3. og 4. bekkur – Námskrá

Inngangur  Áherslur, markmið og leiðir  Leikreglur  Til baka í námskrár flokka

Inngangur

Í 3. og 4. bekk eru þrjár æfingar í viku, 3 x 60 mínútur eða 180 mínútur á viku. Æfingatíma skal að meginstefnu til varið með þeim hætti sem hér segir:

Leikir (sprell) – 30 mín. (17%)  Sendingar – 30 mín. (17%)  Boltameðferð – 30 mín. (17%)  Skot – 30 mín. (17%)   Varnaræfingar – 30 mín. (17%)   Önnur hæfni – 30 mín. (17%) 

Markmið þjálfunar í þessum aldursflokki er að leikmenn nái þeirri hæfni sem skilgreind er á 1. hæfniþrepi í handbók þessari við lok 10 ára aldurs (4. bekkjar) eða fyrr. 

Vægi leikja minnkar frá því sem var og er nú aðeins í 30 mínútur á viku eða að meðaltali 10 mínútur á hverri æfingu. Mikilvægt er að samþætta leikinn enn frekar en áður æfingum í öðrum hæfnisþáttum. 

Við höldum áfram að binda tíma í vikulegu æfingamagni í þágu lykilhæfni. Við sinnum hverjum þætti lykilhæfni jafnt eða í 30 mínútur á viku eða sem nemur 10 mínútur á hvern þykilhæfniþátt á hverri æfingu. Í þessum aldursflokki er bætt við bundnum tíma í þágu varnarleiks og einblínum við í því samhengi á rétta varnarstöðu og varnarrennsli.

Þá fær þjálfari í þessum aldursflokki aukið svigrúm til að mæta markmiðum þjálfunar að öðru leyti eða 30 mínútur á viku.  

Efst á síðu

Áherslur, markmið og leiðir

Félagslegar áherslur: Við leggjum ríkar félagslegar áherslur í þessum aldursflokki. Hér eru leikmenn að stíga sín fyrstu skref í körfuknattleik og mikilvægt er að þeir fái jákvæða upplifun af æfingum, líði vel í æfingahópnum og finni til tilhlökkunar við að mæta á æfingar. Við leggjum okkur fram um að læra og muna nöfn allra okkar leikmanna eins fljótt og kostur er og við heilsum þeim og kveðjum með nafni. Öll okkar samskipti við leikmenn skulu einkennast af hlýju, umhyggju og virðingu.

Mikilvægt er að innræta leikmönnum góða siði og leggja inn réttmætan aga frá upphafi. Þegar þjálfarinn talar þá eiga leikmenn að hlusta (halda á bolta) og fyrirmælum þjálfara eiga leikmenn að fylgja fljótt og vel. Ef upp koma endurteknar áskoranir varðandi agastjórn einstakra leikmanna sem hafa truflandi áhrif á framvindu æfinga skal þjálfari án tafar grípa til ráðstafna í samráði við yfirþjálfara og foreldra.

Þjálfari skal forðast í lengstu lög að í æfingaumhverfinu þurfi leikmenn að bíða langdvölum í röðum eða séu óvirkir á æfingum að öðru leyti. Í hvert skipti sem leikmenn ljúka formlegri æfingu (drill) þá temjum við þeim þann sið að framkvæma að lágmarki “five touches” sem geta t.d. verið útfærðar með hárri fimmu eða hnefa eftir atvikum.

Við höldum því á lofti að körfuknattleikur er liðsíþrótt og að hagsmunir liðsins ganga alltaf framar hagsmunum einstakra leikmanna.

Þjálfari skal tvisvar á tímabilinu (fyrir og eftir áramót) vera með félagslegan viðburð … (unglingaráð þarf að leggja línur hér, tryggja að jafnræði sé gætt á milli pilta og stúlkna (jafnvel hafa viðburði sameiginlega)).

Við töku þátt í a.m.k. tveimur körfuknattleiksmótum á tímabilinu …

Líkamlegar áherslur: Við hugum vel að almennri hreyfifærni frá byrjun. Í því sambandi er horft sérstaklega til æfinga sem þjálfa jafnvægi, samhæfingu, hlaupa- og stökktækni. Við þjálfum þessa hæfni að meginstefnu til í gegnum leikinn (sprellið) en jafnframt eru næg tækifæri til að huga að þessari færni í gegnum þjálfun í lykilhæfni í sóknarleik.

Í vinnslu …

Áherslur í varnarleik: Þrátt fyrir að varnarleikur sé ein lykilhæfni í körfuknattleik bindum við ekki tíma í æfingatöflu til að þjálfa þá hæfni í þessum aldursflokki. Öll þjálfun sem miðar að því að kenna leikmönnum vörn (fyrst og fremst varnarstaða og -rennsli) þarf því að fara fram í gegnum leikinn (50% æfingatíma) eða með því að samþætta hana æfingum í annarri lykilhæfni. Tækifæri til samþættingar liggja einkum í …

Í þessum aldursflokki er leikið 4 gegn 4. Leikmenn þurfa að skilja hlutverk varnar og vita hvenær þeir eru í vörn. Þeir þurfa að skilja hugmyndafræðina á bak við maður á mann vörn, þ.e. sérhver leikmaður ber ábyrgð á því að dekka einn mann í liði andstæðingsins en hann þarf jafnframt að vera reiðubúinn að hjálpa samherja í vörn þegar þörf er á. Eini leikmaðurinn í liði andstæðingsins sem getur skorað er leikmaðurinn með boltann!

Við kennum þrjár staðsetningar í vörn, þ.e. 1) vörn gegn manni með boltann, 2) vörn gegn manni einni sendingu frá bolta og 3) vörn gegn manni tveimur sendingum frá bolta. Þegar við dekkum manninn með boltann þá er við á milli hans og körfunnar. Þegar við dekkum mann einni sendingu frá bolta þá stígum tvö skref í átt að körfu og eitt skref í átt að bolta og þegar við dekkum mann tveimur sendingum frá bolta föllum við inn í teiginn í átt að körfu (ekki týna manninum).

Í vinnslu …

Áherslur í sóknarleik: Að lágmarki 60 mínútum á viku (50% æfingamagns) skal varið í að kenna sóknarmiðaða lykilhæfni, þ.e. a) sendingar, b) boltameðferð og c) skot. Að auki er mikilvægt að kenna þessa lykilhæfni að drjúgum hluta í gegnum leikinn (sprellið). Framangreind lykilhæfni skal í bundnum tíma kennd nákvæmlega (eða því sem næst) eins og námskrá þessi áskilur.

Í þessum aldursflokki er leikið 3 gegn 3. Leikmenn þurfa að skilja hlutverk sóknar og vita hvenær þeir eru í sókn. Meginreglan er sú að sá leikmaður sem tekur varnarfrákast (eða stelur bolta) á að hefja sóknina og brýnum við þá fyrir hinum tveimur að hlaupa upp kantana og fram úr bolta. Eftir körfu fengna á okkur (eða innkast á varnavelli) tekur næsti maður boltann inn, fjærsti maður hleypur upp kantinn (frá bolta) og sá sem eftir er móttekur sendinguna inn á völlinn. Við girðum fyrir það frá byrjun að báðir leikmenn biðji um boltann þegar hann er tekinn inn á varnarvelli.

Við setjum upp sóknina vel út fyrir þriggja stiga línu. Mikilvægt er að hafa gott pláss svo leikmenn geti athafnað sig. Við fyllum þrjár stöður af fjórum mögulegum og forðumst að hafa auða stöðu á milli okkar. Ef gefin er sending frá miðju til hliðar (báðir samherjar einni sendingu frá) þá skal undantekningalaust “cuttað” upp að hring, farið út hinum megin og sá leikmaður sem eftir er fyllir stöðu sendingamannsins. Ef gefin er sending frá kanti á miðju skal undantekningalaust “cuttað” upp að hring og komið út sömu megin.  Við reynum eftir mætti að koma í veg fyrir tilgangslaust knattrak og hvetjum leikmenn til að …

Efst á síðu

Leikreglur í 3. og 4. bekk

44. grein reglugerðar um körfuknattleiksmót (minniboltamót félaga)

1. Reglugerð þessi nær yfir þau mót sem félög halda fyrir iðkendur í minnibolta 10 ára og yngri.
2. Félög sem ætla að halda mót fyrir þennan aldurshóp þurfa að uppfylla skilyrði sem sett eru fram í þessari reglugerð, 4. grein reglugerðar um körfuknattleiksmót og 4. grein reglugerðar um mótanefnd.
3. Á þessum mótum eru þjálfarar hvattir til að aðstoða dómara leiksins við dómgæslu.
4. Hvert mót skal að lágmarki uppfylla eftirfarandi kröfur:

I. leika skal 4 gegn 4
II. leiktími 1 x 10 mín útur eða 1 x 12 mínútur
III. hvert lið skal fá 5 leiki hið minnsta
IV. varnarmaður má ekki taka bolta af sóknarmanni sem hefur vald á boltanum
V. dæma skal á skref
VI. dæma skal á tvígrip
VII. sóknarlið má ekki setja hindrun fyrir leikmann með bolta

Efst á síðu