Finishing á 2. hæfnisþrepi

Við lok minnibolta (6. bekkjar) skal leikamaður hafa náð góðum tökum á eftirgreindum aðferðum og leiðum til að klára upp að körfu (finishing):

Finger Roll  Inner Hand  Inner Hand Fake  Power Jump  Euro Step  Low Pick Up   High Pick Up  Cradle  Swing Step  Runner  Inverted Runner 

Finger Roll

Leikmaður rekur boltann ákveðið í innri fót (Dribble Step) og grípur boltann í beinu framhaldi. Í kjölfarið eru tekin 2 skref. Skref 1 er tekið með ytri fæti, skref 2 er tekið með innri fæti og svo er stokkið upp  á þeim fæti. Sniðskotið er klárað með Finger Roll. Mikilvægt er að lyfta hnénu vel upp um leið og stokkið er. Mikilvægt er að æfa þessa hreyfingu einnig beint á móti körfu og nota þá ekki spjaldið. Þetta Finishing er almennt skilvirkasta aðferðin til að klára upp að körfu, einkum í hraðaupphlaupum og því er afar mikilvægt að leikmenn nái góðum tökum á henni.

Finger Roll  Efst á síðu

Inner Hand (One Step Finish)

Leikmaður rekur boltann ákveðið í innri fót (Dribble Step) og grípur boltann í beinu framhaldi. Í kjölfarið er tekið eitt skref en ekki tvö skref (varnarmaður býst við tveimur skrefum). Skrefið er tekið með ytri fæti og svo er stokkið upp á þeim fæti. Klárað er með innri hönd með Finger Roll aðferð. Mikilvægt er að lyfta hnénu vel upp um leið og stokkið er og mikilvægt er að stökkva eins hátt og leikmaður ræður við.

Inner Hand  Efst á síðu

Inner Hand Fake (One Step Finish)

Sami aðdragandi og að Inner Hand. Í stað þess að stökkva upp á ytri fæti er tekið annað skref með innri fæti og skotgabbhreyfingu beitt (innri hönd með bolta er teygð rækilega upp og í átt að körfu). Að jafnaði er tekið Pivot skref á ytri fæti (180° – 270°) í framhaldinu og klárað með stuttu skoti (eða Up & Under). Þó kemur fyrir að varnarmaður hríðfellur fyrir gabbhreyfingunni og leikmaður getur tekið stokkið beint upp jafnfætis og klárað með Finger Roll eða Follow Through aðferð. 

Inner Hand Fake  Efst á síðu

Power Jump

Leikmaður rekur boltann ákveðið í innri fót (Dribble Step) og grípur boltann í beinu framhaldi. Tekur Jump Stop og lendir með aftari fót örskömmu á undan þeim fremri. Beygir sig vel til að hlaða í sprengikraft. Stekkur jafnfætis upp og klárar annað hvort með Finger Roll aðferð eða Follow Through aðferð. Með því að lenda jafnfætis öðlast leikmaður möguleika á því að beita gabbhreyfingu (skot) og neyta annarra úrræða.

Power Jump  Efst á síðu

Euro Step

Einkenni Euro Step er einföld stefnubreyting á skrefi 1 (ytri fótur – stutt hratt skref eða venjulegt skref) og skörp stefnubreyting á skrefi 2 (innri fótur – langt skref eða langt stökk – Hið eiginlega Euro Step).

Samkvæmt reglum um Gather Step er hægt að framkvæma skref 1 hér að framan sem skref 0, skref 2 hér að framan sem skref 1 (sem verður þá hið eiginlega Euro Step) og eiga svo inni eitt skref til viðbótar til að sækja að körfu.

Euro Step er hægt að taka bæði Út-Inn (einfaldara) eða Inn-Út (flóknara). Bump Euro Step er einnig áhrifaríkt en þá tekur leikmaður Euro Step (oftast Út-Inn) eftir að varnarmaður hefur lokað leiðinni upp að körfu.

Mjög mikilvægt er að setja boltann út fyrir ytri fótinn á skrefi 1 (eða 0) og sveifla boltanum yfir höfuð í skrefi 2 (eða 1) til að koma í veg fyrir það að varnarmaðurinn nái að slæma hönd í boltann.

Euro Step  Efst á síðu

Low Pick Up

Sami aðdragandi og hefðbundið Lay Up. Í Low Pick Up er boltinn tekinn upp eins fljótt og kostur er eftir skref 0 (alltaf fyrir neðan hné) og síðan haldið með útréttum höndum (niður við gólf eða beint fram) á skrefi 1 (ytri fótur) svo varnarmaður nái ekki að slæma hönd í boltann.

Á skrefi 2 er boltinn færður til baka að maga- eða brjóstsvæði til að auðvelda leikmanni lokahreyfinguna, þ.e. að leggja boltann í körfuna með Finger Roll aðferð.

Low Pick Up  Efst á síðu

High Pick Up

Sami aðdragandi og hefðbundið Lay Up. High Pick Up getur verið framkvæmt í tveimur blæbrigðum.

Í öðru þeirra er boltinn tekinn upp (gripinn) eins fljótt og kostur er eftir skref 0 (alltaf fyrir neðan hné) og síðan sveiflað í vindmylluhreyfingu með ytri hönd vel yfir höfuð. Boltinn er síðan gripinn á ný með útréttum höndum á sama tíma og skref 1 er tekið (ytri fótur). Með þessu blæbrigði er hjálparvörninni gert erfitt um vik að ná að slæma hönd í bolta. Í hinu blæbrigðinu er boltinn gripinn líkt og venju samkvæmt (við mjöðm) en í samfelldri hreyfingu er hann færður hátt upp (að lágmarki 45°) og lítið eitt frá varnarmanni. Með þessu blæbrigði er verið að gera varnarmanni (sem er að gæta leikmannsins) erfitt um vik að ná að slæma hönd í bolta.

Á skrefi 2 er boltinn færður til baka að maga- eða brjóstsvæði til að auðvelda leikmanni lokahreyfinguna, þ.e. að leggja boltann í körfuna með Finger Roll aðferð.

High Pick Up  Efst á síðu

Cradle

Sami aðdragandi og hefðbundið Lay Up. Þegar boltinn er tekinn upp eftir skref 0 þá er hann settur í vögguna (cradle). Það gerir leikmaður með því að faðma boltann þéttingsfast við magasvæðið og með ríkjandi hönd undir bolta og víkjandi hönd yfir bolta um leið og hann beygir sig lítið eitt niður. Blæbrigði við þessa aðferð er að nota aðeins eina hönd (ríkjandi) og faðma þá boltann ofarlega við síðuna. Þá er hin höndin oftar en ekki notuð til að stjaka við varnarmanni til að fá meira pláss.

Cradle  Efst á síðu

Swing Step

Swing Step er framkvæmt þannig að leikmaður rekur leikmaður boltann í innri fót (Dribble Step) og grípur hann eins fljótt og kostur er (Low Pick Up). Í framhaldinu er tekin er skörp beygja (allt að 90°) í áttina frá þeirri hlið er hann rakti boltann með skrefi 1 og boltanum komið í skjól með útréttar hendur beint frá öxlum eða allt að því niður við gólf. Skref 2 er þá eftir til að klára sniðskot eða gefa á samherja.

Frábrigði er þau að í stað þess að halda boltanum með útréttum höndum beint frá líkamanum (eða niður við gólf) í skrfi 1 þá getur leikmaður sett boltann í vögguna (cradle) eða sveiflað honum í vindmyllu.

Mörgum reynist vel að hefja þessa hreyfingu með Floating Forward.

Swing Step er einföld og áhrifarík leið til að klára upp að körfu (finishing) og mikið notuð í bestu deildum heims. 

Swing Step  Efst á síðu

Runner

Runner (Tear Drop Floater) er afbrigði af Floater með þeim frábrigðum að leikmaður stekkur upp á einum fæti líkt og um hefðbundið Lay Up væri að ræða. Runner er ákjósanleg leið fyrir lágvaxna leikmenn til að klára upp að körfu þegar hávaxinn leikmaður mætir þeim í hjálparvörn. Mikilvægt er að stökkva beint upp (ekki áfram til að forðast ruðning) og skjóta boltanum með Follow Through aðferð hátt í loft upp. 

Runner  Efst á síðu

Inverted Runner (One Step Finish)

Þegar leikmaður er í árás með veikari höndina getur verið ákjósanlegt að klára með Inverted Runner. Leikmaður tekur hins vegar aðeins eitt skref eftir að hafa tekið upp boltann og færi hann yfir í hina höndina. Mikilvægt er að stökkva beint upp (ekki áfram) og skjóta boltanum með Follow Through aðferð hátt í loft upp. 

Inverted Runner  Efst á síðu