fjórum og mest sjö leikmönnum. Aðeins fjórir leikmenn úr hvoru liði skulu vera inná leikvelli hverju sinni.

Miða skal við að leikvöllur sé 18 metrar á lengd og 12 metrar á breidd eða stærri. Mótanefnd getur heimilað leiki á völlum sem uppfylla ekki þetta skilyrði.

Hverju félagi er heimilt að senda ótakmarkaðan fjölda liða til leiks. Leika skal í styrkleikaskiptum riðlum og raða skal í riðla miðað við árangur á næsta móti á undan. Fyrir hvert mót sendir félag skráningu með fjölda liða og styrkleika.

Riðlum er raðað í pýramída, þar sem leikið er í einum A riðli, tveimur B riðlum, fjórum C riðlum og eins mörgum D riðlum og þurfa þykir. Lið í efstu deild, A-deild fá stig til Íslandsmeistaratitils eftir lokaröðun síðustu þriggja umferða sem hér segir:
1. sæti fær 5 stig
2. sæti fær 4 stig
3. sæti fær 3 stig
4. sæti fær 2 stig
5. sæti fær 1 stig

Efst á síðu